Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 34
34 LÆKNAblaðið 2014/100
Y F i R l i T S G R E i n
Mér er bæði ljúft og skylt vegna aðkomu minnar að fræðslumálum
lækna á árunum 1985-2001 að skrifa nokkur orð um tilurð janúar-
námskeiðs Námskeiðs- og fræðslunefndar LÍ (Læknafélags Íslands)
og LR (Læknafélags Reykjavíkur) og framhaldsmenntunarráðs
læknadeildar Háskóla Íslands, Læknadaga. Fyrsta námskeiðið var
haldið 1995 og er það upphaf Læknadaga þó að námskeiðið bæri
ekki það nafn fyrr en árið 2000. Bakhjarl þess var framlag Náms-
sjóðs lækna til fræðslustarfsemi læknafélaganna. Saga námssjóðs-
ins hefur ekki verið skrifuð svo mér sé kunnugt um og munu þessi
skrif mín því miður ekki bæta neinu við það sem áður hefur verið
birt. Það var okkur í fræðslunefndinni alveg ljóst að við vorum
aðeins að taka við keflinu og bera það um tíma og njóta þess sem
áður hafði verið gert. Það
kom oft upp í hugann hve
mikið hafði gerst hjá lækna-
félögunum á 7. áratugnum
sem hafði skilað góðu í við-
haldsmenntun lækna. Víst
er að það var engin tilviljun
heldur unnið að því hörðum
höndum. Árið 1961 kom fé
frá „heilbrigðisstjórninni“
og Tryggingastofnun ríkis-
ins til LÍ, til þess að halda
fyrsta haustnámskeið lækna-
félaganna „fyrir praktíser-
andi lækna og héraðslækna“
(Læknablaðið 1961; 45: 189) og fé var tryggt úr ríkissjóði til að standa
straum af slíkum námskeiðum næstu árin. Árið 1962 var Náms-
sjóður lækna stofnaður í samningum við Sjúkrasamlag Reykjavík-
ur. Námssjóður sjúkrahúslækna var stofnaður 1966, læknar semja
um námsferðir til útlanda 1966. Árið 1960 var skipulagsskrá fyrir
Domus Medica staðfest af forseta Íslands (Læknablaðið, Handbók
lækna 1983; 2) og Domus Medica var tekið í notkun 1966.
Árið 1985 hafði Námskeiðs- og fræðslunefndin verulegar fjár-
hæðir frá Námssjóði lækna til ráðstöfunar í fræðslustarfsemi
lækna og fundaraðstöðu í Domus Medica sem hún mátti ráðstafa
að vild.
Reglugerð um Námssjóð lækna frá 1.1. 1975 var birt í Lækna-
blaðinu, Handbók lækna 1981-82; 1. Þar kom fram að verið var að sam-
eina „Námssjóð lækna sem stofnaður var samkvæmt ákvæðum
16. greinar samnings Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags
Reykjavíkur frá 18. apríl 1962 og Námssjóðs sjúkrahúslækna sem
stofnaður var vegna þeirra lækna sem sögðu sig úr launakerfi
opinberra starfsmanna í maí 1966 eins og segir í reglugerð þess
sjóðs“. Í 5. grein, 2. málsgrein reglugerðarinnar stendur: „Stjórn
sjóðsins er heimilt að veita námskeiðs- og fræðslunefndum LR og
LÍ styrki til fræðslustarfsemi á vegum félaganna sem nemur allt að
10% af óskiptum höfuðstól næsta árs á undan.“
Höfuðstóll sjóðsins var myndaður af hluta framlags félags-
manna hans og ónýttum rétti þeirra til úttektar úr honum, auk
ávöxtunar af inneignum hans. Þannig hafði árið 1985 safnast upp
góður höfuðstóll sem Námskeiðs- og fræðslunefnd LR og LÍ mátti
nýta til fræðslustarfsemi félaganna. Árlega sóttu mörg sérgreina-
félög lækna og einstök svæðafélög um styrki til nefndarinnar.
Kom ekki til þess á meðan ég sat í nefndinni að neita þyrfti slíkri
umsókn.
Hætt var að greiða í sjóðinn 1995 og voru sjóðfélögum greiddar
út inneignir í honum. Þá stóð eftir það fé sem sjóðurinn hafði eign-
ast með starfsemi sinni. Á aðalfundi LÍ sama ár, sem haldinn var
í Hlíðasmára í Kópavogi, var samþykkt ályktun til stjórna LÍ og
LR um „að Námssjóður lækna verði áfram til. Stjórnir félaganna
skipi starfshóp til að gera tillögur um breytingar á reglugerð og
tilgangi sjóðsins til samræmis við breyttar aðstæður lækna, enda
verði meginmarkmiðum sjóðsins haldið.“ Í framhaldi skipuðu
stjórnirnar nefnd sem í voru Atli Dagbjartsson sem var formaður
hennar, Árni Björnsson, Haukur Magnússon og Steinn Jónsson.
Nefndin fylgdi ályktunartillögunni eftir og lagði til að sjóðurinn
yrði lagður niður og eignir hans yrðu stofnfé nýrrar stofnunar,
Fræðslustofnunar lækna. Samdi nefndin tillögu að reglugerð fyrir
hana. Var fyrsta reglugerð Fræðslustofnunar lækna samþykkt á
aðalfundi LÍ sem haldinn var í Borgarnesi 26. og 27. september
1997. Þar varðveittist vel tilgangur Námssjóðs lækna, að styrkja
fræðslustarf læknafélaganna.
Árið 1985 var ég tilnefndur í Námskeiðs- og fræðslunefnd LÍ
og LR á sameiginlegum fundi stjórna félaganna og 1988 skipaður
formaður hennar. Hlutverki nefndarinnar lýsir Pétur Lúðvígsson,
þáverandi formaður nefndarinnar, þannig í viðtali við Læknablaðið
(Fréttabréf 1984; 2: 12. tbl.). „Fræðslunefndin gegnir í rauninni
þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi sér hún um að halda haustnám-
Tilurð Læknadaga
Stefán b. Matthíasson
heimilislæknir
Stefán sat í aðalstjórn LR 1982-84, í
Námskeiðs- og fræðslunefnd LÍ og LR
1985-98, formaður frá 1988, - í stjórn
Fræðslustofnunar lækna 1997-2001,
formaður. Í stjórn sjálfseignarstofnun-
ar Domus Medica 1994-96. Fulltrúi LÍ í
framhaldsmenntunarráði læknadeildar
Háskóla Íslands 1991-98. Í siðanefnd
LÍ, varamaður 2000-2001, og aðal-
maður 2001-2012. Kjörinn heiðurs-
félagi Læknafélags Íslands á aðalfundi
LÍ í september 2008.
LÆKNAbLAðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi
blaðsins eru yfirlitsgreinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni.
Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg,
söguleg og fræðileg.