Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 51
LÆKNAblaðið 2014/100 691
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
tæknialdar. Síldin gaf peninga og stríðið
peninga og tækni. Vélvæðing hófst fyrir
alvöru og fólkið flutti á mölina.“
Fermdur upp á ástina og Willys
Valgarður segir skemmtilega frá því
hvernig hann féllst á að láta ferma sig. „Ég
trúði ekki á guð. En ég var skotinn í stelpu
á Grenivík og sá möguleikann á að hitta
hana ef ég gengi til spurninga. Svo var
presturinn í Laufási orðinn lasburða og
átti erfitt með að keyra jeppa sinn. Ég tók
að mér að keyra fyrir hann út á Grenivík.
Þannig fermdist ég upp á ástina og Wil-
lysjeppaakstur.“
Skólaganga Valgarðs var endaslepp
framanaf að hans sögn. „Ég lærði mest
heima af eldri systkinum mínum en í
skóla gekk ég lítið. Ég var þó 5 vikur í
barnaskóla á Grenivík og lærði tvennt:
Að það eru tvö l í Halldór og að héraðið
Saskatchewan er í Kanada. Síðan var ég
einn vetur í Alþýðuskólanum á Laugum í
Reykjadal og lærði bókstaflega ekki neitt.
Annan vetur á Héraðsskólanum á Laugar-
vatni. Eftir einn vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík settist ég á skólabekk í Mennta-
skólanum á Akureyri. Það var afskaplega
afturhaldssamur skóli. Engin yfirsýn,
engin heimspeki. Íslenskukennslan var
ágæt, latínan og franskan einnig, en að
maður þroskaðist eitthvað sem manneskja
var af og frá. Náttúrufræði og heimspeki
náttúrunnar var gjörsamlega hunsuð þó
kennarinn væri Steindór Steindórsson,
ágætur grasafræðingur, en náttúrufræði-
kennsla fór fram án þess að menn litu
út um gluggann. Ég hafði áhuga á nátt-
úrufræði af öllu tagi. Mest stundaði ég þó
teikningu, aðallega pennateikningar. Ég
hélt að teikning yrði mitt ævistarf. Taldi
þó rétt að taka stúdentspróf og hafði þá
fengið mikinn áhuga á heimspekilegum
efnum. Ég setti dæmið svo upp að fyrir
heimspekivinnu væri gott að þekkja fyrst
manninn sem dýr, þekkja bæði efnislega
gerð þess manndýrs og líka að þekkja til
atferlis þeirrar tegundar. Í MA var líkami
mannsins aldrei á dagskrá sem viðfangs-
efni í námi. Atferli tegundarinnar manns,
félagsleg hegðun, var ekki til umræðu.
Ég fór því fyrst í læknisfræði við Háskóla
Íslands. Að henni lokinni heillaðist ég af
frumunni sem kalla mætti grunneiningu
lífveranna. Varð að skilja hvað drífur hana
áfram.“
Orkubúskapur frumna
Væntingar til háskólanámsins snérust þó
upp í nokkur vonbrigði að sögn Valgarðs.
„Jón Steffensen, hinn merkasti vísinda-
maður, kenndi vefjafræði og anatómíu.
Hann var ómögulegur kennari, einn sá
versti sem ég hef haft. Efnafræði kenndi
Steingrímur Baldursson, óskaplega fínn
kennari, ég lærði mína efnafræði af mikili
nautn. Í miðhluta námsins eignaðist ég
„Ég hafði óslökkvandi áhuga á fólkinu og alvörulífi þess, leikverkinu sjálfu, alvöruleiknum. Með snert af kómedíu. Og umgjörðina, sviðið, myndaði náttúran sjálf,“ segir skáldið og
vísindamaðurinn Valgarður Egilsson.