Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 22
22 LÆKNAblaðið 2014/100 R a n n S Ó k n geta fyrir veikindi og í veikindum væru heldur betri. Hlutfall inn- lagðra á sjúkradeild var 45% á Íslandi en 60% í heildarhópnum. Hins vegar fóru fleiri í endurhæfingu á Íslandi, eða 19% miðað við 6% í heildarhópnum. Umræða Þetta er stærsta alþjóðlega rannsókn sem birt hefur verið um þetta efni og gefur heildarmynd af eldra fólki sem sækir þjónustu á bráðadeildir sjúkrahúsa og hvernig því farnast. Niðurstöðurnar sýna að meirihluti þessa hóps er hrumur og háður öðrum. Undir- liggjandi veikindi eru algeng og endurkomur nokkuð algengar á bráðadeild en ekki var spurt um nýlegar komur á heilsugæslu eða til annarra lækna. Vitræn skerðing og takmarkanir á færni í athöfnum daglegs lífs eru sérlega algengar. Í samræmi við rann- sóknir á sjúkrahúsum var skerðing á líkamlegri færni tengd bráða- veikindum, þannig að meirihluti rannsóknarþýðisins var háður hjálp við komu á bráðadeild.27-29 Vitræn skerðing var einnig al- gengari, með nýtilkominni breytingu á vitrænni getu hjá sumum, sem gæti bent til óráðs. Þegar á heildina er litið virtist sem meira en þrír fjórðu hlutar hópsins hafi að minnsta kosti eitt öldrunar- heilkenni. Þetta mynstur sést hjá öllum vestrænum þjóðum. Nýtilkomið ADL-færnitap, sérstaklega hjá þeim sem búa einir, er talsverður þröskuldur fyrir útskrift heim. Ef einstaklingur er vitrænt skertur eða með skerta færni þegar lega á bráðasjúkra- deild er fullnægjandi með hliðsjón af þeim sjúkdómi er leiddi til bráðrar innlagnar, er þörf fyrir endurhæfingu í framhaldinu. Þar sem þessi staða er algeng er mikilvægt að hafa greiðan aðgang að heildrænu öldrunarmati og tilheyrandi greiningarvinnu ásamt meðferð á bráðalegudeild og loks framhaldsendurhæfingu fyrir þá sem greinast með endurhæfingarþarfir. Niðurstöðurnar sýna að fylgni er með færniskerðingu sem sést á hækkandi skori á Int- erRAI-mælitækisins og þörf á innlögn, sem sýnir að einfalt tæki eins og InterRAI-mælitækið getur hjálpað við ákvarðanatöku á bráðadeild. Þessar niðurstöður og aðrar frá einstökum þjóðum benda til að eldra fólk sem kemur á bráðadeild hafi mjög ólíkar þarfir saman- borið við yngra og miðaldra fólk vegna færnitaps, sérstaklega með tilliti til vitrænnar getu og tjáningar. Því þarf ítarlegri upplýsinga- söfnun en ella og mikilvægt leita eftir upplýsingum hjá nánustu ættingjum eða umönnunaraðilum. Auk þess er mikil hætta á van- greiningum hjá þessum aldurshópi.3, 30 Fyrri veikindi og færnitap eru líkleg til að breyta birtingarmynd bráðra sjúkdóma. Þá er líklegra að gamalt fólk dvelji lengur á bráðadeild en yngra fólk.30 Rannsóknin hefur takmarkanir sem einkum réðust af því að fjármögnun hennar var takmörkuð og því var ekki hægt að tryggja að um tilviljunarúrtak væri að ræða. Vegna þessa einskorðaðist rannsóknin við dag- og kvöldtíma á virkum dögum, en ekki nætur eða helgar. Niðurstöður annarra rannsókna benda til þess að bjög- un rannsóknarinnar ætti ekki að vera tiltakanleg vegna þessa.3 Ekki var heldur hægt að tryggja að þjálfaðir matsaðilar væru alltaf tiltækir. Því var ekki hægt að taka alla einstaklinga sem komu í röð á bráðadeild. Einnig duttu einstakar vaktir út vegna skorts á þjálfuðum matsaðilum. Að þessu slepptu var rannsóknaráætlunin samræmd til þess að tryggja samræmda gagnaöflun. Rannsóknin skoðaði einkum færni og öldrunarheilkenni. Það hefði verið upp- lýsandi að skrá sjúkdómsgreiningar einstaklinganna til hliðsjónar við niðurstöður InterRai-matsins. Hins vegar eru greiningar á bráðadeild oft bráðabirgðagreiningar og til að fá nákvæmar grein- ingar þarf að fara í ítarlegri vinnu sem fjármögnun leyfði ekki. Þrátt fyrir þessar takmarkanir gefur rannsóknin fjölþjóðlega inn- sýn sem hingað til hefur ekki fengist. Á meðan eldra fólk dvelur á bráðadeild myndast sérstakar þarf- ir. Vitræn skerðing, þar með talið óráð, tengt takmarkaðri sjálfs- bjargargetu og göngulagstruflunum, eru áhættuþættir fyrir byltur og legusár. Ef dvöl á bráðadeild dregst á langinn, eins og þessi rannsókn virðist benda til að hendi oft, þarf að efla hjúkrunar- mönnun til eftirlits, legusáravarna, til að tryggja vökvainntöku og til að aðstoða fólk á salerni. Líklega er þörf á ráðgjöf frá sér- fræðingi með reynslu af öldrunarlækningum. Algengi öldrunar- heilkenna er slíkt að mikil þörf er fyrir að starfsfólk á bráðadeild, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn, hafi sérstaka þjálfun í greiningu og umönnun eldra fólks. Algengt viðhorf á bráðadeild er að fyrst og fremst eigi að greina og meðhöndla alvarlega sjúkdóma og slys en að öldrunarþjónusta sé utan við það sem bráðadeild tilheyri. Ef þessum sjónarmiðum er haldið á lofti verða sérstök sérhæfð öldrunarteymi og jafnvel sérhæfðar öldrunarbráðadeildir réttlætanlegar. Mikilvægt er að sérhæfing og tillegg til þjónustu við eldra fólk sé til staðar á bráða- deild til að mæta bráðaþörfum eldra fólks eins og annarra. Slík aðstaða þarf að taka mið af eiginleikum og eðli bráðasjúkdóma eldra fólks og því hversu mikið færnitap er meðfylgjandi, hvort öldrunarheilkenni eru til staðar, eðli þeirra, áhættu á frávikum og löngum dvalartíma á bráðadeild. Rannsóknin sýnir að færnitap og öldrunarheilkenni hrjá meiri- hluta eldra fólks sem leitar á bráðadeild, óháð rannsóknarlandi, skipulagi heilbrigðisþjónustu og menningu. Þessi staðreynd er ákveðin vísbending um að vert sé að huga sérstaklega að verk- ferlum og hönnun húsnæðis með tilliti til þarfa eldra fólks sem nú leitar sífellt oftar á bráðadeildir vestrænna sjúkrahúsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.