Læknablaðið - 01.01.2014, Side 30
30 LÆKNAblaðið 2014/100
R A N N S Ó K N
marktæk hækkun á meðalgildi 25(OH)D um 7,4 nmól/L (p=0,01).
Í 6 mánaða eftirfylgd hafði gildi 25(OH)D hækkað marktækt um
18,9 nmól/L (p=0,01) (tafla III). Engar marktækar breytingar urðu
á gildum kólesteróls, þríglýseríðs eða HDL (tafla II).
Sálfræðilegar mælingar
Marktækt dró úr einkennum þunglyndis hjá hópunum meðan
á námskeiðunum stóð (mynd 3 og 4) og í hópi A+B minnkuðu
þau um 13,1 stig að meðaltali (p≤0,001) en jukust um 2,5 stig í 12
mánaða eftirfylgd (tafla II og III). Einkenni þunglyndis minnkuðu
marktækt um 14,1 stig (p=0,01) í hópi A en breyting hjá saman-
burðarhópi nam einu stigi (p=0,57). Við samanburð á íhlutunar-
og samanburðarhópi dró marktækt úr einkennum þunglyndis
(p=0,004) hjá íhlutunarhópi.
Kvíðaeinkennum fækkaði hjá báðum hópum á námskeiðum og
tölfræðilega marktækt í hópi B og hópi A+B. Árangur hélst við
eftirfylgd (tafla III). Á OP-lífsgæðakvarða fækkaði stigum beggja
hópa eftir námskeiðið, en lækkunin reyndist einungis tölfræðilega
marktæk hjá hópi B og A+B. Við eftirfylgd varð ekki marktæk
breyting.
Á SF-36v1® varð hækkun á meðalgildi fyrir andlega (MCS) og
líkamlega heilsu (PCS) hjá báðum hópum og var hækkunin mark-
tæk á MCS í hópi A+B (p= 0,01) (tafla II).
Þátttakendur gáfu námskeiðinu meðaltalseinkunnina 9,3 á
kvarðanum 1-10. Öllum þátttakendum bar saman um að skipulag
námskeiðs hefði verið mjög gott eða gott og hefði uppfyllt vænt-
ingar að miklu eða öllu leyti.
Umræður
Markmið rannsóknar var að rannsaka áhrif námskeiðsins „Njóttu
þess að borða“ á heilsu kvenna sem eru of feitar. Tölfræðilega
marktækur bati náðist hjá meðferðarhópunum á holdafarsmæl-
ingum, neðri mörkum blóðþrýstings, sermisgildi 25(OH)D,
þunglyndis- og kvíðaeinkennum, lífsgæðum á OP- kvarða og MCS
(SF36). Þegar hópur A (n=9) var borinn saman við samanburðar-
hóp (n=10) kom í ljós marktæk fækkun einkenna þunglyndis og
hélst árangur í 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Niðurstöður styðja til-
gátu rannsakenda um að meðferðin hafi jákvæð mælanleg áhrif á
andlega og líkamlega heilsu þátttakenda.
Tafla I. Bakgrunnur þátttakenda.
Hópur A (n=9) Hópur B (n=9) Hópar A og B (N=18)
meðaltal (stfr) spönn meðaltal (stfr) spönn meðaltal (stfr) spönn
Aldur 35,2 ± 8,3 21-42 37,0 ± 5,1 29-40 36,2 ± 6,7 21-42
Barnafjöldi 2,2 ± 1,5 0-5 1,8 ± 0,9 0-3 2,0 ± 1,3 0-5
n % n % n %
Reykja 2 22 0 0* 2 11
Í vinnu 8 89 9 100 17 94
Taka lyf 6 67 4 50* 10 59**
Læknisfr. greining 6 67 3 37* 9 53**
Menntun
Skyldunám 3 33 0 0 3 17
Framhaldskólastig 3 33 2 22 5 28
Háskólastig 3 33 7 78 10 55
*n=8 **N=17
Mynd 3. Þróun þunglyndiseinkenna (á BDI-II) hjá hópi A, mælt með mánaðar
millibili frá upphafi meðferðar til loka.
Mynd 4. Þróun þunglyndiseinkenna (á BDI-II) hjá hópi B. Fyrstu tveir kassarnir (box
plot) sýna þróun einkenna meðan hópurinn var samanburðarhópur og hinir seinni fjórir
þróun meðan á meðferð stóð.
X= tími X= tími
Hópur A Hópur B
Y
=
s
tig
á
B
D
I
Y
=
s
tig
á
B
D
I