Læknablaðið - 01.12.2014, Page 54
694 LÆKNAblaðið 2014/100
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Það vakti athygli okkar á Læknablaðinu
að íslenskur læknir, Gunnar H. Gíslason
sérfræðingur í hjartasjúkdómum, var
í haust ráðinn yfirmaður rannsókna
hjá dönsku hjartaverndarsamtökunum,
Hjerteforeningen. Gunnar hefur verið
búsettur í Danmörku í 17 ár og stundaði
sérnám sitt við háskólasjúkrahúsin
í Kaupmannahöfn eftir nám við HÍ
(1986-92) og læknisstörf í Reykjavík og á
landsbyggðinni til ársins 1997.
Gunnar hefur um skeið gegnt stöðu
prófessors í hjartasjúkdómum við lækna-
deild Kaupmannahafnarháskóla og er
yfirlæknir á Gentoftesjúkrahúsinu í Kaup-
mannahöfn.
„Það var hálfgerð tilviljun að ég tók
þetta starf að mér en það atvikaðist
þannig að ég var á ráðstefnu í Washing-
ton með formanni Hjerteforeningen og
hann tjáði mér að fyrir dyrum stæði að
endurskipuleggja samtökin. Ætlunin væri
að gera samtökin meira áberandi í sam-
félaginu með fræðslu og forvörnum en
einnig setja á stofn eigin rannsóknarteymi
í hjartasjúkdómum. Hann spurði hvort
ég hefði áhuga á því að taka að mér stöðu
yfirmanns rannsókna. Fyrirkomulagið
fram að þessu var þannig að samtökin
voru meira ráðgefandi um rannsóknir og
lögðu fé til þeirra en frumkvæði og bein
þátttaka í rannsóknum var ekki hluti af
starfinu. Ég sagðist ekki hafa áhuga á
því. En þá spurði hann á móti hvort ég
gæti hugsað mér starfið ef stofnuð yrði
rannsóknardeild innan samtakanna. Það
fannst mér strax miklu áhugaverðara.
Þetta var síðan í undirbúningi í nokkra
mánuði og niðurstaðan er sú að ég var
ráðinn sem yfirmaður rannsókna hjá sam-
tökunum og fæ sérstaka afmarkaða fjár-
veitingu og starfsfólk til að sinna þessu
verkefni.“
Stefnubreyting hjá samtökunum
Gunnar segir starfið hjá hjartaverndar-
samtökunum vera eiginlega viðbót við
önnur störf hans. „Þetta er hálf staða
og ég held áfram störfum mínum sem
prófessor og yfirlæknir. Ég held áfram
með rannsóknarteymi mitt á Gentofte og
þetta er því rekið samhliða og því fylgir
vissulega talsverð umsýsla. Í rannsóknar-
teyminu á Gentofte eru um 35 manns
og teymið hjá hjartasamtökunum verður
líklega um 10-15 manns þegar það er full-
skipað. Þetta skarast auðvitað verulega
á mörgum sviðum, þar sem ég get nýtt
reynsluna og þekkinguna sem er til staðar
á Gentofte til að hjálpa til hér.“
Ef dönsku hjartaverndarsamtökin eru
borin saman við Hjartavernd á Íslandi
kemur verulegur munur í ljós. „Megin-
munurinn er sá að Hjartavernd hefur
stundað eigin rannsóknir um árabil
samhliða því að vera sjúklingasamtök
en samtökin hér hafa nánast eingöngu
verið sjúklingasamtök sem lagt hafa sjálf-
stæðum rannsóknum lið með styrkjum.
Þetta er því veruleg stefnubreyting sem ég
er að innleiða en auk þess að hefja eigin
Dönsku hjartaverndarsamtökin
Vilja hafa áhrif á umræðu
og þróun rannsókna
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Héraðsgeðlækningadeildin í Tynset
Héraðsgeðlækningadeildin í Tynset er í Hedmark-fylki, 170
kílómetra frá Þrándheimi. Við þjónum svæði með u.þ.b. 22.000
íbúa. Þar eru 2 klínískar deildir: Bráðamóttaka með 10 rúmum og
ein göngudagdeild fyrir fullorðna með samþættan meðferðarhóp.
Deildin er með 3 stöður fyrir yfirlækna, 1 námsstöðu fyrir lækna í
sérfræðinámi, sálfræðinga, háskólamenntað starfsfólk og
umhverfisstarfsfólk.
Geðlæknir
Við leitum að yfirlækni í geðlækningum fyrir göngudagdeildina í 100 %
fasta stöðu.
Við bjóðum upp á
• Gott samstarf á staðnum og við utanaðkomandi aðila.
• Hvetjandi og fjölbreytt starf.
• Mikla möguleika fyrir faglega þróun í gegnum fræðslu á staðnum
og með námskeiðum.
• Umhverfi sem býður upp á gjöfult útivistarlíf.
• Hjálp með að finna húsnæði.
• Tungumálanámskeið.
Hafið samband við:
Steinar Trettbergstuen, deildarstjóra, + 47 480 63 216.
Umsóknarfrestur: 1. janúar 2015
Sykehuset Innlandet HF notar veraldarvefinn fyrir starfsumsóknir
(Webcruiter).
Farið á heimasíðu okkar www.sykehuset-innlandet.no
til að sækja um starf og fyrir
frekari upplýsingar.
fr
an
tz
.n
o
Geðheilsuverndardeild