Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 37 Kaupmannsstarfið mjög gefandi Sveinn Sigurbergsson kaupmaður í Fjarðarkaupum, hefur unnið þar í 32 ár eða allan sinn starfsaldur. Hann er áhugamaður um fjölmargt, s.s. golf, stangveiði og garðrækt. En fjölskyldan er ávallt í fyrsta sæti. Sveinn fæddist í Hafnarfirði 31. desember 1960. Eftir að hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum hóf hann fljót- lega störf hjá Fjarðarkaupum. Þá var Sveinn sautján ára gamall. „Ég hef því verið hér í fullu starfi í 32 ár og hefur í raun aldrei langað að gera neitt annað enda eru Fjarðarkaup mínar ær og kýr. Ég hef því fylgt fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt.“ Sveinn er giftur Björk Pétursdóttur, kenn- ara við Áslandsskóla, og búa þau í Hvömm- unum í Hafnarfirði. Þau eiga fjögur börn sem heita Ingibjörg, fædd 1980, Sigurbergur sem er fæddur 1987, Benedikt fæddur 1994 og Thelma sem er fædd 1998. Með golfbakteríu Sveinn lék körfuknattleik með Haukum þegar hann var yngri og vann nokkra titla með lið- inu. „Síðasti leikurinn minn með Haukum var úrslitaleikur í meistaraflokki gegn Njarðvík- ingum 1985 en þá meiddist ég í hné og varð að hætta í körfuboltanum. Við töpuðum að vísu leiknum en Haukar urðu Íslandsmeistarar tveimur árum seinna. Sem gutti var ég í sveit, meðal ann- ars austur í Langholtskoti og á Böð- móðsstöðum. Mér þótti mjög gaman í sveit- inni og sérstaklega átti vel við mig að vera á Böðmóðsstöðum. Þar var stunduð garðyrkja og ég þroskaði með mér græna fingur enda hef ég mjög gaman af garðrækt. nafn: sveinn sigurbergsson. fæddur: 31. desember 1960. maki: Björk Pétursdóttir kennari. Börn: ingibjörg fædd 1980, sigurbergur fæddur 1987, Benedikt 1994 og Thelma fædd 1998. starf: Verslunarmaður í Fjarðarkaupum. Sveinn Sigurbergsson: TExTi: VilMunDur hansen • myNdir: geir ólaFsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.