Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 14
14 LÆKNAblaðið 2014/100 Rauðkornagjöf Blóðrauði fyrir gjöf var að meðaltali 87 ± 12 g/L (tafla II) (mið- gildi 88 g/L, fjórðungsmörk 76-100 g/L). Blóðrauði mældist yfir 90 g/L við gjöf rauðkornaþykknis í 33% tilfella. Alls voru 48 einingar (6%) rauðkornaþykknis gefnar sjúklingi með blóðrauðagildi yfir 100 g/L (mynd 1) og 16 einingar (2%) þegar gildi var yfir 110 g/L. Þegar rauðkornaþykkni var gefið sjúklingi með blóðrauðagildi yfir 100 g/L voru að hámarki gefnar þrjár einingar innan sama sólar- hrings/lotu (mynd 2). Við gjöf rauðkorna var stök eining gefin í helmingi sólarhringa/lota (181 sólarhringur/lota) og því 181 (22%) rauðkornaeining gefin stök (mynd 3). Blóðvökvi var gefinn sam- hliða rauðkornaþykkni á 89 sólarhringum/lotum af 365 (24%) og blóðflögur einnig 50 sinnum (14%) (mynd 4). Blóðvökvagjöf Próþrombíntími við gjöf blóðvökva var að meðaltali 20,4 ± 7 sek- úndur (tafla II) (miðgildi 17,4 sek, fjórðungsmörk 14,4-20,5 sek). Mæling á próþrombíntíma lá fyrir við gjöf 657 blóðvökvaeininga (88%) og var próþrombíntími undir 20,5 sekúndum við gjöf í 82% tilfella. Í 9% tilfella var blóðvökvi gefinn við eðlilegan próþromb- íntíma (12,5-15,0 sekúndur) (mynd 5). Önnur storkupróf en pró- R a n n S Ó k n þrombíntími voru mæld í 7% tilfella og ekkert storkupróf fannst í 5% tilfella. Blóðflögugjöf Blóðflögugildi við gjöf blóðflagna var að meðaltali 82 ± 49 þús/ μL (tafla II) (miðgildi 73 þús/μL, fjórðungsmörk 10-136 þús/μL). Í 75% tilvika var blóðflögugildi yfir 50 þús/μL, þar af voru 33% blóðflagna gefnar sjúklingum með blóðflögugildi yfir 100 þús/ μL (mynd 6). Hjá þeim sjúklingum sem gengist höfðu undir opna hjartaaðgerð voru blóðflögur að meðaltali gefnar við hærra blóð- flögugildi, eða 125 þús/μL borið saman við 63 þús/μL hjá öðrum (p<0,001), (tafla III). Gjafir utan viðmiða leiðbeininga Allar gjafir rauðkorna við blóðrauða yfir 100 g/L (6%) voru taldar utan viðmiða leiðbeininga. Þá reyndust 14% gjafa blóðvökva (blóð- storkupróf ekki til staðar eða próþrombíntími innan marka við- miðunargildis við gjöf) og 33% blóðflögugjafa (blóðflögugildi yfir 100 þús/μL) utan viðmiða leiðbeininga. Umræður Rúmlega þriðjungur (34%) gjörgæslusjúklinga á Landspítala fékk blóðhluta á rannsóknartímabilinu. Þótt þessar niðurstöður séu svipaðar og í erlendum rannsóknum1-6 er ljóst að talsvert af blóð- hlutum var ekki gefið í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Þar sem aðgengi að blóði er takmarkað og blóðhlutagjafir bera með sér ákveðna áhættu fyrir sjúklinga er mikilvægt að sýna aðhaldssemi í gjöf þeirra. Árlega eru í kringum 20.000 blóðhlutar framleiddir í Blóðbankanum (13-14.000 einingar rauðkorna, 4-5000 einingar blóðvökva og 2000-2400 blóðflögueiningar). Þessi rannsókn sýnir að á ársgrundvelli megi gera ráð fyrir að gjörgæsludeildir Land- spítala noti um það bil 3500 einingar en það svarar til 15-20% af ársnotkun blóðhluta á Íslandi. Meðallegutími sjúklinga sem fengu blóðhluta var umtalsvert lengri en gjörgæslusjúklinga almennt, eða 5,6 dagar borið saman við 2,9 daga. Þetta er vísbending um að sjúklingar sem fengu blóð- hluta hafi verið veikari en hinir sem ekki fengu þá en mat á alvar- Mynd 3. Fjöldi rauðkornaein- inga (samtals 838 einingar) sem gefnar voru saman á sólarhring/ lotu (samtals 365 sólarhringar/ lotur). Oftast voru rauðkorna- einingar gefnar stakar. (b). Heildarfjöldi rauðkornaeininga sem voru gefnar þeim 202 gjörgæslusjúklingum sem fengu blóðhluta í legu. Súlan lengst til vinstri sýnir þá sjúklinga sem fengu blóðvökva og/eða blóðflög- ur en ekkert rauðkornaþykkni. Mynd 4. Yfirlit yfir þá blóðhluta sem gefnir voru á samtals 439 sólarhringum/ lotum. Hægt er að sjá hversu oft sjúklingar fengu mismunandi tegundir blóðhluta, en í 50 sólarhringum/lotum voru gefnar allar þrjár tegundirnar. Sjá nánar í texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.