Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 44
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 44 LÆKNAblaðið 2014/100 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Ragnar Freyr Ingvarsson hefur verið búsettur um þriggja ára skeið í Lundi í Svíþjóð og stundað sérnám í gigtarlækn- ingum. Hann var áður orðinn vel þekkt- ur meðal matgæðinga hér heima fyrir skemmtilegt blogg sitt um matargerð og sú ástríða hefur einungis magnast síðan og birtist nú fyrir jólin í bókinni Læknir- inn í eldhúsinu þar sem Ragnar Freyr eldar allar uppáhaldsuppskriftir sínar, bæði þær sem þegar hafa birst á blogginu og fjölmargar nýjar og áður óséðar. Hann liggur heldur ekki á skoðunum sínum á kjörum íslenskra lækna og kostum þess að búa og starfa í Svíþjóð. Læknablaðið sló á þráðinn til Ragnars Freys þar sem hann hefur undanfarið ár staðið í ströngu í doktorsnámi í gigtar- lækningum og eldað veislurétti á hverju kvöldi fyrir fjölskyldu og vini. Við hefjum samtalið með því að spyrja hvernig það hafi komið til að hann ákvað að gefa út matreiðslubók samhliða námi og starfi í læknisfræðinni. „Ég byrjaði að vinna að bókinni fyrir rúmu ári síðan, í byrjun nóvember 2012. Þá hafði Tómas Hermannsson útgefandi Sagna samband við mig í gegnum Facebook og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á því að gefa út bók. Og það hélt ég nú. Þannig að þá var bara hafist handa. Ég safnaði saman uppáhaldsuppskriftunum af blogginu mínu – rúmlega 130 – og svo bætti ég um 80-90 uppskriftum við af því sem mér datt í hug. Svo var bara að bretta upp ermarnar og byrja að elda – ég hafði bara úr kvöldum og helgum að spila þar sem ég er í fullu starfi á gigtardeildinni á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi.“ Enginn á einkaleyfi á uppskriftum Verkefnið var þó ekki alveg svona einfalt því Ragnar Freyr eldaði aftur allar upp- skriftirnar sem birst höfðu á blogginu til að hægt væri að taka góðar myndir af tilbúnum réttunum og skrá hráefnalistann nákvæmlega. Hann segir uppskriftirnar allar sínar eigin enda sé það eðli upp- skriftar að þegar kokkurinn hefur farið um hana höndum þá er hún hans. „Margar uppskriftanna eru sígildar eins og til dæmis spaghetti bolognese. Ég á erfitt með að segja að sú uppskrift sé frá mér komin en engu að síður þá er þetta mín túlkun á sígildri uppskrift – ég hef lesið hundruðir uppskrifta sem margar eru ólíkar og hver með sínu lagi og svo hef ég líka erft uppskrift frá móður minni. Við þetta hef ég svo bætt beikoni sem ég geri sjálfur þannig að útkoman er eitthvað sem ég get kallað mína eigin uppskrift, en hug- myndin er það auðvitað ekki. Margar uppskriftir í bókinni eru algjör- lega mínar eigin, en svo eru líka margar uppskriftir innblásnar frá öðrum og svo breytir maður einhverju lítillega. Þar með er uppskriftin orðin mín. Það verður eins með mínar uppskriftir – eldi einhver eftir mér þá er í raun uppskriftin orðin hans – það á engin einkaleyfi á uppskriftum.“ Þeir sem hafa fylgst grannt með bloggi Ragnars munu eflaust kannast við hluta uppskriftanna, segir hann og alveg ljóst að oftar en ekki hefur verið fjör í eldhúsinu. „Þarna kennir margra nýrra grasa, eitt- hvað sem ég hef verið að viða að mér síð- ustu misseri og svo bara eitthvað sem mér datt í hug á meðan ég var að vinna bókina. Þegar maður er á fullu í svona vinnu og hefur nóg að gera, þá einhvern veginn verður maður frjórri, hugmyndirnar bara streyma til manns.“ Þú hefur væntanlega eldað alla réttina sem eru í bókinni? „Svo sannarlega – hver einasti réttur í þessari bók var eldaður af mér í eldhúsinu mínu heima í Lundi. Og það sem meira er, þá var þessi bók elduð „before a live studio audience“, því alltaf beið fjölskyld- an mín, gestir og/eða ættingjar eftir því að fá að borða. Og ég fékk eiginlega bara eitt tækifæri til að elda hvern rétt, jólin eru jú bara einu sinni á ári! Þannig að ég fékk bara það tækifæri. Þannig að það var eins gott að vera í góðu formi.“ Frönsk matargerðarlist í uppáhaldi Er eitthvað þema í bókinni með sérstakri áherslu á tiltekin hráefni eða þjóðir eða landsvæði? „Þema bókarinnar er alvöru matur eldaður frá grunni fyrir fjölskyldu, vini og ættingja. Að varpa ljósi á hversu mikil- vægur matur er og hversu mikilvægt það er að borða saman! Þeir sem glugga í bókina munu taka eftir því að ég er undir miklum áhrifum frá franskri matargerð. Ég hóf vegferð mína í eldhúsinu heima í Læknirinn ánægður í sænsku eldhúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.