Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 50
50 LÆKNAblaðið 2014/100
b Ó k a U M F J Ö l l U n
Ég hef verið beðinn að skrifa pistil í Lækna-
blaðið í tilefni þessarar bókar, sem er mér
ljúft og skylt.
Bókin greinir frá ævi læknishjónanna
Sigrúnar Briem og Friðgeirs Ólasonar,
sem sigldu til framhaldsnáms í Ameríku
í byrjun heimsstyrjaldarinnar síðari, árið
1940. Þau fórust ásamt þremur börnum
sínum með Goðafossi, sem skotinn var
niður af þýskum kafbáti á Faxaflóa 10.
nóvember 1944.
Oft er spurt, hvar varstu staddur þegar
einhver voðaatburður gerðist. Ekki man ég
það, enda aðeins 7 ára gutti norður í landi
þar sem pabbi var prestur. Þessi atburður
greyptist þó inn í vitund mína, þótt barn
væri. Sorgleg örlög ungu læknishjónanna
snerti heimili mitt meira en ella þar sem
um fjölskyldutengsl var að ræða. Amma
mín Þóra og Sigurður faðir Sigrúnar voru
systrabörn og Guðrún ömmusystir mín
var gift Eggerti bróður Sigurðar, sem bjó
í næsta nágrenni í Tjarnargötunni, og
þriðja systirin Guðný bjó búi sínu suður í
Skerjafirði þar sem Briem-fjölskyldurnar
geymdu hesta sína og riðu út á sunnu-
dögum.
Þau Sigrún og Friðgeir komu sitt úr
hvorri áttinni og höfðu alist upp við ólíkar
aðstæður. Sigrún var Reykjavíkurmær
sem ólst upp við góð efni og aðstæður
í Tjarnargötunni þar sem þrír Briem-
bræður höfðu byggt sér hús. Friðgeir
var fæddur og ólst upp fyrstu æviárin í
Skjaldabjarnarvík, afskekktum bæ nyrst
á Ströndum, og síðan á Ísafirði. Hann út-
skrifaðist stúdent frá MA en Sigrún frá
MR. Ekki höfðu margar konur lagt fyrir
sig læknanám á undan Sigrúnu og ekki
ljóst hvað varð til þess að þessi fíngerða
Reykjavíkurdama lagði út á þá grýttu
braut. Friðgeir var hins vegar vanur harð-
ræðinu. Að loknu læknanámi og stuttum
héraðslæknisstörfum Friðgeirs, sigldu þau
til Bandaríkjanna til framhaldsnáms út
í óvissuna. Lárus Einarsson prófessor í
líffærafræði í Árósum hafði heimsótt Frið-
geir á Breiðumýri og kveikt áhuga hans á
vísindarannsóknum, en hann hafði stund-
að rannsóknir bæði austanhafs og vestan,
meðal annars á lækningamætti vítamína.
Hann mun hafa boðið Friðgeiri og Sigrúnu
að koma til Árósa í framhaldsnám og til
rannsóknarstarfa. Íslenskir læknar höfðu
fram til þessa sótt sér framhaldsnám og
reynslu til Evrópu, en nú lokaði stríðið
þeirri leið að mestu. Því fóru flestir ís-
lenskir námsmenn nú vestur um haf til
framhaldsnáms. Sigrún og Friðgeir munu
hafa verið einna fyrst íslenskra lækna til
að leita sér framhaldsnáms í Vesturheimi.
Þau komust fljótt að því að ekki var auð-
hlaupið að því að fá inni á amerískum há-
skólasjúkrahúsum án þess að hafa gengið
í gegnum ákveðið ráðningaferli og með
próf frá íslenskum læknaskóla sem fáir
vissu deili á. Þeim bauðst starf bráðalækna
á læknabílum sem gerðir voru út frá
Knickerbocker-spítala í Harlem í New
York, sem þá var illræmt blökkumanna-
hverfi. Það má því segja að þau hafi steypt
sér út í djúpu laugina án þess að kunna að
synda sökum reynsluleysis, og aðstæður
hljóta að hafa verið þeim mjög framandi.
Bílstjórar læknabílanna urðu þeirra bestu
vinir og hjálparhellur. Það minnir mann
á fyrstu bæjarvaktirnar í Reykjavík þegar
gamalreyndir bílstjórar gáfu góð ráð, enda
þekktu þeir bæinn bæði utan og innan.
Sigrún stefndi á sérnám í barnalækn-
ingum, en Friðgeir í heilbrigðisvísindum
og rannsóknarstörf. Um síðir fengu þau
með aðstoð vestur-íslensks læknis í Kan-
ada ólaunaðar námsstöður á kennsluspí-
tölum í Winnipeg, Sigrún á barnaspítala
og Friðgeir á lyfjadeild. Sigrúnu líkaði vel
á barnaspítalanum, en hún saknaði mjög
sonarins sem þau skildu eftir á Íslandi
hjá vinafólki í Djúpuvík á Ströndum. Það
endaði með því að Friðgeir sigldi eftir
honum til Íslands og komst klakklaust til
baka, en Goðafoss slapp naumlega frá árás
þýsks kafbáts í þeirri ferð. Það mun hafa
verið hjónunum í Djúpuvík mjög þung-
bært að sjá á eftir drengnum, en þau áttu
ekki barn. Nokkru síðar eignuðust þau
kjördóttur, Maríu Guðmundsdóttur ljós-
myndara og fyrirsætu, er reyndist þeim
góð dóttir sem létti þeim lífið.
Með aðstoð góðra manna fékk Friðgeir
styrki til rannsóknarstarfa á þekktum
vísindastofnunum í Bandaríkjunum.
Því fluttu hjónin aftur til New York í
þann mund sem Bandaríkin soguðust
inn í heimsstyrjöldina. Þaðan fóru þau
síðan til Nashville í Tennessee, þar sem
Friðgeir lauk meistaraprófi í heilbrigðis-
vísindum með rannsóknum á vítamínum
frá Vanderbilt-háskólanum, en Sigrún
starfaði þar sem skólalæknir. Vegna góðrar
frammistöðu fékk Friðgeir síðan inngöngu
í Harvardháskólann í Boston og hlaut þar
doktorsgráðu með rannsóknum á áhrifum
Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga
auðólfur
Gunnarsson
kvensjúkdómalæknir
augun@hotmail.com
Sigrún Pálsdóttir (f. 1967) sagnfræðingur, ritstjóri
Sögu, tímarits Sögufélags, og höfundur bókarinnar Þóra
biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar sem
JPV gaf út árið 2010. Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga er
önnur bók höfundar, JPV 2013.
Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga byggist á bréfum og
dagbókum hjónanna frá því þau sigla til Bandaríkjanna
1940 og þar til þau stíga á skipsfjöl ásamt þremur litlum
börnum sínum í New York áleiðis heim 1944. Fjöldi
ljósmynda sviðsetur dramatísk og dýrmæt augnablik í
lífi fjölskyldunnar allt þar til tundurskeyti frá þýskum
kafbáti hæfir Goðafoss eftir að hann hefur beygt fyrir
Garðskaga. Allir um borð hafa landsýn en örlögin haga
því svo að aðeins 19 manns komast á leiðarenda en 24
farast með skipinu og var það stærsta blóðtaka fyrir Ís-
lendinga í seinni heimsstyrjöldinni.