Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 7 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Allt hefur sinn tíma segir í gömlum texta. Læknablaðið hefur komið út óslitið frá árs- byrjun 1915 og er því nú að hefja sitt 100. útgáfuár. Afmælisbarnið ber háan aldur vel enda er efni þess í stöðugri endurskoðun. Á þessum merku tímamótum er rétt að minn- ast þeirra sem ruddu brautina. Eldhuginn Guðmundur Hannesson ýtti Læknablaðinu úr vör og markaði djúp spor í sögu þess í upphafi síðustu aldar. Hann handskrifaði sjálfur fjölmörg tölublöð af því sem hann nefndi „fyrirrennara íslensks læknablaðs“, hektógraferaði og sendi læknum í norður- og austuramtinu á árunum 1902 til 1904. Síðar stóð Guðmundur fyrir reglulegri út- gáfu Læknablaðsins og var kjörinn í ritstjórn þess frá 1915 til 1921. Blaðið hefur alla tíð verið skrifað á íslensku. Á seinni árum hafa þó ágrip og myndefni verið birt á íslensku og ensku. Árlega eru gefin út 12 tölublöð, en júlí- og ágústblaðið kemur út sameinað í júlí. Nær allt efni blaðsins er birt í opnum aðgangi á netinu. Læknablaðið hefur um árabil fylgt al- þjóðlegum viðmiðum um kröfur til fræði- greina. Það fékkst metið með sama hætti til rannsóknarstiga í Háskóla Íslands og sam- bærileg erlend tímarit eftir að fræðigreinar blaðsins fengust skráðar í gagnagrunn Medline/Pubmed árið 2005. Á síðustu árum hafa fræðigreinarnar og tilvitnanir í þær einnig verið skráðar á vefi Science Cita- tion Index, Journal Citation Report/Science Edition, Scopus og Google Scholar. Með því að hvika hvergi frá kröfum til fræðilegs efnis hefur tekist að halda skráningu blaðs- ins í ofangreinda grunna. Samhliða þróun efnis, útlits og rafræns aðgengis þarf ávallt að huga að tengslum við lækna í hinum ýmsum sérgreinum og kynna blaðið fyrir námslæknum og læknanemum. Margir þeirra stíga þar sín fyrstu spor á ritvell- inum. Ritstjórn hefur ákveðið að minn- ast aldarafmælisins með ýmsum hætti í 100. árgangi. Þar munu fléttast saman þræðir úr fortíð og nútíð. Forsíðan verður með breyttu sniði. Sögulegar myndir af læknum og lykilstofnunum íslenskrar heil- brigðisþjónustu verða í öndvegi. Í hverju tölublaði verða birtar sérstakar afmælis- greinar. Í tilefni þess að Læknadagar fara í hönd ríður Stefán B. Matthíasson á vaðið og rekur sögu þeirra. Í seinni tölublöðum munu meðal annars birtast greinar um þró- un læknismenntunar á Íslandi; um mikil- væg skref á sviði lýðheilsu og heilsugæslu; lykiláfanga í þróun klínískra rannsókna og sögð verður saga merkra frumkvöðla í læknastétt hér á landi. Rausnarlegur styrk- ur Læknafélags Íslands gerir okkur kleift að skanna og setja á netið þá eldri árganga sem til þessa hafa ekki verið aðgengilegir á netinu. Lyfjastofnun hefur veitt leyfi til birtingar lyfjaauglýsinga frá árunum 1915 til 1990 samhliða öðru skönnuðu efni. Þróun auglýsingatextanna er merk heimild um veröld sem var. Þeir endurspegla þekk- ingarstig og tíðaranda, og þær elstu hafa að auki ótvírætt skemmtigildi. Á vordögum mun Læknablaðið standa fyrir málþingi og afmælisveislu. Að mati undirritaðs hefur Læknablaðið á síðustu árum gegnt mikilvægara hlutverki í umræðu um heilbrigðismál á Íslandi en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar fá nú efnis- yfirlit þess sent með tölvupósti um leið og blaðið kemur út. Almenningur á greiðan aðgang að efni blaðsins á netinu, enda sýna fréttamenn leiðurum og öðru efni blaðsins iðulega mikinn áhuga. Prentútgáfan vegur sem fyrr þungt í tekjuöflun blaðsins. Mark- viss kynning lækna á grafalvarlegri stöðu heilbrigðisþjónustu hér á landi í leiðurum blaðsins og í öðrum fjölmiðlum á síðasta ári stuðlaði að kröfu almennings og síðan þing- heims um endurreisn þjónustunnar. Heil- brigðismál urðu fyrir vikið að kosningamáli í fyrsta sinn í manna minnum síðastliðið vor og varð umræðan mikilvægt leiðarljós við gerð fjárlaga. Hún skapaði einnig sátt á Alþingi nú í desember um fyrstu skrefin til endurreisnar heilbrigðisþjónustunnar eftir tveggja áratuga viðvarandi hagræðingu, sparnað og niðurskurð. Niðurstaða fjár- laga fyrir árið 2014 kveikir von í brjóstum margra um að forsendur hafi loks skapast til að snúa við þróun sem hefur gengið of nærri þreki starfsfólks. Sáttin á Alþingi um að uppbygging þjónustunnar sé hafin og haldi áfram á næstu árum mun hvetja ís- lenska lækna erlendis til að íhuga að snúa nú heim að loknu sérnámi. Þar ræður þó niðurstaða fyrirliggjandi kjarasamninga vitaskuld einnig miklu. Verulegur vandi er fyrirséður í nýliðun heilsugæslulækna hér á landi sem bregðast verður við.1 Ungir heilsugæslulæknar hafa bent á að mikil- vægt sé að draga úr miðstýringu og bjóða fjölbreyttari rekstrarform í heilsugæslunni, líkt og gefist hefur vel í nágrannalöndun- um, eigi þeir að ílendast hér að námi loknu.2 Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra benda til þess að brýning þeirra fari saman við áhersl ur hans. Að lokum þetta: Læknablaðið á að sam- eina lækna. Þakkir færi ég öllum þeim sem hafa í gegnum tíðina helgað blaðinu krafta sína og gert það að því öfluga fræði- og félagsriti sem það er í dag. Þær þakkir færi ég starfsfólki, en ekki síður höfundum fræðigreina, íslenskum læknum. Framtíð blaðsins er í ykkar höndum. 1. Sigurjónsson H. „Þekking okkar á málaflokknum er ekki nýtt“. Segir Þórarinn Guðnason um þátttöku sérfræði- lækna við stefnumótun heilbrigðisþjónustu. Læknablaðið 2012; 98: 40-2. 2. Georgsdóttir GJ. Hálffullt glas. Læknablaðið 2013; 99: 577. Læknablaðið 100 ára The icelandic Medical Journal celebrates its 100th volume Engilbert Sigurðsson, Editor-in-Chief of Læknablaðið, The Icelandic Medical Journal, Professor of Psychiatry, School of Health Sciences, University of Iceland, Consultant Psychiatrist, Landspítali University Hospital. Engilbert Sigurðsson ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, prófessor í geðlæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, yfirlæknir við geðsvið Landspítala engilbs@landspitali.is Styttur Sérlyfjaskrártexti: Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð. Ábendingar: Meðferð við miðlungsmiklum eða verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli (benign prostatic hyperplasia, BPH). Draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungsmikil eða veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur af Duodart er eitt hylki (0,5 mg/0,4 mg) til inntöku u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og hvorki tyggja þau né opna. Frábendingar: Ekki má nota Duodart hjá: konum, börnum eða unglingum, sjúklingum með ofnæmi fyrir dútasteríði, öðrum 5-alfa-redúktasahemlum, tamsúlósíni, soja, jarðhnetum eða einhverju öðru hjálparefnanna, sjúklingum með sögu um réttstöðulágþrýsting. sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra.is, Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: 28. mars 2012. Pakkningar og verð (nóvember 2012) Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 30stk. R, E 6.430 kr Ráðlagður skammtur af Duodart er eitt hylki (0,5 mg/0,4 mg) til inntöku u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og hvorki tyggja þau né opna. * Samanborið við einlyfjameðferð með dútasteríði eða tamsúlósíni † Enginn marktækur munur var milli samsettrar meðferðar og dútasteríð einlyfjameðferðar (RRR 19.6%, p=0.18) References: 1. Duodart, samantekt á eiginleikum lyfs. 2. Roehrborn CG et al. Eur Urol 2010; 57: 123-131. Duodart, eitt hylki á dag býður upp á skjótan, afburðagóðan og viðvarandi bata einkenna*, þar sem marktækt dregur úr líkum á bráðri þvagteppu og skurðaðgerðum tengdum BPH samanborið við tamsúlósín† 1,2 Framfaraskref í meðferð við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli (BPH) (dútasteríð/tamsúlósín HCl) hylki Finndu muninn IS /D U TT /0 00 1/ 12 Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. IS_DUTT_0001_Duodart_Adverts with SPC_Snow_dec2012 10.12.2012 13:49 Side 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.