Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 14

Læknablaðið - 01.01.2014, Page 14
14 LÆKNAblaðið 2014/100 Rauðkornagjöf Blóðrauði fyrir gjöf var að meðaltali 87 ± 12 g/L (tafla II) (mið- gildi 88 g/L, fjórðungsmörk 76-100 g/L). Blóðrauði mældist yfir 90 g/L við gjöf rauðkornaþykknis í 33% tilfella. Alls voru 48 einingar (6%) rauðkornaþykknis gefnar sjúklingi með blóðrauðagildi yfir 100 g/L (mynd 1) og 16 einingar (2%) þegar gildi var yfir 110 g/L. Þegar rauðkornaþykkni var gefið sjúklingi með blóðrauðagildi yfir 100 g/L voru að hámarki gefnar þrjár einingar innan sama sólar- hrings/lotu (mynd 2). Við gjöf rauðkorna var stök eining gefin í helmingi sólarhringa/lota (181 sólarhringur/lota) og því 181 (22%) rauðkornaeining gefin stök (mynd 3). Blóðvökvi var gefinn sam- hliða rauðkornaþykkni á 89 sólarhringum/lotum af 365 (24%) og blóðflögur einnig 50 sinnum (14%) (mynd 4). Blóðvökvagjöf Próþrombíntími við gjöf blóðvökva var að meðaltali 20,4 ± 7 sek- úndur (tafla II) (miðgildi 17,4 sek, fjórðungsmörk 14,4-20,5 sek). Mæling á próþrombíntíma lá fyrir við gjöf 657 blóðvökvaeininga (88%) og var próþrombíntími undir 20,5 sekúndum við gjöf í 82% tilfella. Í 9% tilfella var blóðvökvi gefinn við eðlilegan próþromb- íntíma (12,5-15,0 sekúndur) (mynd 5). Önnur storkupróf en pró- R a n n S Ó k n þrombíntími voru mæld í 7% tilfella og ekkert storkupróf fannst í 5% tilfella. Blóðflögugjöf Blóðflögugildi við gjöf blóðflagna var að meðaltali 82 ± 49 þús/ μL (tafla II) (miðgildi 73 þús/μL, fjórðungsmörk 10-136 þús/μL). Í 75% tilvika var blóðflögugildi yfir 50 þús/μL, þar af voru 33% blóðflagna gefnar sjúklingum með blóðflögugildi yfir 100 þús/ μL (mynd 6). Hjá þeim sjúklingum sem gengist höfðu undir opna hjartaaðgerð voru blóðflögur að meðaltali gefnar við hærra blóð- flögugildi, eða 125 þús/μL borið saman við 63 þús/μL hjá öðrum (p<0,001), (tafla III). Gjafir utan viðmiða leiðbeininga Allar gjafir rauðkorna við blóðrauða yfir 100 g/L (6%) voru taldar utan viðmiða leiðbeininga. Þá reyndust 14% gjafa blóðvökva (blóð- storkupróf ekki til staðar eða próþrombíntími innan marka við- miðunargildis við gjöf) og 33% blóðflögugjafa (blóðflögugildi yfir 100 þús/μL) utan viðmiða leiðbeininga. Umræður Rúmlega þriðjungur (34%) gjörgæslusjúklinga á Landspítala fékk blóðhluta á rannsóknartímabilinu. Þótt þessar niðurstöður séu svipaðar og í erlendum rannsóknum1-6 er ljóst að talsvert af blóð- hlutum var ekki gefið í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Þar sem aðgengi að blóði er takmarkað og blóðhlutagjafir bera með sér ákveðna áhættu fyrir sjúklinga er mikilvægt að sýna aðhaldssemi í gjöf þeirra. Árlega eru í kringum 20.000 blóðhlutar framleiddir í Blóðbankanum (13-14.000 einingar rauðkorna, 4-5000 einingar blóðvökva og 2000-2400 blóðflögueiningar). Þessi rannsókn sýnir að á ársgrundvelli megi gera ráð fyrir að gjörgæsludeildir Land- spítala noti um það bil 3500 einingar en það svarar til 15-20% af ársnotkun blóðhluta á Íslandi. Meðallegutími sjúklinga sem fengu blóðhluta var umtalsvert lengri en gjörgæslusjúklinga almennt, eða 5,6 dagar borið saman við 2,9 daga. Þetta er vísbending um að sjúklingar sem fengu blóð- hluta hafi verið veikari en hinir sem ekki fengu þá en mat á alvar- Mynd 3. Fjöldi rauðkornaein- inga (samtals 838 einingar) sem gefnar voru saman á sólarhring/ lotu (samtals 365 sólarhringar/ lotur). Oftast voru rauðkorna- einingar gefnar stakar. (b). Heildarfjöldi rauðkornaeininga sem voru gefnar þeim 202 gjörgæslusjúklingum sem fengu blóðhluta í legu. Súlan lengst til vinstri sýnir þá sjúklinga sem fengu blóðvökva og/eða blóðflög- ur en ekkert rauðkornaþykkni. Mynd 4. Yfirlit yfir þá blóðhluta sem gefnir voru á samtals 439 sólarhringum/ lotum. Hægt er að sjá hversu oft sjúklingar fengu mismunandi tegundir blóðhluta, en í 50 sólarhringum/lotum voru gefnar allar þrjár tegundirnar. Sjá nánar í texta.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.