Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 106
Fólk
106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9
Sigfríð Eik Arnardóttir:
„Ég byrjaði að hlaupa
fyrir ári síðan og setti
mér áramótaheit að
komast tíu kílómetra
fyrir sumarið. Það
gekk eftir og hljóp
ég hálft maraþon í
Reykjavíkurmaraþoninu
í ágúst síðastliðnum.“
SIGFRÍÐ EIK ARNARDÓTTIR
forstöðumaður þjónustu- og markaðssviðs hjá Kreditkorti
Kreditkort hf. var stofnað árið 1980 og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bauð upp á kreditkort. Fyrirtækið er
markaðsleiðandi þegar kemur að nýjungum
og gefur út eigin kort beint til viðskiptavina.
Sigfríð Eik Arnardóttir er forstöðumaður
þjónustu- og markaðssviðs og er þar af
leiðandi með ábyrgð á þjónustu fyrirtækisins
sem og markaðs- og sölumálum. „Starf
mitt kemur einnig inn á vöruþróun og
kynningarmál fyrirtækisins og ég ber ábyrgð á
heimsíðunni. Það er því óhætt að segja að það
sé mjög viðamikið en engu að síður fjölbreytt
og kemur inn á flesta þætti í fyrirtækinu.
Engir tveir dagar eru eins sem gerir starfið
mun skemmtilegra fyrir vikið.
Frá 2008 höfum við lagt áherslu á sölu og
markaðssetningu á American Express. Kortin
náðu strax góðri fótfestu og American Express
kort má nú finna í veskjum tuga þúsunda
Íslendinga. Nýlega fengum við verðlaun frá
höfuðstöðvum American Express fyrir góðan
árangur í markaðs- og sölumálum og stutt er
síðan við Viktor Ólason framkvæmdastjóri
fórum til New York af þessu tilefni og tókum
við verðlaunagrip í höfuðstöðvum American
Express International. Það er enginn bilbugur
á okkur og við lítum björtum augum á
framtíðina.“
Sigfríð lauk BSc námi frá Tækniháskól-
anum (HR) í alþjóðamarkaðsfræði árið 1994
og eftir það lá leið hennar til Danmerkur
þar sem hún tók mastersgráðu, cand. merc.
í alþjóðaviðskiptum, í Viðskiptaháskólanum
í Árósum. Eiginmaður hennar er Ómar
Svavarsson, forstjóri Vodafone. „Við eigum
samtals fjögur yndisleg börn – eða eiginlega
unglinga sem eru á aldrinum 11 til 16 ára.
Einnig eigum við einn hund, Nico, sem er
nýorðinn eins árs.“
Hlaup er áhugamál Sigfríðar og stefnir hún
á að hlaupa í London maraþoninu í lok apríl
2010. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir ári síðan og
setti mér áramótaheit að komast tíu kílómetra
fyrir sumarið. Það gekk eftir og hljóp ég hálft
maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst
síðastliðnum. Hlaup er stórsigur fyrir mig
því sem unglingur gat ég varla hlaupið út á
stoppistöð án þess að vera móð og másandi.
Krakkarnir eru allir í íþróttum, fótbolta,
handbolta og dóttirin í djassballett þannig að
heilsuræktin er í fyrirrúmi hjá fjölskyldunni.
Ég hef aðeins verið að fikta í golfinu en tel
mig nú ekki golfara, enn sem komið er.
Yngsti sonurinn hefur mikinn áhuga á golfi
og byrjaði í sumar og er nú þegar orðinn
mun betri en ég. Það getur verið að hann
taki mig í kennslu næsta sumar og sýni mér
réttu sveifluna. Einnig finnst mér yndislegt
að hlusta á góða tónlist og lesa góða bók.
Það hefur þó undanfarið verið lítill tími til
þess enda nóg að gera í vinnunni og á stóru
heimili.
Í vetur var ég búin að lofa sjálfri mér
og krökkunum að byrja að stunda skíði,
svo framarlega sem einhver snjór yrði í
kringum Reykjavík. Þau hafa öll ómældan
áhuga á snjóbrettum og þetta er kjörið
fjölskyldusport. Draumurinn er síðan að geta
farið með þeim út í skíðaferð þar sem allir
geta notið sín.
Við hjónin fórum til Ítalíu í vor og
dvöldum í Toscana á mögnuðu sveitasetri.
Fólkið þarna er yndislegt og ég tala nú ekki
um maturinn og vínið. Við keyrðum töluvert
um og eigum örugglega eftir að fara aftur til
Ítalíu í frí og það er aldrei að vita nema ég
leggi fyrir mig ítölskuna einhverntímann.“
Nafn: Sigfríð Eik Arnardóttir
Fæðingarstaður: Reykjavík,
18. desember 1968
Foreldrar: Örn Geirsson og Erla
Jónsdóttir
Maki: Ómar Svavarsson
Börn: Börkur Tryggvi, 16 ára,
Lísa Karen, 14 ára, Svavar
Tryggvi, 14 ára,
og Alex Daði, 11 ára
Menntun: BSc í alþjóða mark-
aðsfræði og master í alþjóðavið-
skiptum
Með aðgengi að breiðasta vöruúrvali í prentun og
umbúðaframleiðslu á Íslandi eru þér allir vegir færir.
Vertu velkominn í viðskipti við Prentsmiðjuna Odda.
Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Við óskum viðskiptavinum
okkar gleðilegs nýs árs um leið
og við þökkum fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Prentun frá A til Ö