Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2015, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.02.2015, Qupperneq 13
LÆKNAblaðið 2015/101 81 stikabundin gögn. Við alla greiningu voru notuð marktektarmörk með p gildi ≤ 0,05. Gögnin voru greind með tölfræðiforritinu SPSS útgáfu 20. Persónuvernd, vísindasiðanefnd og Embætti landlækn- is veittu leyfi fyrir rannsókninni. Niðurstöður Lýðfræðilegar upplýsingar um heildarúrtakið (N=16.169) eru sýndar í töflu I. Yfir tímabilið 2003-2012 var meðalaldur frá 82,3 ár (sf 9,1) til 85,0 ár (sf 8,4) og hlutfall kvenna frá 65,5 til 68,0%. Hlut- fall þeirra sem voru skráðir með sjúkdómsgreininguna sykursýki hækkaði úr 10,3% árið 2003 í 14,2% árið 2012 (p≤0,001) og á ára- bilinu 2006 til 2012, þegar úrtakið var orðið fjölmennara, hækkaði hlutfallið úr 12,4% í 14,2% (p=0,042) sjá mynd 1. Í úrtakinu frá 2012 (n=2337) var meðalaldur hópsins sem var með sykursýki marktækt lægri (82,7 ár) en hinna og með hærri líkamsþyngdarstuðul eða 27,1 að meðaltali (sjá töflu II). Af heildar- úrtakinu árið 2012, höfðu 23,1% íbúanna komið á hjúkrunarheim- ilið frá bráðaspítala eða endurhæfingardeild og 52,6% komu frá eigin heimili. Af þeim sem komu frá eigin heimili höfðu 29,1% ekki notið aðstoðar heimahjúkrunar eða heimaþjónustu fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Þróun heilsufars og færni íbúa með sykursýki yfir árin 2003- 2012 er sýnd á mynd 2. Þar sést að heilsufari og færni íbúa með sykursýki hefur almennt heldur hrakað á þeim 10 árum sem myndin nær yfir, þar sem fleiri eru með hærri gildi á langa ADL- kvarðanum (p≤0,001), Vitræna kvarðanum (p≤0,001) og Lífskvarð- anum (p≤0,001). Þó eru heldur færi með verki af stigi 2 (p≤0,001) en ekki sjást miklar breytingar á mæligildum annarra kvarða. Gögn frá árinu 2012 sýndu að vitræn geta þeirra sem voru með sykursýki var betri en annarra íbúa (p≤0,001) og þeir tóku meiri þátt í virkni en aðrir samkvæmt Virknikvarða (p=0,004), en annar munur kom ekki fram milli hópanna samkvæmt kvörðunum (sjá töflu II). Ekki var heldur marktækur munur á því hvort íbúar væru með bráðasjúkdómseinkenni eða voru metnir eiga 6 mán- uði eða skemur eftir ólifaða, eftir því hvort þeir voru með sykur- sýki eða ekki. Athugun á byltum eða beinbrotum eftir því hvort íbúar voru með sykursýki eða ekki, sýndi heldur ekki marktækan mun. Verkja kvarði gaf ekki til kynna að munur væri á hópunum varðandi verki og athugun á styrkleika verkja (stig 0-3) eða stað- setningu verkja eftir því hvort íbúar voru með sykursýki eða ekki, sýndi heldur ekki mun. Marktækt fleiri með sykursýki voru með þvagsýkingar (tafla II) þó ekki væri marktækur munur milli hópa á þvag- eða hægðaleka. Meira var um útbrot á húð (41,6%) og skerta tilfinningu í húð (33,7%) hjá þeim íbúum sem voru með sykursýki og dvöldu á hjúkrunarheimili árið 2012 en öðrum íbúum. Einnig var meira um þrýstingssár af stigi 3 (2,1%) en hjá öðrum íbúum (sjá R a n n S Ó k n Tafla II. Kyn, aldur, heilsufar, færni og lyfjanotkun íbúa sem dvöldu á íslenskum hjúkrunarheimilum árið 2012 eftir því hvort þeir voru með sykursýki eða ekki. Með sykursýki Ekki með sykursýki P N=2337 n (%) 332 (14,2) 2005 (85,8) Konur (%) 204 (61,4) 1327 (66,2) 0,105* Meðalaldur (sf) 82,7 (7,9) 85 (8,2) <0,001** Meðallíkamsþyngdarstuðull (sf) 27,1 (5,5) 24,7 (5,9) <0,001** Heilsufar og færni samkvæmt kvörðum, meðaltal (sf) Lífskvarði 2,02 (1,42) 2,02 (1,38) 0,950** Verkjakvarði 1,15 (0,97) 1,11 (0,96) 0,510** Þunglyndiskvarði 2,71 (3,35) 2,89 (3,28) 0,370** Vitrænn kvarði 3,11 (1,80) 3,45 (1,79) 0,001** Langur ADL-kvarði 16,32 (8,75) 17,07 (8,34) 0,128** Virknikvarði 2,86 (2,06) 2,51 (2,04) 0,004** Sýkingar n (%) Þvagfærasýking 59 (17,8) 257 (12,8) 0,018* Sýking í sári 10 (3,0) 52 (2,6) 0,799* Lungnabólga 13 (3,9) 89 (4,4) 0,774* Sýking í öndunarvegi 15 (4,5) 72 (3,6) 0,503* Húð og sár n (%) Útbrot á húð 139 (41,6) 685 (34,2) 0,011* Skert tilfinning í húð 112 (33,7) 490 (24,4) <0,001* Þrýstingssár, stig 1-4 70 (21,1) 345 (17,2) 0,102* Þrýstingssár, stig 1 36 (10,8) 198 (9,9) 0,656* Þrýstingssár, stig 2 40 (12,0) 180 (9,0) 0,094* Þrýstingssár, stig 3 7 (2,1) 13 (0,6) 0,019* Þrýstingssár, stig 4 2 (0,6) 6 (0,3) 0,712* Lyfjanotkun % (n) Meðalfjöldi lyfja (sf) 11,5 (4,23) 9,6 (4,15) <0,001** Svefnlyf (No5C) 48,5 (161) 48,2 (967) 0,976* Geðdeyfðarlyf (No6A) 53,6 (178) 55,1 (1105) 0,654* Kvíðastillandi lyf (No5B) 28,6 (95) 31,5 (631) 0,328* Sterk geðlyf (No5A) 25,0 (83) 27,2 (546) 0,434* Notkun á 9 eða fleiri lyfjum 255 (76,8) 1150 (57,4) <0,001* *Kí-kvaðrat próf; **T próf milli óháðra hópa Mynd 2. Hlutfall íbúa með sykursýki eftir árum og eftir stigi á eftirfarandi kvörðum. Lífskvarði (0: lítil áhætta; 5: mikil áhætta): Verkjakvarði (0: enginn verkur; 3: óbærilegir verkir); Þunglyndiskvarði (0: ekki þunglyndi; 14: mikið þunglyndi); Vitrænn kvarði (0: engin vitræn skerðing; 6: mikil skerðing); Langur ADL-kvarði (0: engin færni skerðing; 28: mikil færni skerðing); Virknikvarði (0: engin félagsleg virkni; 6: mikil félagsleg virkni).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.