Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2015/101 31 Byggt á niðurstöðum SYNTAX-rannsóknarinnar er talið að fyrir tvo af hverjum þremur sjúklingum með dreifðan kransæða- sjúkdóm séu langtímahorfur betri eftir hjáveituaðgerð.75,76 Þetta á sérstaklega við um sjúklinga með hátt SYNTAX-skor (≥33) og þriggja æða sjúkdóm, eða sjúkdóm í vinstri höfuðstofni. Einnig er mælt með hjáveituaðgerð hjá sjúklingum með þriggja æða sjúk- dóm og SYNTAX-skor á bilinu 23 til 32.75,76 Nýlega birtust niðurstöður úr FREEDOM-rannsókninni. Þar var borinn saman árangur hjáveituaðgerða og kransæðavíkkunar með lyfjastoðneti hjá sjúklingum með sykursýki og dreifðan kransæða- sjúkdóm.77 Niðurstöður voru mjög áþekkar SYNTAX-rannsókn- inni.75,76 Þannig reyndist samanlögð tíðni dauðsfalla, heilablóð- falla og kransæðastíflu eftir 5 ár töluvert lægri hjá sjúklingum sem gengust undir hjáveituaðgerð (18,7% á móti 26,6%, p=0,005).77 Tíðni dauðsfalla og tíðni enduraðgerða var einnig marktækt lægri í hjáveituhópnum. Hins vegar var tíðni heilablóðfalla 5 árum eftir aðgerð hærri í hjáveituhópnum (5,2% á móti 2,4%; p=0,03). Hjá sykursjúkum virtist SYNTAX-skor ekki skipta jafn miklu máli, þar sem betri árangur náðist í hjáveituhópnum óháð SYNTAX-skori. Kransæðahjáveita virðist því kjörmeðferð hjá sykursjúkum með fjölæða kransæðasjúkdóm.77 Aðgerðartækni og tegundir kransæðahjáveitu Við kransæðahjáveitu er bringubein opnað endilangt og þannig komist að hjartanu. Síðan er innri vinstri brjóstholsslagæð (left internal mammary artery – LIMA) tengd á vinstri framveggsgrein hjartans (left anterior descending artery – LAD) (mynd 6a) og bláæð úr fæti tengd frá ósæð til annarra kransæðagreina sem þurfa hjá- veitu (mynd 4 og 6b). Þannig er súrefnisríku blóði veitt til hjartans framhjá kransæðaþrengslunum.78,79 Af græðlingum sem notaðir eru við þessar aðgerðir endist innri brjóstholsslagæðin best, en rúmlega 95% þeirra eru opnar eftir 10 ár.80,81 Því er yfirleitt reynt að nota hana við kransæðahjáveitu ef unnt er. Til samanburðar er áætlað að um 60-70% bláæðagræðlinga séu opnir eftir 10 ár.80,81 Einnig er hægt að nota aðra græðlinga, eins og bláæð aftan á kálfa (lesser saphenous vein), en betri kostir eru hægri brjóstholsslagæð (RIMA) eða slagæð úr framhandlegg (radial artery).82 Kransæðahjáveitu er bæði hægt að framkvæma með aðstoð hjarta- og lungnavélar (HLV) eða á sláandi hjarta (off pump coronar artery bypass surgery – OPCAB). Flestar aðgerðirnar eru gerðar með aðstoð HLV sem mettar blóð sjúklingsins utan líkamans og heldur uppi blóðrás og blóðþrýstingi (mynd 5a). Hjartað er síðan stöðvað með kaldri kalíumríkri lausn (cardioplegia) og æðatengingar saum- aðar með fíngerðum þræði. Þegar aðgerðin er gerð á sláandi hjarta sér hjartað sjálft um að halda uppi blóðrás til líkamans. Reynt er að minnka hreyfingar hjartans staðbundið með sérhönnuðum göfflum og auðvelda þannig gerð æðatenginga (mynd 5b).83 Fjölmargar rannsóknir hafa borið saman árangur þessara aðgerðategunda og eru niðurstöður þeirra nokkuð misvísandi. Fyrstu rannsóknirnar bentu til þess að tíðni ýmissa fylgikvilla væri lægri eftir aðgerðir á sláandi hjarta. Þetta átti ekki síst við um alvarlega fylgikvilla sem taldir voru tengjast notkun HLV, Mynd 5a. Kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala. Í forgrunni sést hjarta- og lungna- vél. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Mynd 5b. Tækjabúnaður fyrir kransæðahjáveituaðgerð á sláandi hjarta. Myndin er birt með leyfi Medtronic Inc. Y f i R l i T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.