Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 21
R a n n S Ó k n
voru hvorki með andlega né líkamlega færniskerðingu fyrir komu,
fundu 44% fyrir andlegri og/eða líkamlegri færniskerðingu við
komu á bráðadeild, þar af 28% hvað varðar tvo eða fleiri færni-
þætti.
ADL-færnitap fyrir komu á bráðadeild var algengt í öllum
fjórum atriðum sem metin voru og voru erfiðleikar við böðun al-
gengastir. Erfiðleikar höfðu oft aukist mjög við komu á bráðadeild,
sérstaklega göngugeta, 18% áttu í gönguerfiðleikum fyrir bráða-
veikindi en 36% við komu á bráðadeild. Umsjá með lyfjainntöku
þurftu 30% einstaklinganna. Á undanförnum þremur mánuðum
höfðu 43% dottið og 46% fundu fyrir verkjum daglega síðustu þrjá
daga fyrir komu á bráðadeild. Þyngdartap sást hjá 35%, skilgreint
sem 5% þyngdartap á síðastliðnum 30 dögum eða 10% á undan-
förnum 180 dögum, sem er vísbending um aukna áhættu á van-
næringu.
Við komu á bráðadeild sýndu 15% merki um skerðingu á vit-
rænni getu við daglega ákvarðanatöku, en af þeim höfðu 7% vit-
ræna skerðingu að einhverju marki áður en bráðaveikindi gerðu
vart við sig. Skyndileg breyting á vitrænni getu, með ofskynj-
unum eða ranghugmyndum hafði orðið hjá 10% þeirra sem komu
á bráðadeild en það getur bent til óráðs.
Afdrif
Af íslenska heildarhópnum útskrifuðust 46% af bráðamóttöku
beint heim á ný en 46% lögðust á sjúkradeild (sjá töflu III). Af þeim
sem útskrifuðust heim voru 26% með tvo eða fleiri þætti andlegrar
og/eða líkamlegrar færniskerðingar við komu á bráðadeild. Til
samanburðar voru 63% þeirra sem lögðust inn á bráðadeild með
tvo eða fleiri þætti andlegrar og/eða líkamlegrar færniskerðingar.
Línuleg tengsl voru með fjölda andlegra- og líkamlegra færni-
skerðingaþátta og líkum á innlögn á bráðadeild, bæði þeirra sem
höfðu færniskerðingu fyrir komu á bráðadeild (p=0,001) og þeirra
sem fundu fyrir færniskerðingu við komu á bráðadeild (p=0,001).
Ekki var marktækur munur á innlögnum einstaklinga á sjúkra-
deild eftir því hvort þeir bjuggu einir eða fjölskylda þeirra upplifði
mikið álag.
Af þeim sem voru útskrifaðir heim af bráðadeild, komu 35%,
eða 33 einstaklingar, aftur á bráðadeild innan 28 daga, þar af komu
13 tvisvar sinnum eða oftar. Af þessum 33 einstaklingum lögðust
20 inn á sjúkradeild á eftirfylgdartímanum. Línuleg tengsl sáust
með hækkandi skori InterRAI-mælitækisins og líkum á endur-
komu á bráðmóttöku (p=0,040). Enginn kynjamunur sást á endur-
komum.
Þegar íslensku niðurstöðurnar eru skoðaðar í samanburði við
heildarhópinn sést að heldur fleiri af íslensku þátttakendunum
bjuggu einir (48% á móti 41%), álagseinkenni nánustu ættingja
voru heldur meiri (28% á móti 18%), þó svo að ADL og vitræn
Tafla II. Færni.
Fyrir veikindi Öll löndin,
N=2282 (%)
Ísland,
n=201 (%)
Böðun - Þarf aðstoð 909 (39,8) 48 (23,9)
Persónulegt hreinlæti - Þarf aðstoð 539 (23,7) 24 (11,9)
Neðri hluti líkamans klæddur - Þarf aðstoð 649 (28,5) 26 (12,9)
Hreyfifærni - Þarf aðstoð 586 (25,8) 37 (18,4)
Vitræn geta fyrir daglegar athafnir - Þarf aðstoð 454 (20,0) 14 (7,0)
Við veikindi
Böðun - Þarf aðstoð 1380 (60,9) 102 (50,7)
Persónulegt hreinlæti - Þarf aðstoð 960 (42,3) 69 (34,3)
Neðri hluti líkamans klæddur - Þarf aðstoð 1115 (49,1) 63 (31,3)
Hreyfifærni - Þarf aðstoð 1115 (49,1) 73 (36,3)
Vitræn geta fyrir daglegar athafnir - Þarf aðstoð 579 (25,5) 27 (13,4)
IADL-lyfjagjöf - Þarf aðstoð 889 (39,1) 60 (29,8)
*Almennar athafnir daglegs lífs (IADL).
Tafla III. Niðurstöður um afdrif þátttakenda eftir útskrift af bráðadeild.
Öll löndin,
N=2282 (%)
Ísland,
n=202 (%)
Útskrift af bráðadeild
Legudeild 1364 (60,2) 91 (45)
Aðrar sjúkrastofnanir (til dæmis
endurhæfing/ líknardeild)
72 (3,2) 3 (1,5)
Hjúkrunarheimili 46 (2) 0 (0)
Heim 685 (30,2) 93 (46)
Með heimaþjónustu 90 (4) 5 (2,5)
Látnir 8 (0,4) 2 (1)
Upplýsingar skortir 17 (0,7) 8 (4)
Fjöldi daga á legudeild
Miðgildi (spönn) 7 (0-336) 6 (0-49)
Útskrift af legudeild (n=1364) (n=91)
Aðrar sjúkrastofnanir (til dæmis
endurhæfing/ líknardeild)
78 (5,7) 19 (20,9)
Hjúkrunarheimili 154 (11,3) 1 (1,1)
Heim 815 (59,7) 64 (70,3)
Með heimaþjónustu 123 (9,0) 0 (0)
Látnir 121 (8,9) 1 (1,1)
Upplýsingar skortir 73 (5,3) 6 (6,6)
Mynd 1. Færni og heilsufar fyrir og við komu á bráðadeild.