Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Síða 20

Læknablaðið - 01.02.2015, Síða 20
88 LÆKNAblaðið 2015/101 um þær vegna þess að þær eru ekki sýnilegar. Áráttur eru í raun viðbrögð við þráhyggju þar sem einstaklingurinn reynir að hlut- leysa eða draga úr áhrifum þráhyggjuhugsana. Í töflu I er listi yfir algengar þráhyggjuhugsanir og áráttur og hversu algengar þær eru samkvæmt ákveðnum rannsóknum.8 Samkvæmt 10. útgáfu alþjóðlega sjúkdómsflokkunarkerfisins, International Classification of Diseases (ICD-10), þurfa að hafa verið til staðar þráhyggjuhugsanir og/eða áráttur flesta daga í að minnsta kosti tvær vikur til þess að einstaklingur uppfylli greiningarskilmerki þráhyggjuárátturöskunar.9 Viðkomandi þarf að gera sér grein fyrir því að þessar hugsanir eru sprottnar úr hans/hennar eigin hugarheimi en ekki komið fyrir af öðru fólki eða utanaðkomandi öflum. Þráhyggjuhugsanir og áráttur þurfa að endurtaka sig í sífellu, vera tímafrekar og valda miklum óþæg- indum og truflun á daglegu lífi. Skilmerkin gera einnig ráð fyrir því að einstaklingurinn reyni árangurslaust að ýta þráhyggju- hugsunum frá sér. Oft líða mörg ár frá því að einkenni koma fram þar til hinn veiki leitar sér aðstoðar og fær greiningu og sýndi ein vönduð rann- sókn að meðaltími frá upphafi einkenna til greiningar var 17 ár.10 Þessi langa greiningartöf stafar af því að fólki finnst einkennin vandræðaleg eða skammarleg og er gjarnan tregt til að lýsa þeim bæði fyrir sínum nánustu og heilbrigðisstarfsfólki. Víða er einnig ónóg þekking á þráhyggjuárátturöskun meðal fagfólks og oft er ekki spurt sérstaklega um einkenni hennar þegar fólk leitar sér hjálpar í fyrsta skipti.11 Slíkt getur gjarnan leitt til þess að fólk fær ranga greiningu og óviðeigandi meðferð. Af framansögðu má því með réttu segja að þráhyggjuárátturöskun sé að vissu leyti falinn sjúkdómur. Rétt er að geta þess að einkenni þráhyggjuárátturöskunar geta verið mjög mismunandi á milli einstaklinga og einnig koma ein- kenni þráhyggju og áráttu oft fyrir í ýmsum öðrum geðröskunum og má þar til dæmis nefna Tourette-heilkenni, einhverfurófsrask- anir, átraskanir og geðklofa.12 Í nýjustu útgáfu sjúkdómsflokkun- arkerfis bandaríska geðlæknafélagsins, DSM-V (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders V), sem birt var 2013, var gerð sú breyting frá eldri útgáfu að þráhyggjuárátturöskun telst ekki lengur til kvíðaraskana.13 Í stað þess er kominn nýr flokkur sem nefnist þráhyggjuárátturöskun og skyldar geðraskanir. Í þessum flokki eru auk þráhyggjuáráttu, hárplokkunarárátta (hair- pulling disorder), söfnunarárátta (hoarding disorder), húðkroppunar- árátta (skin picking disorder) og líkamslýtaröskun (body dysmorphic disorder). Nöfn þessara raskana eru lýsandi fyrir einkennin þar sem einstaklingar með húðkroppunar- og hárplokkunaráráttu rífa endurtekið af sér hár eða kroppa í húð þar til þeir fá útbreidd sár eða hárlaus svæði og í söfnunaráráttu safnar einstaklingurinn ýmsum hlutum í miklum mæli og fyllir gjarnan híbýli sín. Í lík- amslýtaröskun hefur einstaklingurinn þráhyggju um að einhver hluti líkamans sé gallaður þrátt fyrir að öðrum sé augljóst að lýtið er minniháttar eða ekki til staðar. Meginrökin fyrir þessari breyt- ingu eru þau að þrátt fyrir að þráhyggjur og áráttur séu gjarnan kvíðatengdar er einkennamyndin frábrugðin kvíðaröskunum og rannsóknir síðustu ára benda til þess að þráhyggjuárátturöskun eigi meira sameiginlegt með röskununum í hinum nýja flokki.13 Skyldleikinn felst aðallega í því að einkennamynd skarast oft hjá þessum röskunum, sjúkdómsgangur og meðferðarsvörun er oft svipuð og sömu fylgiraskanir koma fyrir. Til þess að fá fram einkenni þráhyggjuárátturöskunar í við- tali er mikilvægt að leggja fyrir einstaklinginn beinar og skýrar spurningar um algengustu einkenni vegna þess að oft er fólk tregt til þess að lýsa þráhyggju sinni og áráttum. Í leiðbeiningum NICE (National Institute for Care Excellence) í Bretlandi eru tillögur að Y F i R l i T Mynd 1. Endurtekinn og tímafrekur handþvottur er algeng árátta í þráhyggjuáráttu- röskun. Mynd: höfundur Mynd 2. Röðunarárátta fylgir gjarnan þráhyggju um að hlutir í umhverfi þurfi að vera í samhverfir eða í ákveðinni röð. Mynd: höfundur Tafla I. Tegundir og tíðni þráhyggjuhugsana og árátta.8 Þráhyggjuhugsanir (%) Áráttur (%) Smit og óhreinindi 38 Að gá ítrekað að einhverju 28 Ótti við að valda sjálfum sér eða öðrum skaða 24 Þrif/þvottur 27 Finnast hlutir þurfa að vera samhverfir 10 Endurtaka athafnir 11 Líkamleg vandamál 7 Hugræn ritúöl 11 Trúarlegar hugsanir 6 Raða hlutum 6 Kynferðislegar hugsanir 6 Safna hlutum 4 Hugsanir um að safna 5 Telja 2 Ótti við að haga sér á óviðeigandi hátt 4 Ýmislegt 11

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.