Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 14

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 14
654 LÆKNAblaðið 2014/100 ára tímabili. Þetta er svipað hlutfall yngri sjúklinga og í erlendum rannsóknum.13,14 Helstu niðurstöður voru þær að dánarhlutfall innan 30 daga og tíðni alvarlegra fylgikvilla reyndust svipuð í yngri og eldri sjúk- lingahópi. Minniháttar fylgikvillar reyndust hins vegar marktækt færri meðal yngri sjúklinganna, aðallega vegna lægri tíðni nýtil- komins gáttatifs. Þetta skýrir að hluta að legutími yngri sjúklinga reyndist tveimur dögum styttri að meðaltali. Yngri sjúklingar fengu einnig færri einingar af rauðkornaþykkni og veikindi þeirra virtist bera bráðar að, þar sem fleiri úr þeirra hópi voru teknir til aðgerðar með flýtingu. Flýting aðgerðar fer sennilega saman við hærri tíðni nýlegs hjartadreps hjá yngri sjúklingum, sem einnig voru með lægra útfall vinstra slegils. Niðurstöður okkar eru í samræmi við nokkrar erlendar rann- sóknir á árangri kransæðahjáveitu hjá yngri sjúklingum sem flestar sýna svipaða tíðni skurðdauða og fylgikvilla,13,14,17,18 þar á meðal rannsókn D'Errigo og félaga þar sem dánarhlutfall innan 30 daga var 2,5%.13 Fyrir suma af sjaldgæfari fylgikvillunum, eins og djúpar sárasýkingar og heilaæðaáfall, sást ákveðin tilhneiging í átt að lægri tíðni fyrir yngri sjúklinga, en þar sem sjúklingaþýðið var tiltölulega lítið var ekki sýnt fram á marktækan mun á hópunum. Um þriðjungur yngri sjúklinga fékk einhvern minniháttar fylgikvilla, borið saman við helming eldri sjúklinga. Mestu mun- aði um tíðni nýtilkomins gáttatifs sem aðeins greindist hjá 14% yngri sjúklinga en hjá 35% þeirra eldri. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að aldur er einn af sterkustu áhættuþáttum gáttatifs eftir hjartaað- gerðir, án þess að ástæðan fyrir því sé þekkt.18,19 Aðrir minniháttar fylgikvillar, eins og þvagfærasýkingar, grunnar skurðsárasýking- ar og lungnabólga, voru sambærilegir í hópunum, sem svipar til rannsóknar Mamoun og félaga.18 Algengasti alvarlegi fylgikvillinn var hjartadrep í eða eftir að- gerð sem er í samræmi við aðrar rannsóknir, enda þótt tíðni milli rannsókna sé háð því hvernig hjartadrep er skilgreint.20 Í okkar rannsókn var notast við frekar víða skilgreiningu á hjartadrepi en tíðni hjartadreps var engu að síður lág í báðum hópum (3% á móti 5%, p=0,62). Tíðni skurðsýkinga, bráðs nýrnaskaða og fjöllíffæra- bilunar var einnig sambærileg milli hópa í okkar rannsókn sem er svipað og í rannsókn Rahmnaian og félaga.21,22 Ekki reyndist munur á tíðni kransæðavíkkana (2% á móti 3%, p=0,77) eða endurhjáveituaðgerða innan 30 daga (0% á móti 0,4%, p=1) vegna endurþrenginga. Svipuðum niðurstöðum var lýst í rannsókn Lamy og félaga.20 Eins og búast mátti við var heildarlifun yngri sjúklinga betri en þeirra eldri, enda skerðast lífslíkur með hækkandi aldri. Ekki kemur því á óvart að aldur undir fimmtugu skyldi hafa jákvæð áhrif á lifun. Sama á við um neikvæð áhrif bráðaaðgerðar og þegar útfall vinstra slegils er undir 30%, en hvort tveggja eru vel þekktir neikvæðir forspárþættir lifunar,23 líkt og sykursýki og skert nýrna- starfsemi.24 Ekki reyndist mikill munur á sjúkdómasértækri lifun á fyrsta ári frá aðgerð en tilhneiging sást í átt að betri lifun hjá yngri hópnum eftir bæði 5 og 10 ár (p=0,06-0,07). Varast ber að oftúlka þessar niðurstöður, enda aldur sjúklinga mjög mismunandi milli hópa. Engu að síður gefa þessar niðurstöður vísbendingu um að kransæðahjáveituaðgerðir séu ekki síðri meðferðarkostur fyrir yngri sjúklinga en þá eldri. Í þessari rannsókn, líkt og fjölda erlendra rannsókna, var ekki hægt að sýna fram á hvaða áhættuþættir tengjast snemm- komnum kransæðasjúkdómi.8,9,25 Karlmenn voru í miklum meiri- hluta í báðum hópum en hlutfall sjúklinga með einhvern af helstu áhættuþáttunum (háþrýsting, blóðfituröskun, reykingar og syk- ursýki) var mjög áþekkt, eða 93% í yngri hópnum og 94% í þeim eldri (p=0,86). Þessum niðurstöðum svipar til þess sem lýst hefur verið í öðrum rannsóknum.25 Sá áhættuþáttur sem virtist skera R A N N S Ó K N BA Tafla V. Hlutfallslegt Cox áhættulíkan fyrir heildarlifun. Áhættuhlutfall 95% öB p-gildi Aldur <50 ár 0,45 0,21 - 0,96 0,04 Kvenkyn 1,11 0,81 - 1,53 0,50 Sykursýki 1,54 1,12 - 2,11 0,008 Bráðaaðgerð 2,93 1,80 - 4,76 <0,001 GSH* <60 ml/mín/1,73m2 2,42 1,82 - 3,22 <0,001 Útstreymisbrot <30% 2,81 1,52 - 5,19 <0,001 *GSH: gaukulsíunarhraði. öB: öryggisbil Mynd 3. Heildarlifun (a) og sjúkdómasértæk lifun (b) yngri sjúklinga borin saman við eldri sjúklinga (Kaplan-Meier graf). Á x-ási er fjöldi sjúklinga, eldri og yngri, á hverjum tíma (number at risk).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.