Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2014/100 27
Inngangur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint offitu
sem heimsfaraldur og einn mesta lýðheilsuvanda 21.
aldar, vegna algengis hennar, heilsufarsáhrifa og kostn-
aðar.1 Algengi offitu fullorðinna í heiminum hefur nær
tvöfaldast frá árinu 1980. Þá voru 4,8% karla og 7,9%
kvenna talin hafa líkamsþyngdarstuðul hærri en 30 kg/
m² en árið 2008 voru 9,8% karla og 13,8% kvenna yfir
þeim mörkum. Meðal hátekjuþjóða er líkamsþyngdar-
stuðull hæstur í Bandaríkjunum, á Nýja-Sjálandi og í
Ástralíu.2
Á Íslandi hefur svipuð þróun átt sér stað. Í könnun
Lýðheilsustöðvar árið 2007 á heilsu og líðan Íslendinga
á aldrinum 18-79 ára, reyndist hlutfall kvenna yfir kjör-
þyngd (>25 kg/m²) vera 53,5% en karla 66,6%. Niður-
stöður benda til að meira en helmingur íslensku þjóð-
arinnar sé yfir kjörþyngd og um 21% of feitir (>30 kg/
m²).3,4
Orsakir offitu eru margslungnar en oftast er um
samspil atferlis, umhverfis, félagslegra, efnahagslegra
og erfðaþátta að ræða.1,5 Daglegt líf hefur breyst mikið
síðustu áratugi og munar talsvert um tækniframfarir í
hvers kyns störfum, svo sem í heimilishaldi, ferðamáta
og athöfnum daglegs lífs sem krefjast minni orku en
áður.6 Umhverfisþættir hafa áhrif á matarvenjur og
hreyfingu fólks, svo sem aðgengi og framboð fæðu og
inngangur: offita er eitt stærsta lýðheilsuvandamál heimsins og tíðnin
hefur aukist síðustu 20-30 árin. offita hefur áhrif á líkamlega og andlega
heilsu og eykur dánartíðni. Fá gagnreynd meðferðarúrræði fyrir of feita
einstaklinga bjóðast hérlendis.
Efniviður og aðferðir: Rannsakendur skipulögðu 15 vikna hópmeðferð,
„Njóttu þess að borða“, og var tilgangur rannsóknarinnar að forprófa
það fyrir konur sem flokkast með offitu. Meðferðin byggir á hugrænni
atferlismeðferð og beinir sjónum sérstaklega að þjálfun svengdarvitundar.
Þægindaúrtaki 20 kvenna á aldrinum 19-44 ára með líkamsþyngdarstuðul
30-39,9 kg/m², var skipt af handahófi í hóp A og B. Hópur A hlaut með-
ferð meðan hópur B var til samanburðar. Víxlrannsóknarsniði var beitt og
hópur B varð íhlutunarhópur. Áhrif meðferðar á heilsu þátttakenda voru
metin fyrir, á meðan og eftir meðferð og í 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Mæld
var þyngd, líkamsþyngdarstuðull, fituhlutfall og fitumagn, blóðþrýstingur,
serum kólesteról, þríglýseríð, háþéttni fituprótein og serum 25-hydroxy
D-vítamín (25(oH)D). Einnig voru lagðir fyrir kvarðar sem meta lífsgæði
(SF-36 og oP), þunglyndi (BDI-II) og kvíða (BAI) auk spurningalista um
bakgrunn þátttakenda og mat á meðferðinni.
niðurstöður: Marktæk lækkun varð hjá hópunum á þyngd (p=0,001),
líkamsþyngdarstuðli (p=0,001), fituhlutfalli (p=0,010), fitumagni (p=0,002),
neðri mörkum blóðþrýstings (p=0,005) og hækkun á gildi 25-oHD-vítam-
íns í sermi (p=0,008) eftir meðferð. Einkenni þunglyndis og kvíða lækkuðu
(p<0,001 og p<0,004). Lífsgæði jukust samkvæmt oP-kvarða (p=0,006)
og andleg heilsa batnaði (MCS) (p=0,012) á SF-36. Meðalþyngdartap var
3,7 kg eftir meðferð og hélst árangur við eftirfylgd.
Ályktun: Meðferðin „Njóttu þess að borða“ lofar góðu sem valkostur
innan grunnheilbrigðisþjónustu, til að bæta andlega heilsu og lífsgæði
kvenna sem eru of feitar, auk þess að hjálpa þeim að grennast.
ÁGRIp
tækifæri til hreyfingar svo og félagslega þátttöku og
virkni.7
Streita og kvíði eru talin geta haft áhrif á matarvenj-
ur og holdafar. Þeir sem borða þegar þeim líður illa eru
oft yfir kjörþyngd.8
Offita hefur áhrif á flest líffærakerfi og lífsgæði. Hún
er talin einn aðaláhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma
og áunninnar sykursýki.1 Einnig er hún talin áhættu-
þáttur vissra krabbameina, slitgigtar, kæfisvefns, verkja
í stoðkerfi og margvíslegra andlegra, félagslegra og til-
finningalegra vandamála.1,9
Rannsóknir hafa leitt í ljós marktækt lægri styrk
25-hydroxy D-vítamíns 25(OH)D í sermi þeirra sem eru
yfir kjörþyngd.10
Á Íslandi hafa ekki verið gefnar út klínískar leiðbein-
ingar fyrir fullorðna með offitu en ýmis úrræði eru í
boði. Á Reykjalundi er boðið upp á meðferð fyrir fólk
með annars stigs offitu (>35 kg/m²) með eftirtektar-
verðum árangri.11 Heilsustofnun NLF í Hveragerði,
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og endurhæfingar-
deildin í Kristnesi bjóða einnig upp á meðferð við offitu.
Einnig má nefna ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og lækna
á heilsugæslustöðvum, Heilsuborg, sjálfstætt starfandi
sálfræðinga, íslensku vigtarráðgjafana, OA-samtökin og
margskonar átaksnámskeið líkamsræktarstöðva.
Greinin barst
22. júní 2013,
samþykkt til birtingar
28. nóvember 2013.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Áhrif meðferðarinnar
„Njóttu þess að borða“ á heilsu og líðan
kvenna sem flokkast með offitu
Helga Lárusdóttir3 hjúkrunarfræðingur, Helga Sævarsdóttir3 hjúkrunarfræðingur, Laufey Steingrímsdóttir1,2,4 næringarfræðingur,
Ludvig Á. Guðmundsson5 læknir, Eiríkur Örn Arnarson1,2 sálfræðingur
¹Háskóli Íslands, 2Land-
spítali, 3Heilsugæsla höfuð-
borgarsvæðisins,
4Rannsóknastofa í nær-
ingarfræði, 5Reykjalundur
endurhæfing,
Fyrirspurnir:
Eiríkur Örn Arnarson
eirikur@lsh.is
R a n n S Ó k n
13,5 MG LEVONORGESTREL
Ég hef ekki
verið á pillunni í
og samt verið yfir 99% örugg
um að verða ekki þunguð
2 ár, 3 mánuði
og 4 daga
1. Gemzell-Danielsson K, et al. Fertil steril 2012; (97): 616-622. e3.
Upplýsa ber notendur um hættu
á utanlegsfóstri og einkenni þess
Ný getnaðarvörn
Jaydess® er smálykkja sem veitir
örugga vörn gegn þungun í allt að 3 ár
Lítil og auðveld í uppsetningu1
Lítið magn hormóna og verkun að
mestu staðbundin
Rannsökuð hjá konum sem hafa fætt
barn sem og þeim sem ekki hafa fætt
barn
-Jaydess® er ekki fyrsta val fyrir
konur sem ekki hafa fætt barn,
vegna takmarkaðrar klínískrar
reynslu
L.
IS
.12
.2
0
13
.0
0
4
7