Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Síða 32

Læknablaðið - 01.02.2015, Síða 32
100 LÆKNAblaðið 2015/101 „Það sem kom mér mest á á óvart í þessari kjarabaráttu var hversu langvinn hún var og hvað mikið þurfti til að ná samningi,“ segir Sigurveig hiklaust í upphafi samtals okkar. „Ég er sannfærð um að þessi samn- ingur á eftir að koma bæði launþegum og vinnuveitendum til góða. Samningurinn er mjög stórt skref í nýrri stefnumörkun um launaþróun lækna og gerir læknum sem hyggjast ráða sig hjá ríkinu auðveld- ara fyrir að átta sig á hver raunveruleg kjör þeirra eru og munu verða. Ég get þó skilið ef ekki verða allir jafn ánægðir með samninginn en í heildina er hann góður að mínu áliti. Það er í raun- inni ekki hægt að semja fyrir svona stóran hóp, þar sem eru margar og mismunandi þarfir, þannig að allir fái jafnt upp á milli- metra. En í samninganefndinni voru full- trúar flestra hópa lækna sem gættu þess að enginn gleymdist og því tel ég að tekið hafi verið tillit til nánast allra við samn- ingsgerðina,“ segir Sigurveig. Hún segir að samningurinn sé mjög ólíkur fyrri samningi og samningsgerðin hafi verið mjög flókin og tímafrek þar sem ráðist var í uppstokkun á launatöflum og röðun í þær. Einnig var farið mjög náið ofan í saumana á vaktakerfi og ýmsar jákvæðar breytingar gerðar frá fyrri samn- ingi í þeim efnum. „Það er mjög mikilvægt fyrir hvern og einn að kynna sér samning- inn vel og ganga úr skugga um að röðun í launatöflur sé rétt. Þetta er ekki flókið en ef fólk er í einhverri óvissu um þetta getur það leitað til skrifstofu LÍ eftir aðstoð og frekari upplýsingum.“ Í allri umræðu um samningagerðina virtist megináherslan lögð á prósentu- hækkun grunnlauna, krafan var að læknar gætu framfleytt sér á grunnlaunum og vaktir- og yfirvinna greidd í samræmi við það. „Við náðum vissulega að hækka grunn- launin verulega hjá öllum hópum en það var líka nauð- synlegt að fara ofan í saumana á vaktagreiðslum enda ekki eðlilegt að fyrir vaktir og yfirvinnu sé greitt það sama og fyrir dagvinnu. Við vildum sannar- lega hækka laun almennra lækna en þá verður líka að hækka sérfræð- ingana í sama hlut- falli. Nánast allir almennir læknar verða sérfræðingar og það væri mjög undarlegt ef þeir hækkuðu ekki í launum við að ljúka margra ára sérnámi til viðbótar við almenna læknanámið. Þarna urðum við að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. Annað sem gerði okkur líka erfitt fyrir er að margir læknar eru með sérsamninga sem ekki eru upp á borðinu. Við getum ekki samið á grundvelli slíks. Við getum eingöngu samið á grundvelli fyrirliggjandi kjarasamnings en ekki stofnanasamninga einstakra hópa eða einstaklinga.“ Ekkert gerðist mánuðum saman Fyrsti samningafundur milli samninga- nefndar LÍ og samninganefndar ríkisins var í maí á síðasta ári. Næstu mánuði var hver árangurslausi samningafundurinn haldinn af öðrum og svo virtist sem ekk- ert gerðist fyrr en langt var liðið á verk- fallslotu LÍ í byrjun desember. Þá fyrst komst einhver skriður á umræður og greinilegt að samninganefnd ríkisins hafði loks fengið umboð til að semja á vitrænan hátt. Sigurveig segir að þetta hafi reynt á þolinmæðina og stundum verið erfitt að missa ekki sjónar á markmiðunum en þó hafi tíminn ekki farið algerlega í súginn. „Við nýttum tímann til að ræða breyt- ingar á samningnum sem ekki snertu beinlínis hækkanir í prósentum eða krón- um og aurum. Við ræddum breytingar á launatöflu og vaktafyrirkomulagi þannig að það þyrfti í rauninni ekkert annað en að setja inn tölurnar þegar þar að kæmi.“ Fannst henni og félögum hennar í samninganefnd LÍ að verið væri að þreyta þau til uppgjafar með því að draga við- ræðurnar mánuðum saman? „Ég gat aldrei fundið að það væri út- hugsað af hálfu samninganefndar ríkisins að teygja viðræðurnar svona á langinn. Það var ekkert frekar þeirra hagur að klára ekki viðræðurnar en þau höfðu bara ekki meira umboð fyrr en seint og um síðir til að semja við okkur.“ Sigurveig dregur við sig svarið þegar spurt er hvort samhliða samningafund- unum í Karphúsinu hafi aðrar viðræður átt sér stað sem gáfu tilefni til bjartsýni. „Það hjálpar alltaf að vera upplýstur og við höfðum ágæt tengsl inn í stjórnkerfið og fengum þaðan upplýsingar þó ekki væri með formlegum hætti. Við vorum þó ekki upplýstari en svo að í byrjun janúar leit út fyrir að næsta verkfallslota myndi skella á og við vorum alveg tilbúin til þess. Ég efaðist samt aldrei um að við næðum lendingu og myndum semja á endanum.“ „Efaðist aldrei um að við næðum lendingu“ – segir Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar LÍ ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Það er mjög mikilvægt fyrir hvern og einn að kynna sér saminginn vel og ganga úr skugga um að röðun í launatöflur sé rétt. Þetta er ekki flókið en ef fólk er í einhverri óvissu um þetta getur það leitað til skrifstofu LÍ eftir aðstoð og frekari upplýsingum,“ segir Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar LÍ.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.