Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 106

Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 106
Fólk 106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 Sigfríð Eik Arnardóttir: „Ég byrjaði að hlaupa fyrir ári síðan og setti mér áramótaheit að komast tíu kílómetra fyrir sumarið. Það gekk eftir og hljóp ég hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síðastliðnum.“ SIGFRÍÐ EIK ARNARDÓTTIR forstöðumaður þjónustu- og markaðssviðs hjá Kreditkorti Kreditkort hf. var stofnað árið 1980 og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bauð upp á kreditkort. Fyrirtækið er markaðsleiðandi þegar kemur að nýjungum og gefur út eigin kort beint til viðskiptavina. Sigfríð Eik Arnardóttir er forstöðumaður þjónustu- og markaðssviðs og er þar af leiðandi með ábyrgð á þjónustu fyrirtækisins sem og markaðs- og sölumálum. „Starf mitt kemur einnig inn á vöruþróun og kynningarmál fyrirtækisins og ég ber ábyrgð á heimsíðunni. Það er því óhætt að segja að það sé mjög viðamikið en engu að síður fjölbreytt og kemur inn á flesta þætti í fyrirtækinu. Engir tveir dagar eru eins sem gerir starfið mun skemmtilegra fyrir vikið. Frá 2008 höfum við lagt áherslu á sölu og markaðssetningu á American Express. Kortin náðu strax góðri fótfestu og American Express kort má nú finna í veskjum tuga þúsunda Íslendinga. Nýlega fengum við verðlaun frá höfuðstöðvum American Express fyrir góðan árangur í markaðs- og sölumálum og stutt er síðan við Viktor Ólason framkvæmdastjóri fórum til New York af þessu tilefni og tókum við verðlaunagrip í höfuðstöðvum American Express International. Það er enginn bilbugur á okkur og við lítum björtum augum á framtíðina.“ Sigfríð lauk BSc námi frá Tækniháskól- anum (HR) í alþjóðamarkaðsfræði árið 1994 og eftir það lá leið hennar til Danmerkur þar sem hún tók mastersgráðu, cand. merc. í alþjóðaviðskiptum, í Viðskiptaháskólanum í Árósum. Eiginmaður hennar er Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. „Við eigum samtals fjögur yndisleg börn – eða eiginlega unglinga sem eru á aldrinum 11 til 16 ára. Einnig eigum við einn hund, Nico, sem er nýorðinn eins árs.“ Hlaup er áhugamál Sigfríðar og stefnir hún á að hlaupa í London maraþoninu í lok apríl 2010. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir ári síðan og setti mér áramótaheit að komast tíu kílómetra fyrir sumarið. Það gekk eftir og hljóp ég hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síðastliðnum. Hlaup er stórsigur fyrir mig því sem unglingur gat ég varla hlaupið út á stoppistöð án þess að vera móð og másandi. Krakkarnir eru allir í íþróttum, fótbolta, handbolta og dóttirin í djassballett þannig að heilsuræktin er í fyrirrúmi hjá fjölskyldunni. Ég hef aðeins verið að fikta í golfinu en tel mig nú ekki golfara, enn sem komið er. Yngsti sonurinn hefur mikinn áhuga á golfi og byrjaði í sumar og er nú þegar orðinn mun betri en ég. Það getur verið að hann taki mig í kennslu næsta sumar og sýni mér réttu sveifluna. Einnig finnst mér yndislegt að hlusta á góða tónlist og lesa góða bók. Það hefur þó undanfarið verið lítill tími til þess enda nóg að gera í vinnunni og á stóru heimili. Í vetur var ég búin að lofa sjálfri mér og krökkunum að byrja að stunda skíði, svo framarlega sem einhver snjór yrði í kringum Reykjavík. Þau hafa öll ómældan áhuga á snjóbrettum og þetta er kjörið fjölskyldusport. Draumurinn er síðan að geta farið með þeim út í skíðaferð þar sem allir geta notið sín. Við hjónin fórum til Ítalíu í vor og dvöldum í Toscana á mögnuðu sveitasetri. Fólkið þarna er yndislegt og ég tala nú ekki um maturinn og vínið. Við keyrðum töluvert um og eigum örugglega eftir að fara aftur til Ítalíu í frí og það er aldrei að vita nema ég leggi fyrir mig ítölskuna einhverntímann.“ Nafn: Sigfríð Eik Arnardóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 18. desember 1968 Foreldrar: Örn Geirsson og Erla Jónsdóttir Maki: Ómar Svavarsson Börn: Börkur Tryggvi, 16 ára, Lísa Karen, 14 ára, Svavar Tryggvi, 14 ára, og Alex Daði, 11 ára Menntun: BSc í alþjóða mark- aðsfræði og master í alþjóðavið- skiptum Með aðgengi að breiðasta vöruúrvali í prentun og umbúðaframleiðslu á Íslandi eru þér allir vegir færir. Vertu velkominn í viðskipti við Prentsmiðjuna Odda. Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs um leið og við þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Prentun frá A til Ö
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.