Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 73
um áramótHvað segja þau ? F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 73 Hvað stóð upp úr hjá þínu fyrirtæki á árinu þrátt fyrir kreppuna? Hversu fljótt við brugðumst við og hversu fljótt var hægt að breyta fyrirtækjum sem hafa ekki þekkt neitt annað en vöxt síð- ustu árin. Það sýnir gæði fyrirtækja Primera hversu fljót þau voru að ná árangri í nýjum aðstæðum. Í hvaða úrbótum er fyrirtæki þitt nú að vinna? Það eru stöðugar breytingar og endurmat á stöðunni í hverju landi. Við byggjum á því að hafa mikinn sveigjanleika í rekstri og það er lykill að árangri nú og til framtíðar. Í Skandinavíu erum við byrjuð að byggja upp aftur og auka, annars staðar þarf að byrja nánast frá byrjun aftur. Hvernig metur þú stöðuna á næsta ári? Næsta ár verður mjög krefjandi. Ég held að margir haldi að stormurinn sé búinn en ég tel að það séu sviptingar fram undan. Nú erum við hins vegar með réttan grunn til að takast á við það og því fylgja tækifæri. Hvaða lærdóm getum við dregið af núverandi krísu? Græðgi er ekki góð. Það skiptast á skin og skúrir í lífinu og það er skortur á raunsæi að ætla eitthvað annað. Er krónan búin að vera sem gjald- miðill? Ef svo er; hve langt er í evruna? Já, ég sé enga ástæðu til að halda í krón- una, hún gerir okkur meira slæmt en gott. Það átti að vera búið að skipta henni út fyrir ári síðan og taka einhliða upp annan gjaldmiðil. Ísland á við leiðtogavandamál að stríða. Ef þú ættir að gefa forsætisráðherra gott ráð, hvert yrði það? Ekki láta annað ár fara til spillis án aðgerða. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Að hafa siglt í gegnum storminn; þetta hefur verið krefjandi nám- skeið. Nú er gott að vera byrjaður að byggja upp að nýju sem er auð- vitað miklu áhugaverðara en að skera niður þótt það hafi verið nauð- synlegt. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Group Siglt í gegnum storminn Andri Már Ingólfsson. „Nú er gott að vera byrj- aður að byggja upp að nýju sem er auðvitað miklu áhugaverðara en að skera niður þótt það hafi verið nauðsynlegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.