Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 29

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 29
LÆKNAblaðið 2014/100 669 æðakölkunarskellu (mynd 3). Í fituríkum skellum er oft mikil bólguvirkni og bandvefslagið milli fitukjarnans og æðaholsins er oft á tíðum þunnt og veikburða. Skellur með þessa formgerð, það er stóran fitukjarna, þunnt bandvefslag og mikinn fjölda bólgu- frumna, eru veikbyggðar og hættir til að rofna.27 Við það komast blóðflögur og storkusameindir blóðsins í snertingu við segahvetj- andi sameindir eins og kollagen, og tissue factor.28,29 Í framhaldi fer segamyndun af stað sem getur leitt til bráðrar þrengingar en í versta falli til lokunar á æðinni. Forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma Helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóma eru vel þekktir og eru þeir sýndir í töflu I. Fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna hefur sýnt að reykingar, hátt kólesteról í blóði, hár blóðþrýstingur, sykursýki, ættarsaga og streita tengjast aukinni hættu á því að þróa með sér kransæðasjúkdóm3 Verndandi þættir eru sömuleiðis ágætlega skilgreindir, eins og hátt HDL-kólesteról og regluleg hreyfing, auk heilsusamlegs og fjölbreytts mataræðis. Áhættuþættirnir eiga það flestir sameiginlegt að tengjast náið þeim lífsstíl sem við temjum okkur. Með lífsstílsbreytingum er því hægt að hafa jákvæð áhrif á áhættuþættina og draga þannig úr líkum á því að fá kransæða- sjúkdóm.30, 31 Forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum má í grófum drátt- um skipta í tvenns konar inngrip: einstaklingsmiðuð og lýðgrund- uð, en bestur árangur næst með því að beita báðum aðferðum. Einstaklingsmiðaðar forvarnir Einkennandi fyrir einstaklinga sem lifa lengi án þess að fá krans- æðasjúkdóm er að þeir reykja ekki, hreyfa sig reglubundið í hverri viku, borða ávexti eða grænmeti daglega (450 g eða meira), eru ekki með sykursýki, hafa blóðþrýsting undir 140/90 mmHg og heildar- kólesteról í blóði undir 5 mmól/l.32 Reykingar, hreyfing og neysla ávaxta og grænmetis eru þættir sem við getum stjórnað meðvitað og haft áhrif á. Sykursýki, blóðþrýstingur og kólesteról í blóði eru hins vegar áhættuþættir sem ekki er eins auðvelt að stjórna enda virðast erfðir og umhverfi koma þar mikið við sögu. Engu að síður geta einstaklingar með þessa áhættuþætti haft jákvæð áhrif á þá með skynsamlegu mataræði og hreyfingu. Einstak- lingsmiðuð nálgun byggist á áhættumati (áhættuskimun) sem er kerfisbundið mat á líkunum á því að einstaklingur þrói með Mynd 2b. Einkjörnungar loða við æðaþelið og pota sér síðan inn í innlagið. Þar sérhæfast þeir í átfrumur sem auk þess að taka upp oxað eða sykrað LDL framleiða meðal annars bólguboðefni (cytokine), lífhvata eins og kollagenasa og elastasa og hvarfgjarnar súrefnissameindir. Mynd 2c. Myndin sýnir hversu flókið bólguferlið í æðakölkun er. Átfrumur og anga- frumur (antigen presenting cells) virkja T-eitilfrumur. Flestar þeirra framleiða Th1- boðefni eins og interferon-γ sem eru bólguhvatar, en einnig eru til staðar T-eitilfrumur sem framleiða interleukin 10 og transforming growth factor β sem hemja bólgu og vinna gegn æðakölkunarferlinu. Y F i R l i T

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.