Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 36
36 LÆKNAblaðið 2014/100
blaðið, (1961; 45: 189). Í greininni þakkar Hannes fyrir fjárhagslega
aðstoð frá „heilbrigðisstjórninni“ og Tryggingastofnun ríkisins
„sem gerði LÍ kleift að koma námskeiði þessu á.“ Síðan heldur
hann áfram: „Er það vissa mín að fé því hafi ekki með öllu verið á
glæ kastað, þar sem þeir sem námskeiðið sóttu muni í mörgum til-
fellum lækna með betri árangri á miklu hagkvæmari hátt en áður,
öllum aðilum til hagsbóta.“ Er hægt að tjá sig betur um gildi sí-
menntunar en Hannes gerir með þessum orðum? LÍ stefndi að því
að halda slík námskeið einu sinni á ári. Í ársskýrslu stjórnar LÍ fyrir
starfsárið 1961-1962 sem birt er í Læknablaðinu (1962; 46: 182) kemur
fram: „að nú er heimild til að styrkja framvegis slík námskeið og
á Kjartan Jóhannsson, læknir og alþingismaður, skyldar þakkir
stéttarinnar fyrir það.“ Í einhver ár var slíkur styrkur veittur.
Þessi námskeið voru síðan haldin árlega þar til 1994 að þau voru
felld niður vegna fyrirhugaðs námskeiðs í janúar 1995, „Lækna-
daga“.
Á árunum 1980-1986 voru á aðalfundum LÍ samþykktar sex
sinnum ályktanir um að komið yrði á fót framhaldsmenntun
lækna á Íslandi. Það er hlutverk Háskóla Íslands að annast grunn-
menntun og framhaldsmenntun lækna. Vilji var hjá LÍ að auka
samvinnu við Háskóla Íslands og var sam þykkt á aðalfundi 1990
ályktun til stjórnarinnar þess efnis.
Deildarfundur í læknadeild Háskóla Íslands 31. maí 1989 sam-
þykkti að koma á fót framhaldsmenntunarráði læknadeildarinnar.
„Verksvið ráðsins skal vera að hafa umsjón með framhaldsnámi og
námskeiðum hérlendis hvort heldur þau teljast til skyldunáms eða
annars framhaldsnáms“ segir í fundargerðinni. Fyrsti formaður
ráðsins var Tómas Helgason prófessor. Í umræðu um hlutverk
ráðsins kemur fram í fundargerð þess frá 4. júlí 1990 „að ekki væri
almennt fyrirhugað að mennta menn til enda (sérfræðinámsins –
innskot SBM) hér heima, heldur aðeins að hanna góðan ramma
sem verið gæti lykill að frekara námi erlendis.“ Ráðið boðaði til
fundar með fulltrúum læknafélaganna í apríl 1991 til þess að ræða
samvinnu þessara aðila um framhaldsnámið. Báðir aðilar, lækna-
deild og LÍ, vildu góða samvinnu um framhaldsnámið. Haukur
Þórðarson formaður LÍ varpaði fram þeirri tillögu að formaður
Námskeiðs- og fræðslunefndar LÍ og LR kæmi inn í ráðið og var
það samþykkt.
Aukið samstarf læknasamtakanna og læknadeildar í fram-
haldsmenntunarráði í byrjun 10. áratugarins hristi lækna saman og
skapaði ný viðhorf til viðhaldsmenntunar innanlands. Viðhalds-
menntun lækna var fyrst og fremst skipulögð af sérgreinafélögum
lækna hvort heldur innan- eða utanlands. Aðsókn að haustnám-
skeiðunum hafði enn dregist saman. Lítill áhugi var hjá aðilum
að taka þátt í lyfja- og áhaldasýningum sem voru í tengslum við
námskeiðið. Framboð á erindum og spjöldum til kynningar á vís-
indastarfi lækna í tengslum við haustnámskeiðið annað hvert ár
minnkaði. Í framhaldsmenntunarráði gerjaði viljinn til fræðslu-
starfsemi innanlands. Fulltrúar fagsviða í læknadeild sem sátu í
framhaldsmenntunarráði læknadeildarinnar voru í miklu sam-
starfi við sérgreinafélög lækna til að vinna að gerð staðla fyrir
framhaldsnámið í viðkomandi sérgrein og sérgreinarnar þurftu að
tryggja góða menntun í sínu fagi. Fyrir tíma framhaldsmenntunar-
ráðs höfðu sjúkrahúsin haft námskeið fyrir bæði yngri (kandídata)
og eldri aðstoðarlækna (súperkandídata) í námi hjá þeim. Með til-
komu ráðsins komust á vegum þess á fót námskeið fyrir alla lækna
í sérnámi í samvinnu við Námskeiðs- og fræðslunefnd LÍ og LR
og voru þau leidd af Sigurði Guðmundssyni. Voru þetta fjögurra
til fimm daga námskeið og mjög metnaðarfull. Þau voru haldin
í janúar. Frá árinu 1994 höfðu þau endað með prófi sem deildar-
læknum var boðið að taka. Var það bandarískt próf sem lagt var
fyrir námslækna í lyflæknisfræði í Bandaríkjunum og Kanada.
Námskeiðs- og fræðslunefnd LÍ og LR bar allan kostnað af þessum
námskeiðum og vegna gæða þeirra vildi hún gera þau aðgengi-
leg öllum læknum. Framhaldsmenntunarráð samþykkti það árið
1994 og tilnefndi Sigurð Guðmundsson og Margréti Oddsdóttur
(1955-2009) til samstarfs um að halda í janúar árið 1995 einnar viku
námskeið sem myndi enda með umræddu bandarísku prófi fyrir
deildarlækna.
Haustnámskeiðið og læknaþing 1993 höfðu verið í tengslum
við 75 ára afmæli LÍ og tókust með ágætum. Nefndin ákvað að
fella niður haustnámskeiðið árið 1994 og skipuleggja í staðinn
námskeið með framhaldsmenntunarráði í janúar 1995. Skyldi
það vera haldið sem símenntunarþing fyrir alla lækna um leið
og það væri framhaldsmenntunarnámskeið fyrir deildarlækna.
Janúar var ekki góður kostur fyrir innlent námskeið vegna mögu-
legra truflana á samgöngum. Hins vegar var lítið af öðrum inn-
lendum og alþjóðlegum læknaþingum í gangi á þeim tíma, sem
var kostur. Einnig var áhugi á að nýta samræmda bandaríska próf-
ið fyrir deildarlækna en það var haldið í janúar ár hvert. Gat það
nýst bæði fyrir þá einstaklinga sem tóku það og fyrir sérgreina-
félögin og framhaldsmenntunarráð til mats á framhaldsnáminu
hér á landi. Undirbúningsnefndin var skipuð undirrituðum,
Sigurði Guðmundssyni og Margréti Oddsdóttur sem sat í Nám-
skeiðs- og fræðslunefnd LÍ og LR og var einnig framkvæmdastjóri
framhaldsmenntunarráðs læknadeildarinnar.
Námskeiðið var haldið 16. – 20. janúar 1995 og þótti takast mjög
vel. Landsbyggðarmenn kvörtuðu ekki og þeir sem áttu heiman-
gengt sættu lagi milli lægða til þess að sækja námskeiðið. Nám-
skeiðs- og fræðslunefnd LÍ og LR hafði náð samkomulagi við stjórn
LR um að halda árshátíð félagsins í lok námskeiðsvikunnar. Vildi
nefndin umbuna fyrirlesurum og fundarstjórum á námskeiðinu
með boðsmiðum á árshátíðina og auka þannig veg hennar og sam-
veru lækna en önnur veraldleg umbun var ekki. Mæltist það vel
fyrir og hefur verið gert síðan.
Janúarnámskeiðin fengu ekkert ákveðið nafn fyrr en árið 2000.
Þá höfðu þau dafnað það vel að okkur fannst þau standa undir því
að bera heitið „Læknadagar“.
Fyrsta námskeiðið var svo umfangsmikið að þrátt fyrir góða
aðstoð skrifstofu læknafélaganna óskaði námskeiðs- og fræðslu-
nefndin eftir því að fá ákveðinn starfskraft til aðstoðar við skipu-
lag næstu fræðsluviku. Til undirbúnings og í næstu framkvæmda-
nefnd fyrir námskeiðsvikuna í janúar 1996 var ráðin þáverandi
starfsmaður Læknablaðsins og núverandi starfsmaður læknafélag-
anna, Margrét Aðalsteinsdóttir. Margrét hefur síðan komið að
öllum Læknadögum sem framkvæmdastjóri og er burðarstólpi
þeirra. Nú eru Læknadagar í umsjá Fræðslustofnunar lækna ein-
göngu. Læknadagar eru samt enn símenntunarnámskeið fyrir alla
íslenska lækna og fræðslunámskeið fyrir unglækna og kandídata.
Frá árinu 1996 hafa sérgreinafélögin fengið boð um að halda nám-
skeið eða málþing fyrir félagsmenn sína á Læknadögum en hafa
efnistök þannig að þau höfði til sem breiðasts hóps lækna.
Y F i R l i T S G R E i n