Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 99
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 99
Lífsstíll
Æskumyndin er af Oddnýju
Guðbjörgu Harðardóttur
alþingismanni.
„Ég var 16 ára þegar þessi
mynd var tekin á Héraðs-
skólanum að Núpi í Dýrafirði
en þar var ég í landsprófi vet-
urinn 1972-1973. Við Garð-
búar þurftum að fara annað-
hvort til Keflavíkur, höfuð
borgarsvæðisins eða á heima-
vistarskóla á þessum árum til
að fara í 10. bekk eins og
hann er kallaður núna en skipt-
ist þá í landspróf eða 3. bekk.
Ég valdi að fara á Núp vegna
þess að margir krakkar úr
Garðinum höfðu farið í þann
skóla, þar á meðal frændi
minn sem er tveimur árum
eldri en ég. Ég leit upp til hans
og vildi fara sömu leið. Við
vorum 170 krakkar á Núpi
þennan vetur og veran var
heilmikil reynsla fyrir mig. Ég
var oft með heimþrá en lærði
líka að spjara mig. Þetta var
góður skóli og ég ylja mér á
stundum við góðar minningar
um dvölina. Ég spilaði á píanó
og fékk að spila við messu í
kirkjunni á Núpi og það er
eftirminnilegt. Annars spiluðum
við og tefldum, spjölluðum og
sungum, horfðum á bíó og
dönsuðum á skólaböllunum.
Flest urðum við ástfangin en
fæst létum við þá tilfinningu
endast veturinn. Mér leið mjög
vel á þessum árum og man
eins og það hafi gerst í gær
þegar ég sagði við vinkonu
mína af mikilli sannfæringu að
það að vera 16 ára væri besti
aldur sem mögulega væri
hægt að vera á. Þetta gat
ekkert toppað. Það reyndist
rangt hjá mér. Það fylgdu enn
betri ár í kjölfarið.“
Stóra eplið, New York, er
uppáhaldsborg Hrefnu Aspar
Sigfinnsdóttur, sjóðsstjóra hjá
Arev. „Borgin er svo fjölbreytileg.
Þar er mikil orka og maður
verður fyrir miklum áhrifum.
Segja má að það séu margar
borgir í borginni og margir
menningarheimar. New York
býður upp á nær allt, hvenær
sólarhringsins sem er.“
Soho er það hverfi í borginni
sem er í sérstöku uppáhaldi
og nefnir Hrefna Ösp að þar
sé mikið af listagalleríum,
fallegum byggingum og flottum
verslunum.
Hrefna Ösp var síðast í New
York í byrjun nóvember og þá
í fríi. Þar áður hafði hún farið í
vinnuferðir til borgarinnar og þá
til að sækja námskeið á Wall
Street. Í þetta skipti var hún
ekki ein en eiginmaðurinn var
með í för. „Við fórum í öll helstu
hverfin en vorum mest í Soho og
gengum mikið í Central Park.“
Hrefna Ösp ferðaðist
reglulega fyrir kreppu en nú
hefur það breyst. „Mér þætti
leiðinlegt ef gengisþróunin myndi
leiða til frekari einangrunar. Það
er fátt sem styrkir bæði persónu
og þjóð meira en sterk tengsl
við aðrar þjóðir og menningar-
heima.“
UMSJÓN: SVAVA JÓNSDÓTTIR (MYNDLIST o.fl.) • HILMAR KARLSSON (KVIKMYNDIR) • PÁLL STEFÁNSSON (BÍLAR)
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir. „Borgin er svo fjölbreytileg. Þar er mikil
orka og maður verður fyrir miklum áhrifum.“
Uppáhaldsborgin:
Stóra ePlið
Æskumyndin er af Oddnýju
Guðbjörgu Harðardóttur.
Æskumyndin
Oddný G. Harðardóttir.