Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2015/101 25 Kransæðasjúkdómur er algengasta dánarorsök Ís- lendinga.1 Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í meðferð kransæðasjúkdóms og skilningur aukist á meingerð hans. Í hnotskurn miðar meðferðin að því að stöðva framgang æðakölkunarinnar, auka framboð og/eða minnka eftirspurn eftir súrefni í hjartavöðv- anum með því að leiðrétta blóðþurrð, slá á einkenni og koma í veg fyrir hjartadrep og hjartatengdan dauða.2-4 Meðferðin er aðallega þrenns konar: lyfjameðferð, kransæðavíkkun með eða án stoðnetsísetningar (per- cutaneous coronary intervention, PCI) og kransæðahjá- veituaðgerð (coronary artery bypass grafting, CABG). Undirstaða allrar meðferðar á kransæðasjúkdómi, líkt og öðrum æðakölkunarsjúkdómum, er lífsstílsmeð- ferð: reykleysi, hæfileg hreyfing og hollt mataræði. lyfjameðferð Lyf eru hornsteinn meðferðar við kransæðasjúkdómi og er beitt hjá öllum sjúklingum. Helstu lyfjaflokk- arnir eru sýndir í töflu I en markmið lyfjameðferðar eru þríþætt. Í fyrsta lagi að hindra framvindu æða- kölkunar eða snúa henni við. Mikilvægur þáttur í þessari viðleitni er að breyta samsetningu æðakölk- unarskellna, draga úr bólgu í þeim og bæta starfsgetu æðaþels, samanber lyfhrif blóðfitulækkandi statína.5 Í öðru lagi er markmiðið að draga úr einkennum blóðþurrðar í hjartavöðvanum með því að auka fram- boð og/eða minnka eftirspurn eftir súrefni. Dæmi um þetta eru lyf gegn hjartaöng. Í þriðja lagi er reynt að meðhöndla afleiðingar og fylgikvilla æðakölkunar með blóðflöguhemlandi og segavarnandi lyfjum. Lyf gegn hjartaöng Súrefniskröfur hjartans ráðast fyrst og fremst af hjart- sláttarhraða og eftirþjöppun sem aftur er háð blóð- Hjarta- og lungnaskurðdeild og hjartadeild Landspítala, læknadeild Háskóla Íslands. Í þessari seinni yfirlitsgrein af tveimur um kransæðasjúkdóma er fjallað um meðferð sjúkdómsins með sérstakri áherslu á lyfjameðferð, kransæða- víkkun og skurðmeðferð. Byggt er á víðtækum heimildum og sérstaklega vísað til íslenskra rannsókna. Báðar greinarnar eru skrifaðar með breiðan hóp lækna í huga og aðra heilbrigðisstarfsmenn og nema. Ágrip Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Fyrri yfirlitsgrein höfundanna um kransæðasjúkdóm birtist í desember- blaðinu 2014. Greinin barst 26. júní 2014, samþykkt til birtingar 11. nóvember 2014. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Karl Andersen tiltekur að hafa fengið greiðslur frá Novartis og Icepharma í tengslum við efni greinarinnar. Yfirlitsgrein um kransæðasjúkdóm – síðari hluti: Lyfjameðferð, kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð Tómas Guðbjartsson læknir, Karl Andersen læknir, Ragnar Danielsen læknir, Arnar Geirsson læknir, Guðmundur Þorgeirsson læknir þrýstingi.6 Samdráttarkraftur hjartavöðvans og for- þjöppun skipta einnig máli, en bæði hafa þau áhrif á veggspennu hjartans. Þótt það sé einföldun að áætla súrefnisnotkun hjartans út frá margfeldi hjartsláttar- hraða og meðalblóðþrýstings er það nothæf og hagnýt nálgun.7, 8 Æðavíkkandi nítröt Nítroglýserín og skyld lyf (mónónítrat, dínítrat) eiga sér lengsta sögu í meðferð kransæðasjúkdóms og standa enn fyrir sínu.6 Því er sjúklingum með einkenni kransæða- sjúkdóms ráðlagt að bera á sér nítroglýserín tungurótar- töflur til að grípa til þegar hjartaöng gerir vart við sig. Lyfhrifin koma innan hálfrar mínútu og felast í skjótri víkkun bláæða og þar með lækkaðri forþjöppun og minnkaðri súrefnisþörf. Einnig lækkar blóðþrýstingur og bein víkkun verður á kransæðum, sem aftur eykur framboð á súrefni. Slík leiðrétting á misvægi framboðs og eftirspurnar súrefnis getur upphafið blóðþurrðina í hjartanu og þar með einkenni. Þessi áhrif nást í gegnum aukið framboð á köfnunarefnisoxíði (NO) sem æðaþelið Y f i R l i T Tafla I. Helstu lyfjaflokkar sem beitt er við kransæðasjúkdómi. Lyf gegn hjartaöng Æðavíkkandi nítröt β-blokkar Kalsíumblokkar Ný lyf (ivabradine, nicorandil, trimetazidine) Lyf sem hindra eða snúa við framvindu æðakölkunar Blóðfitulækkandi statín Acetýlsalisýlsýra (aspirín) Lyf til að hindra eða meðhöndla fylgikvilla æðakölkunar Blóðflöguhemjandi lyf Storkuhemjandi lyf („blóðþynning“) Segaleysandi lyf Spiriva Respimat (tíórópíum) Að minnsta kosti 40% astmasjúklinga sem eru á meðferð með ICS/LABA hafa viðvarandi einkenni og geta haft gagn af frekari meðferð 1,2 Fyrir fullorðna astmasjúklinga með viðvarandi einkenni þrátt fyrir meðferð með ICS/LABA*** Auglýsingin er samþykkt af ENLIIS1 0 -1 1 -2 0 1 4 NÝTT ! 1. LA MA** til m eðfer ðar við a stma Ábendingar: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT) og jafnframt sem viðbót við berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með astma sem fá viðhaldsmeðferð með samsetningu af innöndunarstera (>800 míkróg budesonid/sólarhring eða jafngildum innöndunarstera) og langverkandi β2-örva og sem hafa fengið eina eða fleiri alvarlegar versnanir undangengið ár.3 ** LAMA - langverkandi andkólínvirkt lyf ***(innöndunarstera/langverkandi β2-örva) Heimild: 1. Rabe KF et al. Clinical management of asthma in 1999: the Asthma Insights and Reality in Europe (AIRE) study. Eur Respir J. 2000;16(5):802-807. 2. Bateman ED et al. Can guideline defined asthma control be achieved? Am J Respir Crit Care Med. 2004;170(8):836-844. 3. Samantekt á eiginleikum Spiriva Respimat www.serlyfjaskra.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.