Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 43 n ý j a í s l a n d nýrra eigenda Landsbankans, Björgólfs- feðga. Þrjár blokkir urðu fyrirferðarmestar; Björgólfsfeðgar, Bónusfeðgar og bræðurnir í Bakkavör. framtíðin: Eflaust spretta upp viðskiptablokkir aftur á næstu árum, þ.e. samstarf fyrirtækja í atvinnulífinu við að fjárfesta og kaupa fyr- irtæki, þegar bankarnir byrja að selja þau fyrirtæki sem þeir hafa eignast. Krónan Krónan féll um 100% í banka- hruninu. staða hennar speglar stöðu atvinnulífsins. Hún skapar ný störf í útflutningi. Nýr gjald- miðill er ekki í augsýn. staðan núna: Krónan á erfitt, hún féll um 100% í bankahruninu og virðist eiga mjög erfitt með að styrkjast þrátt fyrir hörð gjaldeyris- höft. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það geti tekið áratugi fyrir krón- una að ná aftur því meðalgengi sem hefur verið undanfarin tuttugu ár. Krónan speglar stöðu atvinnulífsins. Hún er á fullu við að skapa ný störf í útflutningi og fækka störfum í innflutningi. Nýr gjald- miðill er ekki í augsýn. Mikill meirihluti er á móti aðild að Evrópusambandinu og skilyrði myntbandalagsins eru svo ströng að Íslendingar eiga langt í land með að uppfylla þau. Allt tal um að taka þurfi upp evru er gott og gilt – en það leysir ekki vandann núna. Við verðum að gera það besta úr krónunni. Ýmsir sjá það fyrir sér að lausnin sé að binda krónuna við evru en erfitt er að átta sig á hvaða skiptigengi það ætti að vera. Evran er á yfir 180 krónur og dollarinn á yfir 127 krónur. Er eitthvert vit í að festa krónuna við evru nema hún styrkist fyrst verulega? Ef hún styrktist um 30% þá yrði evran á 125 krónur og dollarinn á 90 krónur. Er það kjörverð krónunnar? Þá þyrfti atvinnulífið fyrst að styrkjast mjög mikið. Ennþá er mikill þrýstingur frá krónunni yfir í alvöru gjald- miðla og flestir reikna með því að krónan falli verulega með afnámi gjaldeyrishafta. Þegar Íslendingar ákváðu að verða hluti af Evrópska efnahagssvæðinu haustið 1991 og taka upp fjórfrelsið á sameiginlegum markaði, þ.e. frjálst flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns á milli landa innan svæðisins gleymdist eitt; frjálst flæði fjár- magns er mjög erfitt með krónunni svo mikill þrýstingur er á að skipta krónu fyrir alvöru gjaldmiðla. Sennilega þurfti að skipta um gjaldmiðil um leið og ákveðið var að skrifa undir EES. framtíðin: Krónan er ekki á leiðinni í burtu og nýr gjaldmiðill er ekki í augsýn. Hún styrkir núna útflutningsgrein- arnar en leysir ekki hina stóru glímu atvinnulífsins við skuldavandann. Sumir vilja binda krónuna við evru en þá þyrfti hún fyrst að styrkjast um a.m.k. 30%. Hvenær verður það? verðtryggingin Verðtryggingin reynist afleit fyrir atvinnulífið og heimilin. Ofan á hana bætast einhverjir hæstu útlánsvextir í heimi. Ekkert er hins vegar eins brýnt til að koma atvinnulífinu í gang og að lækka fjármagnskostnað. staðan núna: Verðtryggingin er afleit fyrir atvinnulífið og heimilin þegar ekkert er eins brýnt og að lækka fjármagnskostnað til að koma 4 5 NýJA ÍsLANd Er Í rAuN GAmLA ÍsLANd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.