Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 7

Læknablaðið - 01.01.2014, Síða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 7 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Allt hefur sinn tíma segir í gömlum texta. Læknablaðið hefur komið út óslitið frá árs- byrjun 1915 og er því nú að hefja sitt 100. útgáfuár. Afmælisbarnið ber háan aldur vel enda er efni þess í stöðugri endurskoðun. Á þessum merku tímamótum er rétt að minn- ast þeirra sem ruddu brautina. Eldhuginn Guðmundur Hannesson ýtti Læknablaðinu úr vör og markaði djúp spor í sögu þess í upphafi síðustu aldar. Hann handskrifaði sjálfur fjölmörg tölublöð af því sem hann nefndi „fyrirrennara íslensks læknablaðs“, hektógraferaði og sendi læknum í norður- og austuramtinu á árunum 1902 til 1904. Síðar stóð Guðmundur fyrir reglulegri út- gáfu Læknablaðsins og var kjörinn í ritstjórn þess frá 1915 til 1921. Blaðið hefur alla tíð verið skrifað á íslensku. Á seinni árum hafa þó ágrip og myndefni verið birt á íslensku og ensku. Árlega eru gefin út 12 tölublöð, en júlí- og ágústblaðið kemur út sameinað í júlí. Nær allt efni blaðsins er birt í opnum aðgangi á netinu. Læknablaðið hefur um árabil fylgt al- þjóðlegum viðmiðum um kröfur til fræði- greina. Það fékkst metið með sama hætti til rannsóknarstiga í Háskóla Íslands og sam- bærileg erlend tímarit eftir að fræðigreinar blaðsins fengust skráðar í gagnagrunn Medline/Pubmed árið 2005. Á síðustu árum hafa fræðigreinarnar og tilvitnanir í þær einnig verið skráðar á vefi Science Cita- tion Index, Journal Citation Report/Science Edition, Scopus og Google Scholar. Með því að hvika hvergi frá kröfum til fræðilegs efnis hefur tekist að halda skráningu blaðs- ins í ofangreinda grunna. Samhliða þróun efnis, útlits og rafræns aðgengis þarf ávallt að huga að tengslum við lækna í hinum ýmsum sérgreinum og kynna blaðið fyrir námslæknum og læknanemum. Margir þeirra stíga þar sín fyrstu spor á ritvell- inum. Ritstjórn hefur ákveðið að minn- ast aldarafmælisins með ýmsum hætti í 100. árgangi. Þar munu fléttast saman þræðir úr fortíð og nútíð. Forsíðan verður með breyttu sniði. Sögulegar myndir af læknum og lykilstofnunum íslenskrar heil- brigðisþjónustu verða í öndvegi. Í hverju tölublaði verða birtar sérstakar afmælis- greinar. Í tilefni þess að Læknadagar fara í hönd ríður Stefán B. Matthíasson á vaðið og rekur sögu þeirra. Í seinni tölublöðum munu meðal annars birtast greinar um þró- un læknismenntunar á Íslandi; um mikil- væg skref á sviði lýðheilsu og heilsugæslu; lykiláfanga í þróun klínískra rannsókna og sögð verður saga merkra frumkvöðla í læknastétt hér á landi. Rausnarlegur styrk- ur Læknafélags Íslands gerir okkur kleift að skanna og setja á netið þá eldri árganga sem til þessa hafa ekki verið aðgengilegir á netinu. Lyfjastofnun hefur veitt leyfi til birtingar lyfjaauglýsinga frá árunum 1915 til 1990 samhliða öðru skönnuðu efni. Þróun auglýsingatextanna er merk heimild um veröld sem var. Þeir endurspegla þekk- ingarstig og tíðaranda, og þær elstu hafa að auki ótvírætt skemmtigildi. Á vordögum mun Læknablaðið standa fyrir málþingi og afmælisveislu. Að mati undirritaðs hefur Læknablaðið á síðustu árum gegnt mikilvægara hlutverki í umræðu um heilbrigðismál á Íslandi en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar fá nú efnis- yfirlit þess sent með tölvupósti um leið og blaðið kemur út. Almenningur á greiðan aðgang að efni blaðsins á netinu, enda sýna fréttamenn leiðurum og öðru efni blaðsins iðulega mikinn áhuga. Prentútgáfan vegur sem fyrr þungt í tekjuöflun blaðsins. Mark- viss kynning lækna á grafalvarlegri stöðu heilbrigðisþjónustu hér á landi í leiðurum blaðsins og í öðrum fjölmiðlum á síðasta ári stuðlaði að kröfu almennings og síðan þing- heims um endurreisn þjónustunnar. Heil- brigðismál urðu fyrir vikið að kosningamáli í fyrsta sinn í manna minnum síðastliðið vor og varð umræðan mikilvægt leiðarljós við gerð fjárlaga. Hún skapaði einnig sátt á Alþingi nú í desember um fyrstu skrefin til endurreisnar heilbrigðisþjónustunnar eftir tveggja áratuga viðvarandi hagræðingu, sparnað og niðurskurð. Niðurstaða fjár- laga fyrir árið 2014 kveikir von í brjóstum margra um að forsendur hafi loks skapast til að snúa við þróun sem hefur gengið of nærri þreki starfsfólks. Sáttin á Alþingi um að uppbygging þjónustunnar sé hafin og haldi áfram á næstu árum mun hvetja ís- lenska lækna erlendis til að íhuga að snúa nú heim að loknu sérnámi. Þar ræður þó niðurstaða fyrirliggjandi kjarasamninga vitaskuld einnig miklu. Verulegur vandi er fyrirséður í nýliðun heilsugæslulækna hér á landi sem bregðast verður við.1 Ungir heilsugæslulæknar hafa bent á að mikil- vægt sé að draga úr miðstýringu og bjóða fjölbreyttari rekstrarform í heilsugæslunni, líkt og gefist hefur vel í nágrannalöndun- um, eigi þeir að ílendast hér að námi loknu.2 Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra benda til þess að brýning þeirra fari saman við áhersl ur hans. Að lokum þetta: Læknablaðið á að sam- eina lækna. Þakkir færi ég öllum þeim sem hafa í gegnum tíðina helgað blaðinu krafta sína og gert það að því öfluga fræði- og félagsriti sem það er í dag. Þær þakkir færi ég starfsfólki, en ekki síður höfundum fræðigreina, íslenskum læknum. Framtíð blaðsins er í ykkar höndum. 1. Sigurjónsson H. „Þekking okkar á málaflokknum er ekki nýtt“. Segir Þórarinn Guðnason um þátttöku sérfræði- lækna við stefnumótun heilbrigðisþjónustu. Læknablaðið 2012; 98: 40-2. 2. Georgsdóttir GJ. Hálffullt glas. Læknablaðið 2013; 99: 577. Læknablaðið 100 ára The icelandic Medical Journal celebrates its 100th volume Engilbert Sigurðsson, Editor-in-Chief of Læknablaðið, The Icelandic Medical Journal, Professor of Psychiatry, School of Health Sciences, University of Iceland, Consultant Psychiatrist, Landspítali University Hospital. Engilbert Sigurðsson ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, prófessor í geðlæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, yfirlæknir við geðsvið Landspítala engilbs@landspitali.is Styttur Sérlyfjaskrártexti: Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð. Ábendingar: Meðferð við miðlungsmiklum eða verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli (benign prostatic hyperplasia, BPH). Draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungsmikil eða veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur af Duodart er eitt hylki (0,5 mg/0,4 mg) til inntöku u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og hvorki tyggja þau né opna. Frábendingar: Ekki má nota Duodart hjá: konum, börnum eða unglingum, sjúklingum með ofnæmi fyrir dútasteríði, öðrum 5-alfa-redúktasahemlum, tamsúlósíni, soja, jarðhnetum eða einhverju öðru hjálparefnanna, sjúklingum með sögu um réttstöðulágþrýsting. sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra.is, Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: 28. mars 2012. Pakkningar og verð (nóvember 2012) Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 30stk. R, E 6.430 kr Ráðlagður skammtur af Duodart er eitt hylki (0,5 mg/0,4 mg) til inntöku u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og hvorki tyggja þau né opna. * Samanborið við einlyfjameðferð með dútasteríði eða tamsúlósíni † Enginn marktækur munur var milli samsettrar meðferðar og dútasteríð einlyfjameðferðar (RRR 19.6%, p=0.18) References: 1. Duodart, samantekt á eiginleikum lyfs. 2. Roehrborn CG et al. Eur Urol 2010; 57: 123-131. Duodart, eitt hylki á dag býður upp á skjótan, afburðagóðan og viðvarandi bata einkenna*, þar sem marktækt dregur úr líkum á bráðri þvagteppu og skurðaðgerðum tengdum BPH samanborið við tamsúlósín† 1,2 Framfaraskref í meðferð við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli (BPH) (dútasteríð/tamsúlósín HCl) hylki Finndu muninn IS /D U TT /0 00 1/ 12 Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. IS_DUTT_0001_Duodart_Adverts with SPC_Snow_dec2012 10.12.2012 13:49 Side 1

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.