Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2014/100 45 Lönguhlíð og þaðan lá leiðin til Ítalíu, fór þangað í brúðkaupsferð og svo nokkur ár í röð eftir það. Seinna meir fór ég að horfa til fleiri landa eins og Spánar, Norður-Afr- íku, fleiri Evrópuríkja eins og Þýskalands og Austurríkis og svo Frakklands, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, ég er geysi- hrifinn af öllu frönsku! Frönsk matargerð er hápunkturinn í evrópskri matargerð, þar sem bæði ást á góðum hráefnum og góð aðferðafræði fer saman til að fá það besta út úr hráefninu.“ Áttu þér uppáhaldsuppskrift? „Það eru margar dásamlegar upp- skriftir í bókinni, eiginlega er alla mína uppáhaldsrétti að finna á þessum síðum en þó eru nokkrir sem ég hef valið að geyma til framtíðarinnar. En ætli uppáhaldsrétturinn minn úr þessari bók sé ekki porchetta italiana, sem er eins og nafnið gefur til kynna frá Ítalíu. Ótrúlegt en satt þá er þetta ekki mjög þekkt uppskrift utan Ítalíu. Ég rakst á þessa uppskrift í kjötborðinu hjá upp- áhalds kjötkaupmanninum mínum hérna. Eftir að hafa séð þetta kjötstykki sem er í raun svínasíða rúlluð upp með ýmsum kryddjurtum fór ég á stúfana að leita mér að uppskriftum og fann ansi margar sem mér leist vel á. Úr varð mín eigin útgáfa. Þar set ég grísalund inn í miðjuna, nudda svínasíðuna með Marsala víni, krydd- jurtum, fennel og sítrónuberki áður en þetta er svo bundið upp í stóra pylsu sem er langelduð inn í ofni. Kjötið verður svo meyrt að það algerlega bráðnar í munni.“ Er ekkert mál að hrista eina matreiðslu- bók framúr erminni samhliða sérnámi í læknisfræði? „Ég mun seint segja að þetta hafi ekki verið neitt mál því ég lauk sérnámi í gigtlækningum skömmu eftir að ég hóf vinnunni við bókina og svo stjórnunar- námi rétt eftir áramótin síðustu. Ég hef þó, eðli sérgreinarinnar minnar vegna, getað varið kvöldum og öllum helgum í þetta verkefni undanfarið ár.“ Ragnar Freyr lætur ekki þar við sitja því í byrjun þessa árs hóf hann doktors- nám í gigtlækningum en segir þó að því hafi miðað heldur hægt vegna bókarinnar. „Ég var þó að ljúka við fyrstu greinina sem ég vona að við getum sent frá okkur snemma á næsta ári í ritrýnt tímarit.“ Gullöld lyflækninganáms að baki Ekki verður hjá því komist að nota tæki- færið og spyrja Ragnar Frey um reynsluna af því að búa og starfa sem sérnámslæknir í Svíþjóð í kjölfar kreppu hér uppi á Ís- landi. „Ég naut þeirra forréttinda að stunda læknanám á Íslandi í faðmi góðra lækna og fagfólks á spítala sem þrátt fyrir smæð sína er afbragðs sjúkrahús. Ég var líka við framhaldsnám í lyflækningum á Landspítalanum í tæp þrjú ár, á tímabili sem ég myndi kalla gullöld lyflækn- ingaprógrammsins. Þar var góð mönnun og nægur tími gafst til að sinna bæði sjúk- lingum og námi sínu í góðu og hvetjandi umhverfi. Því miður hefur hallað verulega undan fæti og eftir því sem ég kemst næst „Ég var við framhaldsnám í lyf- lækningum á Landspítalanum í tæp þrjú ár 2005-2008, tímabil sem ég myndi kalla gullöld lyflækninga- prógrammsins,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðingur í gigtarlækningum sem starfar í Lundi í Svíþjóð. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.