Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 16
R a n n S Ó k n 16 LÆKNAblaðið 2014/100 Í þessari rannsókn fengu sjúklingar eftir opna hjartaskurðað- gerð blóðflögur við hærri blóðflögufjölda en aðrir gjörgæslusjúk- lingar (125 þús./μL á móti 63 þús./μL, p=<0,001) (tafla III). Mögu- leg skýring á þessum mun er að margir þessara sjúklinga eru á blóðflöguhemjandi lyfjum en einnig gætu letjandi áhrif hjarta- og lungnavélar á blóðflöguvirkni haft áhrif.24 Klínískar leiðbeiningar eru mikilvægar til að minnka blóð- hlutanotkun.25,26 Þær virðast þó ekki vera nægur hvati til að við- halda gagnreyndri blóðhlutagjöf.27 Mikilvægt er að stunduð sé markviss eftirfylgni við notkun blóðhluta.14 Nýskipuð nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítala mun gegna lykilhlutverki í þeim efnum og skoða kosti þess að skrá með framskyggnum hætti hver raunveruleg ábending blóðhlutagjafar er. Það er umhugsunarvert að á Íslandi er ekki með formlegum hætti skráð ábending eða ástæða blóðhlutagjafar, líkt og gert er víða erlendis. Slíkt eykur aga og rekjanleika í klínískum ákvörðunum sem tengjast blóð- hlutanotkun.25 Sýnt hefur verið fram á að samanburður klínískra leiðbeininga við ástæðu blóðhlutagjafar og blóðgildis fyrir blóð- hlutapöntun minnkar blóðhlutanotkun hjá gjörgæslusjúklingum án þess að auka dánartíðni eða legulengd.26,28 Ennfremur hafa nýlegar rannsóknir sýnt að blóðhlutagjöfum sem ekki samrým- ast leiðbeiningum fækkaði um helming þegar framvirk skráning var tekin upp.27,29 Blóðhlutanotkun er því víða orðin gæðavísir á sjúkrahúsum erlendis (patient blood management) og væri æskilegt taka upp slíka skráningu hér á landi.14 Rétt er að benda á að klínískar leiðbeiningar um blóðhlutagjafir eru einungis að hluta gagnreyndar og byggja að miklu leyti á áliti sérfræðinga, sérstaklega hvað varðar blóðvökva- og blóðflögu- gjafir.1,4,5 Ennfremur eru alvarlega veikir sjúklingar á gjörgæslu- deildum sjaldnast aðgreindir frá minna veikum.14 Leiðbeiningar geta því verið í ósamræmi við viðeigandi meðferð alvarlega veikra sjúklinga.12,16 Þetta gæti að hluta skýrt blóðhlutagjafir utan viðmiða klínískra leiðbeininga á gjörgæsludeildum þótt aðrir þættir skipti vafalítið einnig máli, svo sem vandkvæði við að breyta klínískri hegðun heilbrigðisstarfsfólks þrátt fyrir nýjar gagnreyndar upp- lýsingar (clinicians resistance to change).14 Notkun blóðhluta ræðst samt endanlega af mati læknis þar sem klínískar leiðbeiningar eru hafðar til hliðsjónar. Flestar erlendar rannsóknir sem fjalla um blóðhlutagjafir á gjörgæsludeildum hafa aðeins rannsakað eina eða tvær teg- undir blóðhluta. Styrkur þessarar rannsóknar er að lagt var mat á notkun allra tegunda blóðhluta hjá fullorðnum gjörgæslu- sjúklingum á Landspítala. Rannsóknin gefur því góða mynd af blóðhlutanotkun á gjörgæsludeildum hér á landi. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er hins vegar sá að hún er afturskyggn og því erfitt að kanna ástæður blóðhlutagjafa þar sem þær eru sjaldnast skráðar í sjúkraskrár. Þetta gerir erfiðara um vik að leggja ná- kvæmt mat á hversu vel klínískum leiðbeiningum var fylgt, ekki síst hvað varðar blóðvökvagjafir. Lokaorð Gjörgæsludeildir eru hlutfallslega stórir notendur blóðhluta bæði hér á landi og erlendis. Þessi rannsókn sýnir að miðað við er- lendar rannsóknir fékk svipað hlutfall gjörgæslusjúklinga hér á landi rauðkornaþykkni, eða um þriðjungur, en færri blóðvökva- og blóðflöguhluta. Um 6% rauðkorna og að minnsta kosti 14% blóðvökva og 33% blóðflagna voru gefnar utan viðmiða klínískra leiðbeininga. Niðurstöðurnar benda til þess að óþarfa blóðhluta- gjöfum á gjörgæsludeildum Landspítala megi fækka líkt og á gjörgæsludeildum erlendis. Áhugavert væri að gera framskyggna rannsókn á blóðhlutagjöfum gjörgæsludeilda. Sú rannsókn yrði mikilvægt skref að framvirkri skráningu blóðhlutagjafa sem ætti að skila sér í auknu öryggi og betri horfum sjúklinga á Landspít- alanum. Um leið væri hægt að skoða áhrif klínískra leiðbeininga um blóðhlutagjafir fyrir og eftir útgáfu þeirra. Þakkir fá læknarnir Alma Möller, Kristinn Sigvaldason og Elín Maríus dóttir, Sigrún Helga Lund tölfræðingur ásamt starfs- fólki gjörgæsludeilda Landspítala. Rannsóknin var styrkt af Vís- indasjóði Landspítala Háskólasjúkrahúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.