Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 62
Alla tíð hafa auglýsingar skipt verulegu máli fyrir Læknablaðið einsog sést best af kápunni á fyrsta tölublaðinu 1915. Af fjölda þeirra í blaðinu sést hvernig þjóðarhagur hefur verið. Úr þeim má lesa mikinn tíðaranda, í málfari, stíl, efnis- tökum og innihaldi. Það er langur vegur frá heimatilbúnum dálkaauglýsingum um 1950 til lyfjaauglýsinga ársins 2013. Hér á síðunni eru birtar af handahófi auglýsingar úr 36. árgangi blaðsins árið 1951. Þá var þérað í auglýsingum og bundið mál með spaugsömu ívafi höfðaði betur til neytandans en óbundið: Allt yðar líf, eitthvað frá S.Í.F. Það eru ekki gefin mörg símanúmer (þau eru fjögurra stafa!) og bílaeign lands- manna allt annars staðar á skalanum en nú: Hafliði fiskkaupmaður hvetur fólk til að ganga við hjá sér, - til að fá í soðið, - allur matur var soðinn í vatni um miðja öldina. Það hefði flokkast sem bilun eða matargerðaráráttuþrjóskuröskun að baka fisk árið 1951. Ópal og kók er svo sem óbreytt útlits, en hann fær sér kók og hún prjónar sokka, ehmm, hvað eru mörg R í því? Það þarf heldur engan langhund með CocaCola, lógóið talar sjálft. Á þessum tíma eru ný fyrirtæki að rísa í eigu ríkisins, og þau bera stolt nafn eigandans, - það er enginn vafi með eign- arhaldið, Tóbakseinkasala ríkisins með neftóbak einsog hver vill, og Skipaútgerð ríkisins er með tilfinningaþrunginn texta, lýðveldið er nýfengið og kalda stríðið handan við hornið, og lífsnauðsyn að þjappa sér saman sem þjóð. Góður skipa- kostur fyrir fólk og farangur staðfestir menningu landsins og gerir það lífvæn- legra, ferðizt með þeim. Þarna er zetan líka gjaldgengur íbúi þessa samfélags. James Bond er í vinnu hjá Sjóvátrygginga- félaginu, hann er æsilegur sölumaður með hraustlegt letur sem hallar aðeins til að ýta undir styrkleikann og sveifluna í inni- haldinu, og með eina upphrópunarmerkið sem sást á kreiki í auglýsingum þessa árs. Það er fjölskyldufaðirinn sem tryggir líf sitt hjá Bond, meira að segja strax sem er tvítekið og gæti því þýtt strax! Teikningin og textinn frá Þvottamið- stöðinni tekur af öll tvímæli: sú sem þvær sjálf bograr yfir bala með gamaldags svuntu og innskeif í stígvélum með ógreitt stutt hár og sútarsvip, en sú sem sendir óhreina tauið í Þvottamiðstöðina er upprétt, snýr fram með þvottinn samanbrotinn, með rosaflotta svuntu og spariskó og skart, og er nýgreidd. Þarf frekari vitnanna við? 62 LÆKNAblaðið 2014/100 Auglýsingar í tímans rás Úr fórum Læknablaðsins – 1915-2014 Vinsamlegast hafðu samband og fáðu upplýsingar um sali, rými eða fundarherbergi — radstefnur@harpa.is Sigurvegari Mies van der Rohe verðlaunanna 2013 Bran d en b ur g Taktu næstu ákvörðun í Hörpu Ráðstefnuhús miðja vegu milli heimsálfa www.harpa.is ■ ■ ■ védís Skarphéðinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.