Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 15
R a n n S Ó k n LÆKNAblaðið 2014/100 15 leika veikinda skortir þó í þessari rannsókn. Á hinn bóginn hafa nokkrar erlendar rannsóknir bent á það að gjöf blóðhluta er sjálf- stæður áhættuþáttur sýkinga og lengri legutíma, sem er rakið til ónæmisbælandi áhrifa blóðhluta.19 Samanburður á niðurstöðum þessarar rannsóknar og er- lendra rannsókna er ýmsum vandkvæðum bundinn þar sem sjúklingaþýði eru mismunandi.20 Þessi rannsókn er samantekt á blandaðri gjörgæslu (skurð- og lyflæknissjúklingar) með stóru tilvísunarþýði og tekur því til nánast allrar þjóðarinnar. Á Ís- landi er gjörgæsludeildin á Sjúkrahúsi Akureyrar sú eina utan Landspítala en alvarlega veikir sjúklingar eru stundum sendir þaðan á gjörgæsludeildir Landspítalans. Auk þess eru hágæslu- deildir ekki til staðar hér á landi og sjúklingar sem eru taldir of veikir fyrir almenna legudeild því vistaðir á gjörgæsludeildum. Niðurstöður okkar eru því bornar saman við fjölsetra rann- sóknir með stóru blönduðu þýði. Alls fengu 30% gjörgæslusjúklinga rauðkornaþykkni, sem er álíka hátt hlutfall og á svipuðum gjörgæsludeildum erlendis.1,2 Meðaltal blóðrauða fyrir gjöf rauðkornaþykknis á gjörgæslu- deildum Landspítala var 87 g/L sem verður að teljast hátt miðað við klínískar leiðbeiningar. Alls voru 33% rauðkornaþykkna gef- in við blóðrauða yfir 90 g/L borið saman við 10-30% í erlendum rannsóknum,1, 2 en í erlendum rannsóknum er meðaltal blóð- rauða við gjöf á bilinu 78 til 86 g/L.1, 3, 4, 6 Líkt og í leiðbeiningun- um á Landspítala mæla flestar erlendar klínískar leiðbeiningar með gjöf rauðkornaþykknis þegar mælt gildi blóðrauða er lægra en 70 g/L og aðeins í undantekningartilvikum yfir 90 g/L.5,13,14,17 Allar gjafir rauðkorna við blóðrauða yfir 110 g/L (2%) teljast því utan viðmiða leiðbeininga jafnvel þó um virka blæðingu sé að ræða. Við gjafir rauðkorna þegar blóðrauði var yfir 100 g/L (6%) voru aldrei fleiri en þrjár einingar gefnar á sama sólarhring/ lotu. Því er ólíklegt að um mikla virka blæðingu hafi verið að ræða og þessar gjafir því sennilega utan viðmiða leiðbeininga (mynd 2). Í stórri evrópskri rannsókn var í 11% tilvika ekki til- greind ástæða fyrir inngjöf rauðkornaþykknis og í tveimur ástr- ölskum rannsóknum var talið að 2-3% rauðkornagjafa væru utan viðmiða klínískra leiðbeininga.1,2,21 Í slembaðri rannsókn frá árinu 1999 var sýnt fram á að sjúklingum með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta farnaðist betur þegar reynt var að halda blóðrauða yfir 80 g/L, samanborið við 70 g/L.5 Í okkar rannsókn var ekki marktæk- ur munur á blóðrauða fyrir gjöf rauðkornaþykknis hjá sjúklingum sem ekki voru með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta og þeim sem voru með slíkan sjúkdóm (tafla III). Alls fengu 18% gjörgæslusjúklinga blóðvökva, sem er tiltölu- lega lágt hlutfall miðað við 26-29% á svipuðum gjörgæsludeildum erlendis.1,12 Þessi munur gæti stafað af annars konar sjúklingaþýði á gjörgæsludeildum á Íslandi miðað við þær erlendu stofnanir sem hafðar eru til samanburðar. Aðrar venjur varðandi vökvagjöf geta einnig skýrt þennan mun, því blóðvökvi er sumstaðar notaður til að auka blóðrúmmál.22 Í klínískum leiðbeiningum er lenging á blæðingarprófum um 50% (próþrombíntími 20,5 sekúndur) oft tal- in merki um auknar líkur á blæðingu.1,12,13 Rútínu blóðstorkupróf eins og APTT og PT meta einkum virkni storkuþátta en ekki aðra þætti storkukerfisins eins og fíbrínógenforða, blóðflöguvirkni, blóðrauða eða sýrustig blóðs. Þau koma því að takmörkuðu gagni við mat á blæðingum hjá alvarlega veikum sjúklingum.23 Rann- sóknir á ferskfrystum blóðvökva sýna að gjafir utan viðmiða leið- beininga eru á bilinu 29-48%.1,12 Skortur á blæðingarprófi (5%) eða eðlilegt blæðingarpróf (9%) við gjöf blóðvökva í þessari rannsókn var talið utan viðmiða klínískra leiðbeininga, óháð ástæðu gjafar.1 Erfiðara var að túlka aðrar gjafir blóðvökva með tilliti til klínískra leiðbeininga þar sem ástæðu gjafar vantaði. Í þessari rannsókn fengu 9% gjörgæslusjúklinga blóðflögur borið saman við 11% í ástralskri og 26% í breskri rannsókn.1,7 Í 75% tilfella voru blóðflögur gefnar við blóðflögugildi yfir 50 þús/μL (mynd 5) og engin þessara gjafa tengdist aðgerðum á miðtauga- kerfi. Þar sem upplýsingar vantar er erfitt að ráða í hversu margar gjafir á gildi yfir 50 þús/μL voru vegna mikilla virkra blæðinga. Til samanburðar má nefna að í tveimur erlendum rannsóknum voru blóðflögur gefnar við blóðflögugildi yfir 50 þús/μL í 37% og 53% tilvika og voru taldar utan viðmiða klínískra leiðbeininga, óháð ástæðu gjafar.1,7 Mynd 6. Dreifing blóðflögugilda (þús/μL) við gjöf blóðflagna. Lóðréttar línur sýna hve margar einingar af blóðflögum voru gefnar við gildi undir 50 þús/μL og yfir 100 þús/μL. Mynd 5. Dreifing próþrombíntíma (sekúndur) við gjöf blóðvökva. Lóðréttar línur sýna hlutfall blóðvökvaeininga gefið við próþrombíntíma undir 20,5 sek eða við- miðunargildi (12,5-15,0 sekúndur) próþrombíntíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.