Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 46

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 46
686 LÆKNAblaðið 2014/100 flútikasón + nýr valkostur í meðferð astma Fyrsta astmalyfið sem sameinar sterkan barkstera, flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva, formóteról2 formóteról flutiform® – Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2* – Sýnilegur skammtateljari – 3 styrkleikar Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi3 Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform® 250/10 fyrir fullorðna (>18ára) Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.is *LABA = formóteról LD 11 40 20 1 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R geta gefið sýklalyf við þeim. Það er talið að með réttri stuðningsmeðferð væri dánartíðni af völdum ebólu miklu minni en raunin er í Vestur-Afríku þó ekki sé um beina meðhöndlun gegn ebólunni að ræða. Það er samt full ástæða til að undirstrika að þetta er ein skæðasta veira sem við höfum komist í tæri við en í löndum þar sem heilbrigðisþjónusta er í góðu horfi er ekki ástæða til að óttast faraldur.“ Bólusetning mun stöðva faraldurinn Þróun lyfja við ebólu er enn á tilrauna- stigi en að sögn Bryndísar hafa við- teknar reglur um reynslutíma lyfja verið sniðgengnar og lyf sem ekki hafa verið áður reynd á mönnum verið notuð á ein- staklinga sýkta af ebólu með þeirra sam- þykki ef vera skyldi að þau bæru árangur. „Þessi lyf hafa verið notuð á svo fáa ein- staklinga enn sem komið er að enginn leið er að segja til um hvort það voru lyfin eða eitthvað annað í meðhöndluninni sem varð til þess að þeim batnaði. Eins er talið að ef sjúkdómurinn er ekki í rénun eftir viku hafi lyfin lítil áhrif. Það eru þrjú lyf sem verið er að þróa og þeirra þekktast er líklega Zmapp sem er blanda af þremur einstofna mótefnum gegn veirunni en við vitum hreinlega ekki á þessu stigi hversu öflugt það er. Til þess þarf að gera miklu meiri rannsóknir. Japanir hafa einnig verið að þróa veirulyf sem upphaflega var þróað gegn heimsfaraldri inflúenzu en það hefur ekki farið í almenna dreifingu. Þá hefur einnig verið reynt að gefa sjúklingum blóð úr einstaklingum sem hafa lifað sjúk- dóminn af og hafa þar af leiðandi myndað mótefni gegn ebólaveirunni. Um þetta eru örfá tilfelli og mjög erfitt að draga álykt- anir af þeim. Vísindasamfélagið var illa undirbúið fyrir þennan faraldur þar sem ebólaveiran hefur lítið verið rannsökuð og stóru alþjóðlegu lyfjafyrirtækin séð lítinn ávinning af því að þróa lyf gegn henni. Ástæðan er einfaldlega sú að ebólaveiran var mjög staðbundin í Mið-Afríku og náði til lítils hóps af fólki í þau skipti sem hún gerði vart við sig. Faraldurinn í Vestur- Afríku er af allt annarri stærðargráðu en þekkst hefur hingað til og stafar af því að fólkið þar gerði sér enga grein fyrir smit- hættunni og smitleiðunum. Í Mið-Afríku áttaði fólkið sig á því hvernig sjúkdómur- inn smitaðist og þegar hann kom upp var þess gætt mjög vandlega að enginn kæm- ist í snertingu við hina veiku eða dánu og þannig tókst að koma í veg fyrir faraldra af völdum veirunnar. Það hefur hins vegar ekki tekist í löndum Vestur-Afríku nema að mjög takmörkuðu leyti og vonir um að hefta útbreiðslu sjúkdómsins eru í dag bundnar við að hægt verði að hefja bólusetningu heilbrigðra einstaklinga á næsta ári.“ Bryndís segir þróun bóluefnis vel á veg komna og það sé eina raunhæfa leiðin til að stöðva faraldurinn í Vestur-Afríku. „Bóluefnið sem verið er að þróa virðist veita fullkomna vörn í allt að 5 mánuði og eftir 10-12 mánuði er vörnin 50%. Það gefur góðar vonir um að hægt sé að stöðva faraldurinn og Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in hefur sagt að líklegt sé að bólusetningar hefjist í byrjun árs 2015.“ Auglýsing á útidyrahurðinni á Landspítala í Fossvogi undir fyrirsögninni: Ebola. Grunur um Ebólusmit? Og spurt hvort lesandinn hafi verið í Vestur-Afríku innan 21 dags sem er einkennilega að orði kveðið. Textinn er jafnframt á ensku, frönsku og pólsku.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.