Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2014/100 31 R A N N S Ó K N Um 83% þátttakenda léttust á meðferðartíma, að meðaltali um 4,7 kg, spönn þyngdarbreytinga var -10,4 til +2 kg og allt að 12% af upphafsþyngd. Samanborið við aðrar rannsóknir12,18,29 telst árangur ásættanlegur og áhugaverður því ekki var lögð áhersla á þyngdartap heldur breyttan lífsstíl og bætta heilsu. Það er talið bæta heilsu of feitra kvenna að hvetja þær til að breyta matarvenjum, hlusta á líkamann og sættast við sjálfar sig hvort sem þær léttast eða ekki.15,18,24 Við mat þátttakenda á meðferð- inni voru þeir sem ekki léttust ánægðir með námskeiðið vegna jákvæðra breytinga á lífsstíl og töldu að meðferðin hefði hjálpað þeim að hætta að þyngjast. Tengsl líkamsþyngdar og sjúkdóma eru ekki aðeins tilkomin vegna beinna áhrifa aukinnar líkamsfitu á þróun ákveðinna sjúkdóma heldur eru lítil hreyfing og lélegt mataræði talin hafa áhrif á holdafar og sjúkdóma.3 Neðri mörk blóðþrýstings lækkuðu marktækt, að meðaltali um 3mmHg, að lokinni meðferð sem er jákvætt þar sem hár blóðþrýstingur eykur líkur á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma.1 Lækkunin var þó mun minni en hjá Rapoport og félögum en þeir sáu 8mmHg lækkun á neðri mörkum blóðþrýstings eftir 12 vikna meðferð.29 Í upphafi rannsóknar voru 89% þátttakenda með gildi 25(OH) D í sermi undir viðmiðunarmörkum (>45 nmól/L) en talið er að offita auki líkur á lágu gildi 25(OH)D.30 Þátttakendur með lægsta gildi 25(OH)D í þessari rannsókn reyndust vera með hæsta lík- amsþyngdarstuðul. Rannsóknir hafa sýnt að það að léttast tengist hækkuðu gildi 25(OH)D31 en einnig var þátttakendum ráðlagt að taka D-vítamín. Við árs eftirfylgd voru meðalgildi 25(OH)D innan eðlilegra marka hjá öllum þátttakendum nema þremur. Það sáust ekki marktækar breytingar á blóðfitugildum eftir meðferð enda voru þau gildi innan eðlilegra marka í upphafi rannsóknar (tafla I). Athygli vekur hve háa einkunn þátttakendur fengu á þung- lyndiskvarða við upphaf rannsóknar og eftirtektarverð lækkun á meðferðartíma sem hélst við árs eftirfylgd (tafla III). Stigafjöldi í upphafi var hærri að meðaltali en hjá Rapaport30 þar sem þátttak- endur voru eingöngu konur. Þunglyndi er talið algengara meðal kvenna en karla með offitu, óháð aldri, kynþætti, hjúskaparstöðu, menntun, tóbaksnotkun og notkun þunglyndislyfja.32 Í upphafi voru 78% þátttakenda með einkenni þunglyndis (BDI-II ≥14) en í lokin voru allir þátttakendur að einum undanskildum með „væg Tafla III. Hópur A+B. Niðurstöður mælinga fyrir og eftir meðferð, 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Hópur A+B, N=15. Fyrir námskeið meðaltal (stfr) Eftir 15 vikur meðaltal (stfr) Eftir 6 mánuði meðaltal (stfr) Eftir 12 mánuði meðaltal (stfr) Þyngd (kg) 103,5 ± 10,06 99,32 ± 11,59* 99,66 ± 13,07 99,34 ± 11,45 LÞS (kg/m²) 36,43 ± 2,63 34,94 ± 3,24* 35,07 ± 3,95 34,93 ± 3,06 Fituhlutfall % 41,94 ± 1,90 40,25 ± 3,06* 40,38 ± 3,712 40,85 ± 2,721 Fitumagn (kg) 43,45 ± 5,63 40,12 ± 7,43* 40,08 ± 8,502 40,62 ± 7,071 Þunglyndi (BDI-II) 18,47 ± 8,58 4,47 ± 3,44* 6,6 ± 9,37 6,93 ± 6,96 Kvíði (BAI) 8,06 ± 6,10 3,20 ± 3,21* 3,26 ± 3,58 3,73 ± 3,53 Lífsgæði (oP) 51,47 ± 23,43 31,47 ± 18,4* 30,29 ± 22,01 29,47 ± 21,57 25 (oH)D (nmol/L) 30,31 ± 8,15 39,24 ± 13,54* 58,15 ± 20,573* 50,73 ± 19,392 *munur telst marktækur ef p≤0,05, 1N=12, 2N=11, 3N=9, A+B=meðferðarhópar sameinaðir, LÞS=líkamsþyngdarstuðull. Tafla II. Niðurstöður mælinga fyrir og eftir meðferð og P-gildi hjá hópi A+B, hópi A og hópi B. Hópur A+B (N=18) Íhlutunarhópur A ágúst - desember 2010 (n=9) Íhlutunarhópur B janúar - apríl 2011 (n=9) Fyrir námsk. meðaltal (stfr) Eftir námsk. meðaltal (stfr) p-gildi Fyrir námsk. meðaltal (stfr) Eftir námsk. meðaltal (stfr) p-gildi Fyrir námsk. meðaltal (stfr) Eftir námsk. meðaltal (stfr) p-gildi Þyngd (kg) 104,0 ± 9,4 100,3 ± 11,1 0,001* 105,7 ± 11,0 102,7 ± 12,3 0,03* 102,3± 7,8 97,8 ± 9,8 0,01 LÞS (kg/m²) 37,1 ± 2,8 35,6 ± 3,4 0,001* 37,2 ± 2,7 36,0 ± 3,6 0,03* 37 ± 3,0 35,2 ± 3,2 0,01 Fituhlutfall (%) 41,7± 2,2 40,5 ± 2,9 0,01* 42,1± 1,7 40,5 ± 3,1 0,04 41,2 ± 2,6 40,5 ± 3,0 0,37 Fitumagn (kg) 43,4 ± 5,4 40,8 ± 6,8 0,002* 44,6± 5,6 41,7 ± 7,3 0,04 42,3 ± 5,3 39,9 ± 6,5 0,02 Þunglyndi (BDI-II) 18,6 ± 9,4 5,5 ± 4,6 0,00* 21,7 ± 9,4 7,6 ± 5,5 0,01 15,4 ± 8,8 3,3 ± 2,2 0,01 Kvíði (BAI) 8,3 ± 7,1 4,3 ± 4,9 0,004* 9,4 ± 7,6 5,9 ± 7,7 0,07 7,1 ± 6,7 2,8 ± 3,3 0,02 Lífsgæði (oP) 51,3 ± 24,3 32,7 ± 18,9 0,01* 55,2 ± 22,2 35,2 ± 22,2 0,09 47,4 ± 27,0 30,3 ± 15,8 0,03 Lífsgæði (SF36,PCS) 49,2 ± 9,1 49,8 ± 6,6 0,88 44,2 ± 8,6 46,5 ± 5,5 0,31 52,8 ± 7,7 53,1 ± 6,3 0,21 Lífsgæði (SF36,MCS) 38,8 ± 10,5 48,3 ± 10,5 0,01* 39,3 ± 8,1 43,2 ± 11,9 0,11 39,2 ± 12,4 53,4 ± 5,8 0,05 BÞ-efri mörk (mmHg) 118 ± 6,81 116 ± 6,21 0,37 119 ± 5,1 120 ± 4,4 0,68 117 ± 8,1 113 ± 6,1 0,07 BÞ-neðri mörk (mmHg) 80 ± 6,61 77 ± 6,21 0,01* 82 ± 7,2 79 ± 6,9 0,04* 79 ± 6,3 76 ± 5,5 0,06 Kólesteról (mmól/L) 4,9 ± 0,71 4,9 ± 0,61 0,98 4,7 ± 0,72 4,9 ± 0,52 0,20 5,1 ± 0,6 4,9 ± 0,8 0,29 Þríglýseríð (mmól/L) 1,3 ± 0,7 1,3 ± 0,8 0,59 1,4 ± 0,8 1,3 ± 0,7 0,87 1,3 ± 0,7 1,3 ± 0,9 0,59 HDL (mmól/L) 1,3 ± 0,4 1,3 ± 0,4 0,54 1,4 ± 0,4 1,4 ± 0,4 0,91 1,2 ± 0,3 1,2 ± 0,4 0,41 25 (oH)D (nmol/L) 30,2 ± 9,6 37,6 ± 12,4 0,01* 31 ± 10,8 34,3 ± 13 0,44 29 ± 8,7 40,8 ± 12 0,01* *munur telst marktækur ef p≤0,05, 1N=17, 2n=8, A+B = meðferðarhópar sameinaðir, A = meðferðarhópur 1, B= samanburðarhópur sem síðar varð meðferðarhópur 2, LÞS=líkamsþyngdarstuðull, BÞ=blóðþrýstingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.