Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 3
Landspítalinn var tekinn í notkun 20. desember 1930 en þá voru þrír sjúklingar lagðir þar inn. Spítalinn var að sögn ráðherra, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, stærsta og dýr- asta hús á Íslandi og í blaði hans, Tímanum, sagði: „Með stofnun landspítala hefur íslenska þjóðin stigið langt spor fram á leið í heilbrigðis- og menningaráttina.“ Lengi höfðu verið uppi hugmyndir um að byggja landspítala en það var ekki fyrr en konur tóku sig til og hófu söfnun fjár, í tilefni af nýfengnum kosningarétti árið 1915, sem málið komst á rekspöl. Með elju og þrautseigju tókst þeim að safna töluverðu af peningum en ekki síður var barátta þeirra fyrir breyttum hugsunarhætti varðandi heilbrigðis- mál mikilvæg. Fé var fyrst veitt til byggingar landspítala árið 1925 og framkvæmdir hófust það ár og 15. júní 1926 lagði Alexandra Danadrottning hornstein að byggingunni. Um ári síðar var húsið orðið fokhelt og þá hófust fram- kvæmdir innanhúss. Konurnar létu ekki staðar numið þótt markmiði þeirra um landspítala væri náð og minningar- sjóður fékk fjárframlög til að styðja rekstur spítalans. Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði spítalann sem er í nýklassískum stíl, eins og margar aðrar opin- berar byggingar á þessum árum. Á spítalanum áttu að vera fimm deildir, það er handlæknis-, lyflæknis, röntgen- og fæðingardeild, en bað- og nudddeild var ekki tilbúin þegar spítalinn var tekinn í notkun. Eldhús og geymslur ásamt röntgendeild voru á jarðhæð, á fyrstu hæð var lyflækningadeildin ásamt skrifstofum og fleiru, handlækn- ingadeild var á annarri hæð, en þar voru meðal annars tvær skurðstofur, og fæðingardeild á þeirri þriðju. Hjúkr- unarfræðinemar bjuggu á heimavist sem var undir súð en fjölmargt starfsfólk bjó í spítalanum. Gert var ráð fyrir fleiri deildum síðar og betri aðstöðu til kennslu og rann- sókna en það biði þess tíma að byggt yrði sérstakt starfs- mannahús. Spítalinn gat tekið á móti 100 sjúklingum og á fyrsta starfsárinu komu þangað um 950 sjúklingar. Á myndinni á kápu þessa blaðs sem líklega er tekin um 1935 er Landspítalinn mest áberandi. Karl Chr. Niel- sen (1895-1951) tók myndina en hann var nokkurs konar Reykjavíkurljósmyndari alþýðunnar á árunum 1920-1950. Hann lærði ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafsson- ar á árunum 1914-1916 en vann lengstum verkamanna- störf og myndaði einkum mannlíf hversdagsleikans. Til vinstri á myndinni er Kennaraskólinn sem byggður var árið 1908 en arkitekt þess húss var Erlendur Einarsson sem um tíma gegndi starfi húsameistara og var lengi samstarfsmaður Guðjóns Samúelssonar. Til hægri við spítalann er verið að byggja húsið á horni Barónsstígs og Mímisvegar. Járnbrautarteinarnir á myndinni lágu eftir malarási sem var á milli Norðurmýrar og Vatnsmýrar og var gamla þjóðleiðin úr Reykjavíkurkaupstað til suðurs. Járnbrautin lá úr malarnámunni á Skólavörðuholti og tengdist járnbrautinni sem lá frá Öskuhlíðinni niður að Reykjavíkurhöfn. Myndin sýnir glöggt hvað Landspítalinn var stórt og reisulegt hús í samtíma sínum. Jón Ólafur Ísberg LÆKNAblaðið 2014/100 3 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 landspítali Læknablaðið - 100. árgangur Hér til vinstri gefur að líta fyrsta tölublað fyrsta árgangs Læknablaðsins með sinni frægu tóbaksauglýsingu á kápunni, Læknablaðið 1915; 1: 1. Þeirra tímamóta að blaðið á nú 100 ára óslitna útgáfusögu verður minnst með ýmsum hætti eins og Engilbert Sigurðsson ritstjóri og ábyrgðarmaður rekur í leiðara sínum. Á kápu 100. árgangs verða myndir úr Ljósmyndasafni Íslands og Reykjavíkur, og frá Minjasafni Akureyrar, sem eiga rætur í lífi og starfi lækna í gegnum tíðina. Jón Ólafur Ísberg mun setja á þær heilbrigðissögulegan vinkil og staðsetja í tíma og rúmi. Aftast í hverju tölublaði verður opnaður gluggi inn í gömul blöð og skyggnst inn í það margvíslega efni sem þar er að finna. Innan skamms verða allir árgangar blaðsins gerðir aðgengilegir á timarit.is og jafnast það í nútímanum á við það að eiga allt Læknablaðið innbundið í bókasafni sínu eins og margir læknar áttu í eina tíð og eiga sumir enn. Það er komið hálfgert óorð á menningu þessa dagana, en með sanni má þó segja að helsti gagnabanki fyrir læknamenningu síðustu 100 ára sé Læknablaðið. Til hamingju læknar að hafa tekist gefa blaðið út með sóma frá upphafi, til óyggjandi vísindalegs gagns fyrir land og þjóð, og til félagslegs ávinnings fyrir stéttina í heild. Védís Skarphéðinsdóttir Ný meðferð fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2 Ný leið til að lækka umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1 Eina meðferðin sem fjarlægir umframmagn af glúkósa um nýrun1 FJARLÆGIR um 70 g af glúkósa daglega. Getur leitt til þyngdartaps1 1 Heimild: Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), apríl 2013. LÆKKAR BLÓÐSYKUR HbA1C1 Nýtt! 1 2 -2 0 1 3 -0 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.