Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 30
30 LÆKNAblaðið 2014/100 R A N N S Ó K N marktæk hækkun á meðalgildi 25(OH)D um 7,4 nmól/L (p=0,01). Í 6 mánaða eftirfylgd hafði gildi 25(OH)D hækkað marktækt um 18,9 nmól/L (p=0,01) (tafla III). Engar marktækar breytingar urðu á gildum kólesteróls, þríglýseríðs eða HDL (tafla II). Sálfræðilegar mælingar Marktækt dró úr einkennum þunglyndis hjá hópunum meðan á námskeiðunum stóð (mynd 3 og 4) og í hópi A+B minnkuðu þau um 13,1 stig að meðaltali (p≤0,001) en jukust um 2,5 stig í 12 mánaða eftirfylgd (tafla II og III). Einkenni þunglyndis minnkuðu marktækt um 14,1 stig (p=0,01) í hópi A en breyting hjá saman- burðarhópi nam einu stigi (p=0,57). Við samanburð á íhlutunar- og samanburðarhópi dró marktækt úr einkennum þunglyndis (p=0,004) hjá íhlutunarhópi. Kvíðaeinkennum fækkaði hjá báðum hópum á námskeiðum og tölfræðilega marktækt í hópi B og hópi A+B. Árangur hélst við eftirfylgd (tafla III). Á OP-lífsgæðakvarða fækkaði stigum beggja hópa eftir námskeiðið, en lækkunin reyndist einungis tölfræðilega marktæk hjá hópi B og A+B. Við eftirfylgd varð ekki marktæk breyting. Á SF-36v1® varð hækkun á meðalgildi fyrir andlega (MCS) og líkamlega heilsu (PCS) hjá báðum hópum og var hækkunin mark- tæk á MCS í hópi A+B (p= 0,01) (tafla II). Þátttakendur gáfu námskeiðinu meðaltalseinkunnina 9,3 á kvarðanum 1-10. Öllum þátttakendum bar saman um að skipulag námskeiðs hefði verið mjög gott eða gott og hefði uppfyllt vænt- ingar að miklu eða öllu leyti. Umræður Markmið rannsóknar var að rannsaka áhrif námskeiðsins „Njóttu þess að borða“ á heilsu kvenna sem eru of feitar. Tölfræðilega marktækur bati náðist hjá meðferðarhópunum á holdafarsmæl- ingum, neðri mörkum blóðþrýstings, sermisgildi 25(OH)D, þunglyndis- og kvíðaeinkennum, lífsgæðum á OP- kvarða og MCS (SF36). Þegar hópur A (n=9) var borinn saman við samanburðar- hóp (n=10) kom í ljós marktæk fækkun einkenna þunglyndis og hélst árangur í 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Niðurstöður styðja til- gátu rannsakenda um að meðferðin hafi jákvæð mælanleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu þátttakenda. Tafla I. Bakgrunnur þátttakenda. Hópur A (n=9) Hópur B (n=9) Hópar A og B (N=18) meðaltal (stfr) spönn meðaltal (stfr) spönn meðaltal (stfr) spönn Aldur 35,2 ± 8,3 21-42 37,0 ± 5,1 29-40 36,2 ± 6,7 21-42 Barnafjöldi 2,2 ± 1,5 0-5 1,8 ± 0,9 0-3 2,0 ± 1,3 0-5 n % n % n % Reykja 2 22 0 0* 2 11 Í vinnu 8 89 9 100 17 94 Taka lyf 6 67 4 50* 10 59** Læknisfr. greining 6 67 3 37* 9 53** Menntun Skyldunám 3 33 0 0 3 17 Framhaldskólastig 3 33 2 22 5 28 Háskólastig 3 33 7 78 10 55 *n=8 **N=17 Mynd 3. Þróun þunglyndiseinkenna (á BDI-II) hjá hópi A, mælt með mánaðar millibili frá upphafi meðferðar til loka. Mynd 4. Þróun þunglyndiseinkenna (á BDI-II) hjá hópi B. Fyrstu tveir kassarnir (box plot) sýna þróun einkenna meðan hópurinn var samanburðarhópur og hinir seinni fjórir þróun meðan á meðferð stóð. X= tími X= tími Hópur A Hópur B Y = s tig á B D I Y = s tig á B D I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.