Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 95
um áramót
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 95
Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels
Mikilvægt að nálgast viðfangsefnin á
næsta ári með jákvæðu hugarfari
Hvað stóð upp úr hjá þínu
fyrirtæki á árinu þrátt fyrir
kreppuna?
Snörp og vel heppnuð við-
brögð stjórnenda og starfsfólks
Marels við breyttum aðstæðum
standa upp úr. Hagræðing í
rekstri og endurskipulagning
fjármála félagsins var krefjandi
verkefni. Síðustu árin var ráðist
í vel heppnaðar yfirtökur, í ár
var áhersla lögð á hagræði og
treysta samkeppnisstöðu kjarna-
rekstrar. Erlendir og innlendir
hluthafar deila með stjórnendum
félagsins að framundan séu
áhugaverð ár í rekstri Marels.
Í hvaða úrbótum er fyrirtæki
þitt nú að vinna?
Í dag er megináhersla á að
hagnýta þá sterku stöðu sem
Marel er í á mörkuðum sínum.
Þrátt fyrir bakslag í efnahagslífi
hefur félagið ekki dregið úr rann-
sóknum eða þróun og mun því
kynna mikið af nýjum vörum á
næstunni. Áfram verður unnið
að hagræðingu og samþætt-
ingu. Við sjáum mikil tækifæri
til þess að vaxa frekar með
arðbærum innri vexti.
Hvernig metur þú stöðuna á
næsta ári?
Árið 2010 verður að mörgu leyti
erfitt ár fyrir okkur Íslendinga.
Árið mun að öllum líkindum
marka botninn í kreppunni, en
á sama tíma er það sá tíma-
punktur þegar ástandið fer að
batna að nýju. Það er mikilvægt
að við nálgumst viðfangsefnin á
næsta ári með jákvæðu
hugarfari. Hvað Marel varðar
met ég það svo að árið 2009
hafi verið ár endurskipulagningar
og framundan munum við sjá
arðbæran vöxt.
Hvaða lærdóm getum við
dregið af núverandi krísu?
Ísland er hluti af stærri
heild. Mikilvægasti lærdómurinn
er að við verðum að stunda hér
atvinnustarfsemi sem byggir á
raunverulegri samkeppnisstöðu
á heimsvísu. Við þurfum að
gefa okkur góðan tíma til að
leggja traustar undirstöður. Horft
fram á veginn þýðir það að við
verðum að leggja enn ríkari
áherslu á menntun, nýsköpun,
rannsóknir og þróun. Það verða
undirstöður farsæls atvinnulífs.
Er krónan búin að vera sem
gjaldmiðill? Ef svo er; hve
langt er í evruna?
Kostnaður við að halda úti
örmyntinni er einfaldlega of hár.
Að sjálfsögðu kemur það útflutn-
ingsfyrirtækjum til góða nú að
krónan sé lágt skráð á sama
tíma og þau geta fjármagnað sig
á lágum alþjóðlegum vöxtum á
móti tekjumyntum sínum. Það
réttir þá af allan þann kostnað
sem slík félög báru fyrri hluta
þessa áratugar af of háu
gengi. Félög með innlendar
tekjur munu aldrei bera vexti þá
sem nú er miðað við hér á landi,
sem eru hærri en ávöxtunar-
krafa sem gerð er til hlutabréfa
á heimsvísu. Hinn augljósi val-
kostur við krónuna er að taka
upp evru. Ég tel ekki farsælt að
gera það nema með inngöngu í
Evrópusambandið.
Ef þú ættir að gefa for-sæt-
isráðherra gott ráð, hvert
yrði það?
Það hefur margt áunnist í vinnu
stjórnvalda við að endurreisa
íslenskt efnahagslíf að und-
anförnu. Það er mikilvægt að
halda áfram þeirri vinnu í sam-
starfi við vinaþjóðir okkar sem
vilja leggja okkur lið. Ég verð að
viðurkenna að ég hef ákveðnar
áhyggjur af þeim skattkerfis-
breytingum sem nú standa fyrir
dyrum, það er fullur skilningur á
því að skattar þurfa að hækka
en það er miður ef einfaldleika
kerfisins er fórnað. Að sama
skapi hefði ég viljað leggja meiri
áherslu á að draga úr ríkis-
útgjöldum.