Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 79
um áramótHvað segja þau ? F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 79 Svafa Grönfeldt. „Aldrei að vanmeta mannlega hegðun. Hún getur rifið niður en hún er líka lykillinn að því að rísa sterkari upp.“ Er krónan búin að vera sem gjaldmiðill? Ef svo er; hve langt er í evruna? Til skemmri tíma getur krónan reynst okkur vel þar sem við stýrum henni sjálf og getum stýrt vaxtastiginu sjálf en til lengri tíma er best fyrir Ísland að skipta um gjaldmiðil. Við erum einfaldlega of fá til að halda úti sjálfsæðum gjaldmiðli. Ef þú ættir að gefa for- sætisráðherra gott ráð, hvert yrði það? Við sem þjóð þurfum að halda áfram og til þess þurfum við að koma hjólum atvinnulífsins í gang og byggja upp trú og traust erlendis gagnvart Íslandi. Síðast en ekki síst að halda áfram upp- byggingu á menntun þjóðarinnar. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfri þér á árinu? Að fá að afhenda Ara Kristni Jónssyni keflið sem næsta rektor HR eftir að stórum áföngum var náð í lok árs. Markmiðum um aukinn akedemískan styrk, rekstrarafkomu og uppbyggingu í Nauthólsvík var náð. Steinþór Skúlason, forstjóri SS Hvað stóð upp úr hjá þínu fyrirtæki á árinu þrátt fyrir kreppuna? Sterk staða SS á markaði og vaxandi hlutdeild í flestum vöruflokkum. Við njótum mikils trausts og metnaður okkar er að standa undir því trausti. Ég sé ekki betur en SS sé eitt elsta ef ekki elsta stórfyrirtæki lands- ins sem enn starfar undir sömu kennitölu. Í hvaða úrbótum er fyrirtæki þitt nú að vinna? Við einbeitum okkur að því að auka innri og ytri skilvirkni til að lækka heildarkostnað ásamt því að innleiða markaðshugsun í allt sem við erum að gera og styrkja stjórnunarþáttinn hjá okkur. Mörg skemmtileg verkefni eru í gangi. Hvernig metur þú stöðuna á næsta ári? Vegna skerðingar á kaupmætti sjáum við því miður ekki annað en það verði 5-10% samdráttur í neyslu á þeim markaði sem við störfum á og lengri tíma taki fyrir einkaneyslu að vaxa á ný. Við ætlum okkur auðvitað að gera betur en markaðurinn. Hvaða lærdóm getum við dregið af núverandi krísu? Það þarf styrk stjórnvöld með hæft fólk sem tekur fram fyrir hendurnar á þeim sem leika sér með fjöregg þjóðarinnar og beinir þeim rétta leið. Hvernig mál atvik- uðust á Íslandi verður dæmisaga um mátt græðgi og múgsefjunar til langs tíma. Er krónan búin að vera sem gjaldmiðill? Ef svo er; hve langt er í evruna? Ef efnahagsmálum þjóðarinnar er stjórnað af viti tel ég að Mörg skemmtileg verkefni í gangi krónan sé nothæf þótt henni fylgi ókostir. Ef við hefðum ekki krónuna núna væri staðan á Íslandi miklu verri en raunin er. Atvinnuleysi miklu meira og verðfall eigna meira. Veiking krónunnar hefur á stuttum tíma minnkað kaupmátt og styrkt samkeppnisstöðu allra útflutningsgreina mikið sem hvorttveggja kemur á jákvæðum viðskiptajöfnuði og færir efna- hagslífið hratt í jafnvægisátt. Þetta hefði ekki gerst með evru. Menn gera krónuna að blóraböggli en mín skoðun er sú að það hafi verið léleg for- ysta og lítið aðhald ríkisvalds- ins (tel Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann með í því) og glæfralegur rekstur allra stóru bankanna og fjármálastofn- ana sem setti okkur á hliðina. Bankarnir hefðu allir fallið jafnvel þó að engin alþjóðleg kreppa hefði komið til. ótrúlegar upphæðir í útlánum voru illa tryggðar og í mikilli tapsáhættu. Ef þú ættir að gefa forsæt- isráðherra gott ráð, hvert yrði það? Taka af skarið er á þarf að halda. Til þess eru stjórnendur. Og fá fleiri fagmenn í ráðherra- liðið. Gylfi stendur sig vel. Spurning hvort tími þingmanna í ráðherrastólum er ekki liðinn. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Skemmtilegar og krefjandi stundir með fullt af æðislegum minningum. Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.