Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2014, Side 31

Læknablaðið - 01.01.2014, Side 31
LÆKNAblaðið 2014/100 31 R A N N S Ó K N Um 83% þátttakenda léttust á meðferðartíma, að meðaltali um 4,7 kg, spönn þyngdarbreytinga var -10,4 til +2 kg og allt að 12% af upphafsþyngd. Samanborið við aðrar rannsóknir12,18,29 telst árangur ásættanlegur og áhugaverður því ekki var lögð áhersla á þyngdartap heldur breyttan lífsstíl og bætta heilsu. Það er talið bæta heilsu of feitra kvenna að hvetja þær til að breyta matarvenjum, hlusta á líkamann og sættast við sjálfar sig hvort sem þær léttast eða ekki.15,18,24 Við mat þátttakenda á meðferð- inni voru þeir sem ekki léttust ánægðir með námskeiðið vegna jákvæðra breytinga á lífsstíl og töldu að meðferðin hefði hjálpað þeim að hætta að þyngjast. Tengsl líkamsþyngdar og sjúkdóma eru ekki aðeins tilkomin vegna beinna áhrifa aukinnar líkamsfitu á þróun ákveðinna sjúkdóma heldur eru lítil hreyfing og lélegt mataræði talin hafa áhrif á holdafar og sjúkdóma.3 Neðri mörk blóðþrýstings lækkuðu marktækt, að meðaltali um 3mmHg, að lokinni meðferð sem er jákvætt þar sem hár blóðþrýstingur eykur líkur á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma.1 Lækkunin var þó mun minni en hjá Rapoport og félögum en þeir sáu 8mmHg lækkun á neðri mörkum blóðþrýstings eftir 12 vikna meðferð.29 Í upphafi rannsóknar voru 89% þátttakenda með gildi 25(OH) D í sermi undir viðmiðunarmörkum (>45 nmól/L) en talið er að offita auki líkur á lágu gildi 25(OH)D.30 Þátttakendur með lægsta gildi 25(OH)D í þessari rannsókn reyndust vera með hæsta lík- amsþyngdarstuðul. Rannsóknir hafa sýnt að það að léttast tengist hækkuðu gildi 25(OH)D31 en einnig var þátttakendum ráðlagt að taka D-vítamín. Við árs eftirfylgd voru meðalgildi 25(OH)D innan eðlilegra marka hjá öllum þátttakendum nema þremur. Það sáust ekki marktækar breytingar á blóðfitugildum eftir meðferð enda voru þau gildi innan eðlilegra marka í upphafi rannsóknar (tafla I). Athygli vekur hve háa einkunn þátttakendur fengu á þung- lyndiskvarða við upphaf rannsóknar og eftirtektarverð lækkun á meðferðartíma sem hélst við árs eftirfylgd (tafla III). Stigafjöldi í upphafi var hærri að meðaltali en hjá Rapaport30 þar sem þátttak- endur voru eingöngu konur. Þunglyndi er talið algengara meðal kvenna en karla með offitu, óháð aldri, kynþætti, hjúskaparstöðu, menntun, tóbaksnotkun og notkun þunglyndislyfja.32 Í upphafi voru 78% þátttakenda með einkenni þunglyndis (BDI-II ≥14) en í lokin voru allir þátttakendur að einum undanskildum með „væg Tafla III. Hópur A+B. Niðurstöður mælinga fyrir og eftir meðferð, 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Hópur A+B, N=15. Fyrir námskeið meðaltal (stfr) Eftir 15 vikur meðaltal (stfr) Eftir 6 mánuði meðaltal (stfr) Eftir 12 mánuði meðaltal (stfr) Þyngd (kg) 103,5 ± 10,06 99,32 ± 11,59* 99,66 ± 13,07 99,34 ± 11,45 LÞS (kg/m²) 36,43 ± 2,63 34,94 ± 3,24* 35,07 ± 3,95 34,93 ± 3,06 Fituhlutfall % 41,94 ± 1,90 40,25 ± 3,06* 40,38 ± 3,712 40,85 ± 2,721 Fitumagn (kg) 43,45 ± 5,63 40,12 ± 7,43* 40,08 ± 8,502 40,62 ± 7,071 Þunglyndi (BDI-II) 18,47 ± 8,58 4,47 ± 3,44* 6,6 ± 9,37 6,93 ± 6,96 Kvíði (BAI) 8,06 ± 6,10 3,20 ± 3,21* 3,26 ± 3,58 3,73 ± 3,53 Lífsgæði (oP) 51,47 ± 23,43 31,47 ± 18,4* 30,29 ± 22,01 29,47 ± 21,57 25 (oH)D (nmol/L) 30,31 ± 8,15 39,24 ± 13,54* 58,15 ± 20,573* 50,73 ± 19,392 *munur telst marktækur ef p≤0,05, 1N=12, 2N=11, 3N=9, A+B=meðferðarhópar sameinaðir, LÞS=líkamsþyngdarstuðull. Tafla II. Niðurstöður mælinga fyrir og eftir meðferð og P-gildi hjá hópi A+B, hópi A og hópi B. Hópur A+B (N=18) Íhlutunarhópur A ágúst - desember 2010 (n=9) Íhlutunarhópur B janúar - apríl 2011 (n=9) Fyrir námsk. meðaltal (stfr) Eftir námsk. meðaltal (stfr) p-gildi Fyrir námsk. meðaltal (stfr) Eftir námsk. meðaltal (stfr) p-gildi Fyrir námsk. meðaltal (stfr) Eftir námsk. meðaltal (stfr) p-gildi Þyngd (kg) 104,0 ± 9,4 100,3 ± 11,1 0,001* 105,7 ± 11,0 102,7 ± 12,3 0,03* 102,3± 7,8 97,8 ± 9,8 0,01 LÞS (kg/m²) 37,1 ± 2,8 35,6 ± 3,4 0,001* 37,2 ± 2,7 36,0 ± 3,6 0,03* 37 ± 3,0 35,2 ± 3,2 0,01 Fituhlutfall (%) 41,7± 2,2 40,5 ± 2,9 0,01* 42,1± 1,7 40,5 ± 3,1 0,04 41,2 ± 2,6 40,5 ± 3,0 0,37 Fitumagn (kg) 43,4 ± 5,4 40,8 ± 6,8 0,002* 44,6± 5,6 41,7 ± 7,3 0,04 42,3 ± 5,3 39,9 ± 6,5 0,02 Þunglyndi (BDI-II) 18,6 ± 9,4 5,5 ± 4,6 0,00* 21,7 ± 9,4 7,6 ± 5,5 0,01 15,4 ± 8,8 3,3 ± 2,2 0,01 Kvíði (BAI) 8,3 ± 7,1 4,3 ± 4,9 0,004* 9,4 ± 7,6 5,9 ± 7,7 0,07 7,1 ± 6,7 2,8 ± 3,3 0,02 Lífsgæði (oP) 51,3 ± 24,3 32,7 ± 18,9 0,01* 55,2 ± 22,2 35,2 ± 22,2 0,09 47,4 ± 27,0 30,3 ± 15,8 0,03 Lífsgæði (SF36,PCS) 49,2 ± 9,1 49,8 ± 6,6 0,88 44,2 ± 8,6 46,5 ± 5,5 0,31 52,8 ± 7,7 53,1 ± 6,3 0,21 Lífsgæði (SF36,MCS) 38,8 ± 10,5 48,3 ± 10,5 0,01* 39,3 ± 8,1 43,2 ± 11,9 0,11 39,2 ± 12,4 53,4 ± 5,8 0,05 BÞ-efri mörk (mmHg) 118 ± 6,81 116 ± 6,21 0,37 119 ± 5,1 120 ± 4,4 0,68 117 ± 8,1 113 ± 6,1 0,07 BÞ-neðri mörk (mmHg) 80 ± 6,61 77 ± 6,21 0,01* 82 ± 7,2 79 ± 6,9 0,04* 79 ± 6,3 76 ± 5,5 0,06 Kólesteról (mmól/L) 4,9 ± 0,71 4,9 ± 0,61 0,98 4,7 ± 0,72 4,9 ± 0,52 0,20 5,1 ± 0,6 4,9 ± 0,8 0,29 Þríglýseríð (mmól/L) 1,3 ± 0,7 1,3 ± 0,8 0,59 1,4 ± 0,8 1,3 ± 0,7 0,87 1,3 ± 0,7 1,3 ± 0,9 0,59 HDL (mmól/L) 1,3 ± 0,4 1,3 ± 0,4 0,54 1,4 ± 0,4 1,4 ± 0,4 0,91 1,2 ± 0,3 1,2 ± 0,4 0,41 25 (oH)D (nmol/L) 30,2 ± 9,6 37,6 ± 12,4 0,01* 31 ± 10,8 34,3 ± 13 0,44 29 ± 8,7 40,8 ± 12 0,01* *munur telst marktækur ef p≤0,05, 1N=17, 2n=8, A+B = meðferðarhópar sameinaðir, A = meðferðarhópur 1, B= samanburðarhópur sem síðar varð meðferðarhópur 2, LÞS=líkamsþyngdarstuðull, BÞ=blóðþrýstingur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.