Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 67 l a x v e i ð i Lax-á ehf. hefur um árabil verið umfangsmesti söluaðili veiðileyfa á Íslandi og á síðari árum hefur sömuleiðis starfsemi félagsins vaxið hröðum skrefum. Lax-á hefur með höndum sölu veiðileyfa í Argentínu, Noregi, Skotlandi, Rússlandi, Írlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Suður-Afríku og á Grænlandi, Kúbu, Belize, Bahamaeyjum og Spáni. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, sölustjóra Lax-ár, hefur velta félagsins vaxið að sama skapi og verður trúlega á milli 800 og 1000 milljónir króna á þessu ári. Að sögn Stefáns hefur veiðileyfasalan gengið mjög vel að undanförnu. „Við höfum verið heppnir með árnar okkar sem allflestar skiluðu toppveiði 2009. Fyrir vikið hefur salan gengið vel og við erum bjartsýn um gott gengi á næsta ári,“ segir Stefán. Að hans sögn tókst að lækka veiðileyfaverðið í velflestum ánum fyrir sumarið 2009. „Við munum ekki hækka veiðileyfaverð fyrir 2010 og einhverjar ár munu lækka áfram í verði. Okkar hlutdeild hefur alltaf verið mjög stór á útlendingamarkaðnum en árlega koma 1200 til 1500 erlendir veiðimenn á okkar vegum til landsins. Við pössuðum okkur á því að halda þessum erlendu viðskiptavinum okkar inni á góðæristímanum og vegna veikingar krónunnar eru mikil sóknarfæri erlendis hvað varðar sölu á veiðileyfum á Íslandi og ég býst fastlega við því að erlendum veiðimönnum á okkar vegum eigi enn eftir að fjölga verulega.“ Samkvæmt upplýsingum Stefáns verðleggur Lax-á veiðileyfi á erlendum markaði í evrum en á innanlandsmarkaði er stuðst við verðskrá í krónum. Stefán leynir því ekki að mikil samkeppni sé um veiðimenn þegar laxveiði er annars vegar og hann segir að samkeppnin komi einna helst frá veiðileyfasölum í Rússlandi, Kanada og Skotlandi. Þá megi ekki gleyma að sjóbirtingsveiði eigi vaxandi vinsældum að fagna og þar séu það helst veiðisvæði í Argentínu sem keppi við íslensku sjóbirtingsveiðisvæðin. Lax ehf. hefur starfað um nokkurra ára skeið og félagið hefur unnið sér sess sem þriðji stærsti einstaki söluaðili veiðileyfa á landinu. Meðal veiðisvæða sem Lax ehf. leigir og selur veiðileyfi á má nefna Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Grímsá og Hafralónsá, Hölkná og Svalbarðsá í Þistilfirði en að auki er félagið með ár eins og Úlfarsá (Korpu), Gljúfurá í Húnavatnssýslu og Litlá í Kelduhverfi á leigu en veiðileyfi í þær eru seld á vegum SVFR sem einnig selur veiðileyfi að hluta í Laxá í Kjós og Langá í samvinnu við Lax ehf. Að sögn Jóns Þórs Júlíussonar, annars framkvæmdastjóra Lax ehf., hafa miklar breytingar orðið á íslenskum veiðileyfamarkaði á skömmum tíma. „Skellurinn í ár birtist í því að innanlandsmarkaður hrundi og við fundum einnig fyrir því að útlendingar voru tregari til en venjulega að festa sér veiðidaga í lok síðasta árs. Salan fór hins vegar af stað af fullum krafti í lok janúar og eftir á að hyggja varð niðurstaðan betri en maður hefði þorað að vona í ljósi þeirrar miklu kreppu sem riðið hefur yfir,“ segir Jón Þór. Líkt og allir aðrir veiðileyfasalar settust stjórnendur Lax ehf. niður með sínum viðsemjendum til að leita leiða til að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum á veiðileyfamarkaðnum. Jón Þór segir að þeir samningar hafi gengið vel og átakalaust fyrir sig. „Ég tel að verðlækkanir verði um 6-10% á næsta ári. Verð veiðileyfa kemur til með að lækka í jaðri besta veiðitímans en að öðru leyti reikna ég með því að verðið verði óbreytt á milli ára,“ segir Jón Þór. Hann segir engan vafa leika á því að á næsta ári muni erlendir kaupendur veiðileyfa bera uppi rekstur stærstu og dýrustu laxveiðiánna. Það sé út af fyrir sig góð þróun því ekki veiti af því að fá gjaldeyri inn í landið með öllum ráðum við þær erfiðu aðstæður sem nú ríki. Jón Þór segist telja að flestir veiðileyfasalar á Íslandi séu með verðskrá sína í erlendri mynt eða að þeir taki a.m.k. mið af gengi erlendra gjaldmiðla við ákvörðun á verði. Samkeppnin sé mikil erlendis frá og hún fari síst minnkandi. „Við erum m.a. að keppa við veiðileyfasala sem selja veiðileyfi á Írlandi, í Skotlandi, Rússlandi, Kanada, Argentínu og Chile. Það sem mér finnst ef til vill vera í mestum vexti um þessar mundir er veiðileyfasalan í Alaska,“ segir Jón Þór Júlíusson. Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á: engar verðhækkanir á næsta ári Við gættum þess að halda erlendum veiðimönnum inni á tímum góðærisins, segir Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á. Á milli 1200 og 1500 erlendir veiðimenn koma á vegum Lax-ár til landsins á hverju ári. Verðskráin er í evrum erlendis en krónum hér heima. Jón Þór Júlíusson hjá Laxi ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.