Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2014/100 23 R a n n S Ó k n Viðauki. Breytur í InterRAI ED-mælitæki. Mælieining Skýring Vitræn skerðing Skerðing á getu einstaklingsins til að taka ákvarðanir um þætti í daglegu lífi. Á ekki við þegar einstaklingurinn getur skipulagt daginn á reglulegan, skynsamlegan og öruggan hátt Skerðing á persónulegum athöfnum daglegs lífs (ADL) InterRAI-matið notar getu einstaklingsins til að baða, snyrta, klæða og hreyfa sig til að meta hvort hann geti séð um sig sjálfur. Skerðingin er síðan flokkuð eftir því hversu mikla aðstoð þarf til að klára verkið (duga vísbendingar, þarf stjórnun eða fulla aðstoð) Skerðing á almennum athöfnum daglegs lífs (IADL) InterRAI-matið notað getu einstaklingsins til að komast upp og niður stiga og til að sjá um lyfin sín til að meta IADL-færni. Skerðinging er síðan flokkuð eftir því hversu mikla aðstoð þarf til að klára verkið (umsjón, létta eða fulla aðstoð) Mæði eða andþyngsli Einstaklingurinn tjáir sjálfur hvort hann finnur fyrir mæði eða andþyngslum. Þetta er síðan flokkað eftir því hvenær þessi einkenni koma fram (við mikla áreynslu, meðalmikla áreynslu, við venjuleg heimilisstörf eða til staðar í hvíld) Eigið mat á heilsu (self reported health) Einstaklingurinn er spurður: „Hvernig metur þú heilsu þína almennt?“ Svarmöguleikar eru mjög góða, góða, sæmilega, lélega eða vildi ekki svara Óstöðug heilsa (unstable health) Undirliggjandi sjúkdómar eða heilsufarsbrestir sem valda sveiflum í vitrænni getu, ADL-færni, skapi eða hegðun Bráðar breytingar á geðheilsu Skörp, ófyrirsjáanleg breyting á hegðun (svo sem eirðarleysi, þreyta, meðvitundarskerðing eða breytt túlkun á umhverfinu) Skapgerðarbreytingar Einstaklingurinn er spurður hvort hann hafi upplifað eftirfarandi síðastliðna þrjá daga: minni áhuga á hlutum sem venjulega vekja áhuga, kvíða, eirðarleysi, óróleika, sorg, depurð, vonleysi ofskynjanir Á við ranga skynjun á umhverfinu, hvort sem hún er meðvituð eða ekki, svo sem heyrnar-, lyktar-, sjón-, bragð- eða tilfinningaofskynjanir Ranghugmyndir Meinloka eða þráhyggja sem ekki er hægt að leiðrétta, svo sem mikilmennskuhugmyndir, vænisýki, ofsóknarkennd eða líkamlegar ranghugmyndir Skertur skilningur Einstaklingur sýnir endurtekið erfiðleika með að vinna úr upplýsingum eða skilja samskipti Hegðunareinkenni Hegðun sem getur verið skaðleg einstaklingnum eða truflandi fyrir aðra, svo sem óviðeigandi tjáning (munnleg eða líkamleg), óviðeigandi eða truflandi hegðun á almannafæri, óviðeigandi kynferðisleg hegðun Nánasti aðstandandi undir álagi Nánasti aðstandandi einstaklingsins tjáir álag, reiði, þunglyndiseinkenni eða árekstra í tengslum við umönnun Fjölskyldan er buguð vegna veikinda einstaklingsins Fjölskylda eða vinir gefa til kynna að þeir eigi erfitt með að takast á við veikindi einstaklingsins Byltur Ein eða fleiri byltur síðastliðna 90 daga. Bylta er skilgreind sem óviljandi breyting á líkamsstöðu þannig að einstaklingurinn lendi á gólfinu, jörðinni eða lægri fleti Verkir Ónotaleg skynjunar- eða tilfinningaleg upplifun sem tengist oftast yfirvofandi eða raunverulegum vefjaskaða. Verkjaupplifun er flokkuð eftir tíðni: engir verkir, verkir en ekki síðastliðna þrjá daga, verkir einu sinni til tvisvar á síðastliðnum þremur dögum eða daglega síðastliðna þrjá daga. Styrkur verkjarins er flokkaður sem: enginn verkur, mildur, meðalslæmur, slæmur eða óbærilegur verkur Skert inntaka á fæðu eða vökva Merkjanleg minnkuð inntaka fæðu eða matar síðastliðna þrjá daga miðað við venjulega Þyngdartap Tap á meira en 5% þyngdar á síðustu 30 dögum eða meira en 10% á síðastliðnum 180 dögum Skaði vegna áverka Brot eða meiriháttar skaði vegna slyss (svo sem bílslyss) eða árásar (svo sem stungu eða byssuskots) Þörf fyrir ítarlegt öldrunarmat Mat rannsakanda á því hvort einstaklingurinn þurfi ítarlegt öldrunarmat, sem er skilgreint sem ítarlegt þverfaglegt mat á mörgum þáttum: líkamlegum, félagslegum, vitrænum, umhverfis- og færniþáttum InterRAI* ED rannsóknarhópurinn *InterRAI er alþjóðlegur samstarfshópur rannsakenda frá yfir 30 löndum sem hefur það markmið að bæta lífsgæði og umönnun fólks með langvinn veikindi og/eða fötlun með því að þróa heildræn matstæki fyrir alla hluta þjónustukeðj- unnar. Matstækin eru nýtt til að safna og túlka samræmd hágæðagögn sem lýsa eiginleikum fólks og afdrifum á ýmsum sviðum heilbrigðis- og félagsþjónustu. Markmiðið er að bæta ákvarðanatöku og stefnumótun með sannreyndum hætti og fjölnýta gögnin í klínísku starfi, þróa gæðavísa, túlka umönnunarþyngd og stuðla að rannsóknum, sjá: www.InterRAI.org Andrew P. Costa, PhD, School of Public Health and Health Systems, University of Waterloo, Waterloo, Ontario, Kanada Michael G. DeGroote, School of Medicine, McMaster University, Hamilton, Ontario, Kanada John P. Hirdes, PhD, School of Public Health and Health Systems, University of Waterloo, Waterloo, Ontario, Kanada George A. Heckman, MD, MSc, School of Public Health and Health Systems, University of Waterloo, Waterloo, Ontario, Kanada Aparajit B. Dey, MD, Department of Geriatric Medicine, All India Institute of Medical Sciences, Nýju-Delhí, Indlandi Pálmi V. Jónsson, MD, Department of Geriatrics, Landspítali University Hospi- ital; Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavík, Íslandi Prabha Lakhan, RN, PhD, Centre for Research in Geriatric Medicine, The University of Queensland, Brisbane, Queensland, Ástralíu Gunnar Ljunggren, MD, PhD, Public Healthcare Services Committee Admin- istration, Stockholms County Council, Stokkhólmi; Medical Management Centre, Department of Learning, Informatics, Management and Ethics, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, Svíþjóð Fredrik Sjostrand, MD, PhD, Karolinska Institutet, Department of Clinical Science and Education, Södersjukhuset; Section of Emergency Medicine, Södersjukhuset AB, Stokkhólmi, Svíþjóð Walter Swoboda, MD, Institute for Biomedicine of Aging, University of Er- langen Nürnberg, Klinikum Nürnberg, Þýskalandi Nathalie IH Wellens, PhD, Department of Public Health, Centre for Health Services and Nursing Research, KU Leuven, Belgíu Leonard C. Gray, MD, PhD, Centre for Research in Geriatric Medicine, The University of Queensland, Brisbane, Queensland, Ástralíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.