Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 57

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 57
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R LÆKNAblaðið 2014/100 697 Árið 2007 var heiti Landspítala breytt í nýjum heilbrigðislögum, úr því að heita Landspítali háskólasjúkrahús (LSH) í að heita bara Landspítali. Nafn spítalans var reyndar greypt í steinsteypu á suðurvegg gömlu byggingarinnar árið 1931, og er þar enn með tveimur s-um, Landsspítali, sem mér hefur alltaf þótt rökrétt hjá þeim sem stofnuðu spítalann og byggðu það góða hús. Að stytta heitið og halda sig við upp- runalegra nafnið, Landspítali, var aðeins látlausara á íslensku en Landspítali há- skólasjúkrahús, en um leið tapaðist há- skólatilvísunin. Hún kom inn þegar reynt var að formgera nýtt háskólasjúk rahús árið 2001 í kjölfar lagabreytinga frá 1997 og eftirfylgjandi samninga milli spítalans og háskólans. Um þetta heiti var þá sátt með- al stjórnenda spítalans og háskólans. Þá fylgdi með að breyta ensku heiti spítalans til samræmis við íslenska heitið í Land- spitali University Hospital og samsvarandi heiti var búið til fyrir skandina vísk mál. Þetta var ágætlega þjált á ensku, ekki of langt og mátti skammstafa sem LUH. Ein- hvern veginn og án mikils samráðs var fyrir nokkru reynt að breyta nafni spítal- ans á ensku rétt einu sinni enn. Nú á spít- alinn að kallast Landspítali - The National University Hospital of Iceland, væntanlega skammstafað L-TNUHI. Enginn vafi skal vera til staðar: Þetta er að minnsta kosti á ensku háskólasjúkrahúsið fyrir Ísland, og það eina slíka, ekkert minna. Ákveðinn greinir, tilvísun til þjóðar og þjóðernis, háskólans og starfseminnar og landsins. Ekkert annað sjúkrahús hér á landi getur samkvæmt þessu notað heiti sem tengir það við háskóla, til dæmis ekki Sjúkra- húsið á Akureyri sem hefur góð tengsl við læknadeild og hjúkrunarfræðideild Há- skóla Íslands og við minni háskólabróður- inn, Háskólann á Akureyri. Felst í þessu yfirlæti? Þessi „nafngift“ er á heimasíðu spítalans þar sem upplýsingar eru á ensku, en reyndar ekki í færeysku útgáfunni. Þegar ég hóf störf við Landspítalann fyrir 30 árum skrifaði ég fljótlega grein í erlent tímarit. Mig vantaði enskt heiti spítalans. Ásmundur Brekkan, yfirlæknir og prófessor, sagði mér að það væri ekki til með opinberum hætti, en að hann og fleiri hefðu notað National University Ho- spital. Það fannst mér ekki slæmt. Ég vissi ekki til þess eftir 7 ára dvöl í Bretlandi, af ferðum um læknisfræðilegan litteratúr, um nokkur lönd og til allmargra háskóla- spítala austan og vestan hafs, að orðið national væri algengt í nöfnum sjúkra- húsa, en kannaðist þó við þann ágæta stað sem er National Maternity Hospital í Du- blin. National gat nálgast Lands-hlutann í Landspítali, þó galli væri að íslenska og erlenda heitið féllu ekki saman. National University Hospital var ekki það sama og Landspítali eða Landsspítali. Ég notaði þetta þó um árabil eða þar til samningarn- ir um háskólasjúkrahúsið voru gerðir 2001 og nafnið Landspitali University Hospital var ákveðið með opinberum hætti. Þá átti reyndar líka að hafa latneskt heiti, Infirm- arium Academicum. Eins og nú var ákveð- ið af einhverjum fáum með einhverjum hætti og án samráðs við til dæmis þá sem mest nota enska heitið, háskólakennara og fræðimenn á Landspítalanum, að hafa þessa latínu (í rangri beygingarmynd). Ég sýndi í Læknablaðinu að þýða mátti þessa latínu sem „háskólalega hælið“.1 Latínu- heitið náði aldrei risi og gleymdist eftir þetta - sem betur fer. En nú er það sem sagt L-TNUHI sem er málið. „Nasjónal“ er komið aftur, ákveðni greinirinn, háskólinn, landið og þjóð- ernið. Að hafa ákveðinn greini er næsta sjaldgæft í nöfnum sjúkrahúsa í engilsax- neskum löndum enda gagnstætt enskri málvenju. Sama má segja um „national“ og nafn landsins. En þetta gæti gefið til kynna smæð þjóðarinnar og er kannski ágætt með tilliti til þess og hrunsins. Við losnum við að hafa „spitali“ og „hospital“ í sama LUH heitinu. Og alltaf hefur þjóð- ernið staðið nálægt hjörtum Íslendinga. Við förum okkar eigin leiðir. Sama þótt skammstöfunin L-TNUHI sé í erfiðara lagi og sama þótt nafn spítalans í íslenskum lögum eigi sér engan enduróm í ensku nafngiftinni eða „heitinu“. Í Kaupmanna- höfn eru menn ánægðir með að skeyta dönsku heiti framan við enskuna og tala um Rigshospitalet University Hospital. Var Landspítali University Hospital (LUH) ekki nógu gott? Vantaði eitthvað meira? Ég vona að Landspítalinn verði byggður upp í mannvirkjum, skipulagi og heiti til að verða gott háskólasjúkrahús - kynnt á erlendum vettvangi sem „Landspitali University Hospital“, skammstafað LUH. Af því L-TNUHI gengur ekki upp. 1. Geirsson RT. Veiklað „Infirmarium“. Læknablaðið 2000; 86: 363-4. Reynir Tómas Geirsson kvensjúkdómalæknir aðalritstjóri Acta Obstet Gynecol Scand Hallærisheiti: L-TNUHI reynirg@landspitali.is HEIMILD: 1. Kress,H.G.; Oronska,Anna et al. Ef cacy and Tolerability of Intranasal Fentanyl Spray 50 to 200 μg for Breakthrough Pain in Patints With Cancer: A Phase III,Multinational,Randomized,Double-Blind,Open-Label ExtensionTreatment Period.Clin.Ther.2009;31:1177-1191. ® Instanyl® (fentanýl) nefúði er ætlað til meðferðar á gegnumbrotsverk hjá fullorðnum sem fá þegar ópíóíð viðhaldsmeðferð við langvinnum krabbameinsverkjum Instanyl nefúði er hentugt gegnumbrotsverkjum: Verkjastillandi verkun hefst skjótt, innan 10 mín.1 Verkunartími allt að 1 klst.1 Hentar sjúklingum með munnþurrk og ógleði1 INSTANYL NEFÚÐI FÆRIR KRABBAMEINSSJÚKLINGUM STJÓRN YFIR MEÐFERÐINNI VIÐ GEGNUMBROTSVERKJUM Instanyl 50, 100 og 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn í stakskammtaíláti. Takeda Pharma A/S. N02AB03. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC. Innihaldslýsing: Hvert stakskammtaílát inniheldur einn skammt (100 míkrólítra) af fentanýlsítrati sem jafngildir 50, 100 eða 200 míkrógrömmum af fentanýli. Ábendingar: Instanyl er ætlað til meðferðar á gegnumbrotsverk hjá fullorðnum sem fá þegar ópíóíð viðhaldsmeðferð við langvinnum krabbameinsverkjum. Gegnumbrotsverkur er tímabundin elnun verkja sem verður ofan á varanlegan verk sem þegar er veitt meðferð við. Sjúklingar sem fá ópíóíð viðhaldsmeðferð eru þeir sem taka minnst 60 mg af morfíni til inntöku á dag, minnst 25 míkrógrömm af fentanýli í gegnum húð á klukkustund, minnst 30 mg af oxýcodóni á dag, minnst 8 mg af hýdrómorfóni á dag eða jafn verkjastillandi skammt af öðru ópíóíði í viku eða lengur. Skammtar og lyfjagjöf: Læknir sem hefur reynslu af stjórnun ópíóíð meðferðar hjá krabbameinssjúklingum skal hefja meðferðina og hafa eftirlit með henni. Læknar skulu hafa í huga mögulega misnotkun fentanýls. Skammtar Stilla ætti skammta fyrir hvern sjúkling þannig að viðeigandi verkjastilling náist með bærilegum aukaverkunum. Fylgjast verður vandlega með sjúklingum á meðan skammtar eru stilltir. Nauðsynlegt er að hafa samband við heilbrigðisstarfsmann ef skammtur er aukinn. Í klínískum rannsóknum var skammturinn af Instanyl sem meðferð gegnumbrotsverks óháður daglegri viðhaldsmeðferð með ópíóíði. Hámarksskammtur á dag: Meðferð við allt að fjórum köstum gegnumbrotsverks, hvert með ekki meira en tveimur skömmtum með minnst 10 mínútna millibili. Sjúklingar ættu að bíða í minnst 4 tíma áður en þeir fá meðferð við öðru kasti gegnumbrotsverks með Instanyl bæði á meðan á skammtastillingu og viðhaldsmeðferð stendur. Skammtastilling Áður en skammtar af Instanyl eru stilltir fyrir sjúkling, er gert ráð fyrir að þeir fái meðferð við varanlegum undirliggjandi verki með langvinnri ópíóíðmeðferð og að þeir fi nni ekki fyrir fl eiri en fjórum köstum af gegnumbrotsverk á dag. Aðferð við stillingu skammta Upphafsstyrkur skal vera einn skammtur með 50 míkrógrömmum í aðra nösina, aukinn smám saman eftir þörfum með því að nota tiltæka styrkleika (50, 100 og 200 míkrógrömm). Ef ekki næst viðunandi verkjastilling má gefa sama styrkleika aftur eftir minnst 10 mínútur. Hvert skref í stillingu skammts (styrkleika skammts) ætti að meta í nokkrum köstum. Viðhaldsmeðferð Þegar skammturinn er fundinn samkvæmt skrefum sem lýst er að ofan, ætti sjúklingurinn að fá áfram þann styrkleika af Instanyl. Ef verkjastilling fyrir sjúklinginn er ónóg, má gefa honum aftur sama styrkleika eftir minnst 10 mínútur. Aðlögun skammta Almennt ætti að auka styrkleika viðhaldsmeðferðar með Instanyl þegar sjúklingur þarf meira en einn skammt við hverju kasti af gegnumbrotsverk í nokkur köst í röð. Þörf getur verið á aðlögun skammta í undirliggjandi ópíóíðmeðferð ef sjúklingurinn er stöðugt með fl eiri en fjögur köst af gegnumbrotsverk á sólarhring. Ef aukaverkanir eru óbærilegar eða viðvarandi, skal minnka styrkleikann eða meðferð með Instanyl skipt út fyrir meðferð með öðrum verkjastillandi lyfjum. Meðferð hætt Hætta skal tafarlaust meðferð með Instanyl ef sjúklingurinn er ekki lengur með köst af gegnumbrotsverk. Halda skal meðferð við varanlegum undirliggjandi verk áfram eins og mælt er fyrir. Ef hætta þarf allri ópíóíðmeðferð, verður læknir að fylgjast vandlega með sjúklingnum þar sem minnka þarf lyfjagjöf með ópíóíði smám saman til að koma í veg fyrir mögulega skyndileg fráhvarfseinkenni. Sérstakir hópar Aldraðir Takmarkaðar upplýsingar um lyfjahvörf, verkun og öryggi liggja fyrir við notkun Instanyl hjá sjúklingum eldri en 65 ára. Aldraðir sjúklingar geta verið með minnkaða úthreinsun, lengdan helmingunartíma og verið næmari fyrir fentanýl en yngri sjúklingar. Því skal gæta varúðar við meðferð sjúklinga sem eru aldraðir, vannærðir eða veiklaðir. Í klínískum rannsóknum hafa aldraðir sjúklingar tilhneigingu til að þurfa minni skammta en sjúklingar sem eru yngri en 65 ára. Gæta skal sérstakrar varúðar þegar skammtar Instanyl eru stilltir fyrir aldraða. Skert lifrarstarfsemi Gæta skal varúðar þegar sjúklingum með meðal til alvarlega skerta lifrarstarfsemi er gefi ð Instanyl. Skert nýrnastarfsemi Gæta skal varúðar þegar sjúklingum með meðal til alvarlega skerta nýrnastarfsemi er gefi ð Instanyl. Börn Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Instanyl hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf Instanyl er ætlað til notkunar í nef. Mælt er með að höfuð sjúklings sé í uppréttri stöðu þegar Instanyl er gefi ð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar sem ekki eru á viðhaldsmeðferð með ópíóíðlyfi þar sem aukin hætta er á öndunarbælingu. Meðferð við bráðum verkjum öðrum en gegnumbrotsverkjum. Alvarleg öndunarbæling eða alvarleg lungnateppa. Undangengin geislameðferð í andliti. Endurteknar blóðnasir. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfi lyfsins er háð sérstökum skilyrðum. Lyfi nu fylgir fræðsluefni fyrir lækna og sjúklinga sem sá sem ávísar lyfi nu þarf að hafa kynnt sér og kynnt það sem við á fyrir sjúklingi ásamt því að afhenda honum efni ætlað sjúklingum til varðveislu. Lyfi nu fylgir einnig fræðsluefni fyrir lyfjafræðinga sem sá sem afgreiðir lyfi ð þarf að hafa kynnt sér. Fyrir frekari upplýsingar og/eða pöntun á fræðsluefni skal hafa samband við umboðsmann Takeda á Íslandi, Vistor hf., sími: 535 7000. Markaðsleyfi shafi : Takeda Pharma A/S. Nánari upplýsingar um fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur 22. september 2014. Ath. textinn er styttur. Sjá nánari upplýsingar í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Pakkningar og hámarksverð í nóvember 2014: Instanyl nefúði 50mcg, 6 skammtar 13.932 kr., Instanyl nefúði 100mcg, 6 skammtar 14.066 kr., Instanyl nefúði 200mcg, 6 skammtar 14.066 kr. Afgreiðslutilhögun (afgreiðslufl okkun): R Lyfseðilsskylt, X Lyfi ð er eftirritunarskylt, Z Sérfræðingsmerkt: krabbameinslæknar og öldrunarlæknar. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: 0 IS -s ep t 20 14

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.