Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 12
 R a n n S Ó k n 12 LÆKNAblaðið 2014/100 bilinu 75 til 100 þús/μL við virka og stóra blæðingu.13 Gjöf blóð- flagna á sjaldan við þegar þær mælast yfir 100 þús/μL. Oft er þó gripið til blóðflögugjafa við hærri blóðflögugildi en segir í leið- beiningum, eins og við skerta virkni blóðflagna, til dæmis vegna notkunar blóðflöguhemjandi lyfja (svo sem asetýlsalisýlsýru og clópídrógels) eða truflunar á starfsemi þeirra af völdum hjarta- og lungnavélar.1,18 Árið 2004 voru gefnar út klínískar leiðbeiningar fyrir gjafir rauðkorna á Landspítala. Árið 2012 voru gefnar út endurskoðaðar leiðbeiningar og var þá jafnframt bætt við leiðbeiningum um gjafir blóðvökva og blóðflagna.13 Kaflarnir um blóðvökva og blóðflögur styðjast við rannsóknir og alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar sem þegar voru til staðar og notaðar á Landspítala til viðmiðunar á rannsóknartímabilinu árið 2010.13 Hverfandi áherslumunur er á al- þjóðlegum leiðbeiningum frá árinu 2010 og leiðbeiningum Land- spítala frá 2012.14 Upplýsingar um notkun blóðhluta á íslenskum gjörgæsludeild- um liggja ekki fyrir, né heldur hvernig klínískum leiðbeiningum er fylgt. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala árið 2010 og hvernig hún samræmist nýlegum klínískum leiðbeiningum spítalans frá 2012. Efniviður og aðferðir Rannsóknin náði til allra sjúklinga 18 ára og eldri sem fengu blóð- hluta á gjörgæsludeildum Landspítalans við Hringbraut og í Foss- vogi á 6 mánaða tímabili frá 1. júní til 30. nóvember 2010. Áður en rannsóknin hófst lágu fyrir leyfi frá Siðanefnd Landspítalans (66/2010), Persónuvernd (2010121171AMK) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala (08.12.2010 Tilv. 16). Farið var afturskyggnt í gegnum tvö skráningarkerfi, annars vegar rafræna skrá yfir allar gjörgæslulegur á Landspítala og hins vegar upplýsingakerfi Blóðbanka Landspítala, ProSang. Allir sem lögðust inn á gjörgæsludeildir á rannsóknartímabilinu voru fundnir í rafrænni skrá yfir gjörgæslulegur. Þar voru einnig fengnar upplýsingar um meðalaldur og legutíma sjúklinga. Sjúk- lingum var flett upp í upplýsingakerfi Blóðbankans og athugað hvort pantaðir hefðu verið blóðhlutar fyrir þá þremur dögum fyrir gjörgæsludeildarlegu og þar til legu lauk. Því næst var athugað hvort blóðhlutar hefðu verið gefnir samkvæmt sjúkraskrám og skráningarblöðum gjörgæsludeilda. Klínískar upplýsingar um þá sjúklinga sem fengu blóðhluta var safnað úr sjúkraskrám, meðal annars innlagnarskrám, dagálum og skráningarblöðum gjörgæsludeilda. Hjá sjúklingum sem fengu blóðhluta var skráð ástæða innlagnar, heilsufar sjúklings fyrir inn- lögn, aldur, kyn og legutími á gjörgæsludeild. Einnig var skráður heildarfjöldi gefinna blóðhluta fyrir hvern sjúkling og athuguð var samsetning blóðhluta innan sama sólarhrings. Ekki var safnað upplýsingum úr sjúkraskrám um þá sjúklinga sem ekki fengu blóðhluta. Þegar sjúklingi var gefinn blóðhluti var sólarhringurinn skilgreindur sem ein blóðgjafalota. Miðað var við vaktaskipti að morgni kl. 8 nema þegar blóðhlutar virtust gefnir af sömu ástæðu og í framhaldi gjafa frá fyrri sólarhring/lotu. Reiknaður var fjöldi og gerð blóðhluta sem gefnir voru sama einstaklingi á hverjum sólarhring/lotu. Lægsta blóðrauðagildi (g/L) fyrir rauðkornagjöf, hæsta gildi próþrombíntíma (sekúndur) (eða annarra blóðstorku- prófa þegar próþrómbíntími var ekki til staðar) fyrir blóðvökvagjöf og lægsta blóðflögugildi (þús/μL) fyrir blóðflögugjöf í hverjum sólarhring/lotu var síðan skráð. Bæði var stuðst við blóðrauðagildi frá klínískri lífefnafræðideild Landspítala og blóðgasmælingum sem gerðar voru á gjörgæsludeildunum tveimur. Reiknað var veg- ið meðaltal (vægi fór eftir því hve margar einingar sömu tegundar blóðhluta voru gefnar á sólarhring/lotu). Blóðhlutar sem gefnir voru á skurðstofu eða legudeild fyrir, eftir eða á meðan sjúklingar lágu á gjörgæsludeild, voru ekki teknir með í rannsóknina. Rannsóknargildi fyrir blóðhlutagjöf gjörgæslusjúklinga á rann- sóknartímabilinu árið 2010 voru borin saman við þau markgildi sem sett eru fram í klínískum leiðbeiningum Landspítalans um blóðhlutagjöf frá september 2012.13 Ákveðið var að bera niður- stöður saman við nýjar klínískar leiðbeiningar Landspítala frá 2012 en áherslum þeirra svipar til alþjóðlegra leiðbeininga frá árinu 2010 og leiðbeininga Landspítala um gjafir rauðkorna frá 2004. Blóðrauði yfir 100 g/L við gjöf rauðkornaþykknis var talinn utan viðmiða leiðbeininga þegar mikil og virk blæðing var ekki til staðar. Allar gjafir blóðflagna við blóðflögur yfir 100 þús./μL og gjafir blóðvökva þegar engin blóðstorkupróf voru til staðar eða við eðlilegan próþrombíntíma (12,5-15,0 sekúndur) voru taldar utan viðmiða leiðbeininga. Upplýsingar voru skráðar í Microsoft Excel og reikniforritið R (útgáfa 2.12.1, The R Foundation for Stat- Tafla I. Ástæður innlagnar hjá þeim sjúklingum sem fengu blóðhluta. Fjöldi sjúklinga sem fengu blóðhluta n=202 (%) Rauðkorn 828 (%)2 Blóðvökvi 747 (%)2 Blóðflögur 147 (%)2 Skurðsjúklingar1 107 (53) 416 (50) 451 (60) 74 (50) opin hjartaaðgerð 55 (27) 173 (21) 234 (31) 37 (25) Kviðarholsaðgerð 24 (12) 179 (22) 166 (22) 35 (24) Æðaskurðaðgerð 10 (5) 31 (4) 26 (3) 2 (1) Aðrar aðgerðir 18 (9) Aðrar innlagnarástæður1 99 (49) 520 (63) 395 (53) 105 (71) Lost/sýklasótt 36 (18) 307 (37) 266 (36) 71 (28) Öndunarfærasjúkdómar 23 (11) 91 (11) 102 (14) 28 (19) Meltingarsjúkdómar 21 (10) 270 (33) 219 (29) 57 (39) Hjarta- og æðasjúkdómar 18 (9) Annað 21 (10) Aftari dálkar sýna fjölda og hlutfall blóðhlutaeininga sem gefnar voru hverjum undirhópi. 1Innlagnarástæður gátu verið fleiri en ein. 2Heildarfjöldi eininga gefinn á rannsóknartímabili. Tafla II. Upplýsingar um tegundir blóðhluta, fjölda sjúklinga sem fengu hverja tegund, hversu margar einingar á tilteknum sólarhringum/lotum og við hvaða rannsóknargildi (vegið meðaltal, staðalfrávik). Fjöldi gjörgæslusjúklinga n=598 (%) Einingar Sólar- hringar /lotur Blóðgildi við gjöf Rauðkorn 179 (30) 828 365 Blóðrauði 87 ± 12 g/L Blóðvökvi 107 (18) 747 186 Próþrombíntími 20,4 ± 11 sekúndur Blóðflögur 51 (9) 147 106 Blóðflögugildi 82 ± 49 þús./μL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.