Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.01.2014, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2014/100 35 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S skeið læknafélaganna, sem annað hvert ár eru nokkru viðameiri en hitt árið þegar læknum er gefinn kostur á að flytja erindi um rannsóknir sínar. Annað hlutverk nefndarinnar er að halda uppi faglegum fræðslufundum á vegum félaganna og hið þriðja er að styðja og styrkja fræðslustarfsemi annarra félaga lækna, sérgreina- félaga og svæðafélaga.“ Viðtalið speglar þau umræðuefni og áskoranir sem fræðslu- nefndin stóð þá frammi fyrir. Mikil gróska var í fræðslustarfsemi lækna og mikið framboð á fundum. Reglulegir fundir voru á spít- ölunum, sérgreinafélögin héldu fundi og vísindaþing fyrir félags- menn sína og nýstofnað Félag íslenskra heimilislækna var mjög virkt í símenntun fyrir sína félagsmenn. Árlega voru haldin hér á landi stór norræn læknaþing einhverra sérgreinafélaga. Læknar nýttu rétt sinn til að sækja sér símenntun til útlanda á þing eða námskeið. Aðsókn að almennum fræðslufundum á vegum nefnd- arinnar var því misjöfn og aðsókn að haustnámskeiðum hafði minnkað. Þau voru haldin í september ár hvert og höfðu verið best sótt af heimilis- og heilsugæslulæknum og unglæknum. Lands- byggðarlæknar áttu auðveldast með að fá afleysingu í september og voru í auknum mæli farnir að nýta þann mánuð til að sækja sér viðhaldsmenntun erlendis. Læknum sem kynntu rannsóknarverk- efni sín með frjálsum erindum í tengslum við námskeiðið fækkaði og voru sjaldan að flytja þau erindi þar í fyrsta sinn. Nefndin gat veitt öðrum samtökum lækna styrki og aðstöðu fyrir fræðslustarfsemi og voru það helst svæðafélögin og sér- greinafélögin sem sóttu um slíkt. Gott samband var milli stjórna læknafélaganna og nefndarinnar. Stjórnirnar og aðalfundir LÍ tóku fræðslumál félaganna til umræðu. Að frumkvæði þeirra hélt nefndin meðal annars námskeið um stjórnun fyrir lækna og nám- skeið í bráðalækningum utan sjúkrahúsa. Læknar höfðu í kjarasamningum skapað sér nauðsynlega og góða möguleika til símenntunar. Læknafélögin vildu á allan hátt styðja við símenntun félagsmanna sinna innanlands, meðal ann- ars í gegnum Námskeiðs- og fræðslunefndina. Nefndin hafði góð- ar forsendur til þess vegna fjárframlaga frá Námssjóði lækna og fundaraðstöðu í Domus Medica eins og áður segir. Í umræddu við- tali við Pétur segir hann þegar hann er að ræða um fræðslufundi lækna: „Eitt af hlutverkum fræðslunefndarinnar ætti að vera að samhæfa þessa fræðslustarfsemi betur og við höfum áhuga á því að vinna að því.“ Ég hafði verið í stjórn LR 1982-84 og þekkti því vel til umræðu um fræðslumálefni læknafélaganna. Á sameigin- legum fundi stjórnar LR og LÍ á þeim tíma hafði Þorvaldur Veigar Guðmundsson þáverandi formaður LÍ lýst því yfir að hann vildi helst sjá eitt sameiginlegt símenntunarþing fyrir alla lækna. Taldi hann að það myndi skila læknum mestu. Almennt vildu læknar að símenntunin væri sýnileg og löngu voru komnar fram hugmyndir um að hún væri líka staðfest af samtökum lækna. Fyrsta haustnámskeið læknafélaganna var haldið í september 1961. Læknaþing árið 1961 hafði samþykkt áskorun til aðalfundar LÍ, sem haldinn var 30. júní til 1. júlí 1961, í kjölfar þingsins um að koma á námskeiði fyrir almenna lækna. Tillögumenn að ályktun- inni voru þeir Óskar Þórðarson verðandi formaður LÍ (formaður 1961-1965) og Sigurður Sigurðsson þáverandi landlæknir. Voru þeir kosnir á aðalfundinum í undirbúningsnefnd fyrir gerð tillögu um slíkt námskeið ásamt Hannesi Finnbogasyni, sem var haldið árið 1961. Hannes sat það og skrifar skemmtilega grein um það í Lækna- Árið 1998 stillti fyrsta stjórn Fræðslustofnunar sér upp í tunnunni hjá Læknafélaginu í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Þau eru frá vinstri: Ari Jóhannesson, Margrét Oddsdóttir (látin), Stefán B. Matthíasson, Ludvig Guðmundsson og Hannes Petersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.