Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 11

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 11
LÆKNAblaðið 2014/100 651 gegn heilablóðfalli/ segareki Forvörn gegn heilablóðfalli / segareki hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist lokusjúkdómum (NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum. Aðeins Eliquis® tengir saman þessa kosti Veldu Eliquis®, eina Xa hemilinn sem sýnt hefur verið fram á að veiti áhrifaríkari vörn gegn heilablóðfalli/segareki með marktækt minni tíðni á meiriháttar blæðingum samanborið við warfarin1. Eliquis® (apixaban), sem ætlað er til inntöku, er beinn hemill á storkuþátt Xa og hefur eftirfarandi ábendingar: • Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. • Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥II)2. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Sjá frekari upplýsingar um lyfið á www. lyfjastofnun.is Heimildir: 1. Granger CB et al. Apixaban versus warfarin in patients with atrial fibrillation.N Engl J Med 2011; 365: 981–992.2. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis. Áhrifaríkari vörn PFI141001 samanborið við warfarin1samanborið við warfarin1 Minni tíðni meiriháttar blæðinga Inngangur Kransæðahjáveituaðgerð er langalgengasta opna hjarta- aðgerðin á Vesturlöndum og er oftast beitt við útbreidd- um kransæðasjúkdómi og/eða þrengslum í höfuðstofni vinstri brjóstholsslagæðar.1-3 Áhætta á kransæðasjúk- dómi eykst með aldri en flestir sjúklingar sem gangast undir hjáveituaðgerð eru komnir fast að sjötugu og gera má ráð fyrir að yfir 97% þeirra lifi aðgerðina.4-6 Áhættu- þættir kransæðasjúkdóms hjá yngri sjúklingum eru ekki eins vel rannsakaðir og hjá þeim eldri. Þó hafa reykingar og sykursýki, sérstaklega hjá konum, tengsl við snemmkominn kransæðasjúkdóm.7,8 Einnig virðast karlar fá kransæðasjúkdóm fyrr, sér staklega þeir sem eru í ofþyngd.7,9 Fjölskyldusaga er einnig mikilvægur áhættuþáttur en rannsóknir benda til að erfðaþættir geti leikið stórt hlutverk í þróun snemmkomins krans- æðasjúkdóms.10 Hér á landi hefur árangur kransæðahjáveituaðgerða verið töluvert rannsakaður, meðal annars hjá eldri sjúklingum og þeim sem þjást af offitu.6,11,12 Hins vegar er lítið vitað um árangur hjá yngri sjúklingum, en í erlendum rannsóknum eru þeir um 5-7% þeirra sem gangast undir hjáveituaðgerð.13,14 Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum 50 ára og yngri og bera saman við eldri sjúklinga. Sérstak- lega var litið á snemmkomna fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga en einnig langtímalifun eftir aðgerð. inngangur: Meðalaldur þeirra sem gangast undir kransæða hjá- veituaðgerð er nálægt sjötugu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), meðal annars snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri og 1526 sjúklinga yfir fimmtugu. niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegar í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga fyrir aðgerð var marktækt lægra en þeirra eldri (52% á móti 55%, p=0,004), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% á móti 27%, p=0,003) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% á móti 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvilla var lægri hjá yngri sjúklingum (30% á móti 50%, p<0,001), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% á móti 35%, p<0,001), en blæðing í brjóstholskera á fyrsta sólarhring eftir aðgerð var einnig minni (853 ml á móti 999 ml, p=0,015) og þeir fengu færri einingar af rauðkornaþykkni (1,3 á móti 2,8 ein, p<0,001). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (6% á móti 11%, p=0,13) eða dánartíðni innan 30 daga (1% á móti 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega tveimur dögum styttri að meðaltali en þeirra eldri (p<0,001). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (99% á móti 95% fimm ára lifun, p=0,07). Ályktun: Minniháttar fylgikvillar eru sjaldgæfari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virðast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómasértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga. ÁGRIp Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra þeirra 1626 sjúklinga sem gengust undir sína fyrstu kransæðahjá- veituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 1. janúar 2001 til 31. desember 2012. Endurhjáveituaðgerðum var sleppt og aðgerðum þar sem önnur hjartaaðgerð var gerð sam- tímis kransæðahjáveitu, eins og hjartalokuskipti eða hjartalokuviðgerð. Leitað var að sjúklingum í tveimur aðskildum skrám og með því reynt að tryggja að allir sjúklingar væru teknir með í rannsóknina. Annars vegar var leitað í sjúk- lingabókhaldi Landspítala eftir aðgerðarnúmerum fyrir kransæðahjáveituaðgerðir (FNSA00, FNSC10, FNSC20 og FNSC30) og aðgerðir þar sem notuð var hjarta- og lungnavél (FZSA00 og FZSA10). Hins vegar var stuðst við skrá sem haldin er á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala og nær til allra opinna hjartaaðgerða, en frá 2010 hefur þessi skráning verið rafræn. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, að- gerðarlýsingum og svæfingarskýrslum, meðal annars um ýmsa áhættuþætti kransæðasjúkdóms, aðgerðina sjálfa og fylgikvilla eftir aðgerð. Skráð var kyn og aldur við aðgerð en einnig reiknaður líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) út frá upplýsingum um hæð og þyngd. Einkenni sjúklinga voru stiguð eftir kvörðum CCS (Canadian Cardiovascular Society) og NYHA (New York Heart Association). Einnig var fyrri hjartasaga skráð, til dæmis saga um nýlegt og eldra hjartadrep, kransæðavíkkun og Greinin barst 3. desember 2013, samþykkt til birtingar 29. september 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum fimmtíu ára og yngri Linda Ó. Árnadóttir1 læknanemi, Tómas A. Axelsson1 læknanemi, Daði Helgason1 læknanemi, Hera Jóhannesdóttir1 læknanemi, Jónas A. Aðalsteinsson1 læknanemi, Arnar Geirsson2 læknir, Axel F. Sigurðsson3 læknir, Tómas Guðbjartsson1,2 læknir, 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3hjartadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.