Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 11 inngangur Tíðni ofþyngdar og offitu hefur aukist um allan heim á undanförnum áratugum og þar er Ísland engin undan- tekning.1 Samkvæmt skýrslu OECD var hlutfall fólks með líkamsþyngdarstuðul ≥30 kg/m2 hér á landi það fjórða hæsta meðal þeirra Evrópuþjóða sem skýrslan náði til árið 2008 og hafði algengið meira en tvöfald- ast frá árinu 1990.2 Þessi þróun er áhyggjuefni þar sem offita er áhættuþáttur ýmissa sjúkdóma, svo sem sykursýki af tegund tvö, stoðkerfissjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma og hefur þannig áhrif á lífsgæði og lífslíkur fólks.3 Offita og hugsanlegir fylgikvillar leiða einnig til aukins kostnaðar fyrir þjóðfélagið þar sem þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu og önnur úrræði eykst til muna.4 Þrátt fyrir að forsenda þyngdaraukningar sé neysla umfram orkuþörf geta orsakir ofneyslunnar verið margvíslegar og flóknar. Félagslegt umhverfi, framboð og verðlag fæðu hafa áhrif á fæðuval fólks.5,6 Einnig getur aðstaða eða þörf fyrir hreyfingu í daglegu lífi haft áhrif á orkuþörfina.7 Rannsóknir hafa sýnt að verri félagslegar aðstæður, lágar tekjur, minni menntun og nálægð eða aðgengi að orkuríkum skyndibitum tengjast auknum líkum á ofþyngd eða offitu.4-6,8-10 Búseta hefur einnig verið tengd líkum á offitu og ofþyngd, en félags- legar, menningarlegar og landfræðilegar aðstæður geta verið ólíkar eftir búsetu.4,5 inngangur: Niðurstöður fyrri rannsókna benda til þess að offita sé algengari meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðis en innan, en engar sam- bærilegar upplýsingar eru til fyrir karla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna holdafar og mataræði íslenskra kvenna og karla eftir búsetu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 1312 konur og karlar, 18-80 ára, valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá, heildarsvörun 68,6%. Mataræði var kannað árin 2010 til 2011 með tvítekinni sólarhringsupprifjun og jafn- framt var spurt um hæð og þyngd, auk bakgrunnsspurninga. Reiknað var líkindahlutfall (oR) þess að vera yfir kjörþyngd (líkamsþyngdarstuðull ≥25 kg/m2) út frá búsetu og menntun. niðurstöður: Konur ≥46 ára innan höfuðborgarsvæðis voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en konur utan höfuðborgarsvæðis (25,7 kg/m2 á móti 28,4 kg/m2 p=0,007) og líkindahlutfall fyrir líkamsþyngdarstuðul ≥25 kg/ m2 var lægra samanborið við konur í sama aldurshópi utan höfuðborgar- svæðis, oR=0,64 (95% öryggisbil 0,41;1,0). Enginn munur var meðal karla eða yngri kvenna. Fæði fólks utan höfuðborgarsvæðis var fituríkara og hlutfall mettaðra fitusýra og transfitusýra var hærra en innan svæðis. Hlutfall mettaðra fitusýra í fæði var 15,7E% á móti 13,9E%, p<0,001 og transfitusýra 0,9E% á móti 0,7E%, p<0,001 meðal karla, sem rekja má að stórum hluta til meiri neyslu á feitum mjólkurvörum, kjöti, kexi og kökum meðal karla utan höfuðborgarsvæðisins miðað við innan. Meiri neysla á kexi, kökum, kjöti og farsvörum meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðisins endurspeglaðist einnig í hærra hlutfalli mettaðra fitusýra, 14,8E% á móti 14,0E%, p=0,007 og transfitusýra 0,8E% á móti 0,7E%, p=0,001 borið saman við konur innan svæðis. Ályktun: Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við búsetu eru minni en í fyrri rann- sóknum. ofþyngd (líkamsþyngdarstuðull ≥25) meðal íslenskra karla virðist óháð búsetu. Fæði fólks innan höfuðborgarsvæðis er nær ráðleggingum um mataræði en utan höfuðborgarsvæðis. Ágrip Samkvæmt íslenskri rannsókn frá árinu 2004 var offita, það er líkamsþyngdarstuðull ≥30, meðal kvenna á aldrinum 18-45 ára mun algengari utan höfuðborgar- svæðis en innan, og hélst munurinn eftir að tekið var tillit til mismunandi menntunarstigs.11 Konur með há- skólamenntun voru síður líklegar til að flokkast með of- fitu en þær sem voru með grunnskólamenntun. Í rann- sókninni frá 2004 voru engar upplýsingar um mataræði eða hreyfingu og rannsóknin beindist eingöngu að konum. Fyrri landskannanir á mataræði Íslendinga frá árinu 1990 og 2002 sýndu hins vegar að fæði fólks utan höfuðborgarsvæðis var fituríkara og orkuþéttara en fæði þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu.12,13 Nýleg landskönnun á mataræði Íslendinga veitir tækifæri til að kanna fæðuvenjur, hreyfingu og holdafar eftir búsetu, menntun og fleiri þáttum hjá báðum kynjum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman mataræði og líkamsþyngdarstuðul karla og kvenna utan og innan höfuðborgarsvæðis og kanna hvort mismun- andi fæðuvenjur geti að einhverju leyti útskýrt hugsan- legan mun á holdafari eftir búsetu. Efniviður og aðferðir Niðurstöður voru unnar úr gögnum úr landskönnun á mataræði Íslendinga 2010-2011 sem unnin var á vegum Greinin barst 7. maí 2014, samþykkt til birtingar 2. október 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Áhrif búsetu og menntunar á mataræði og líkamsþyngdarstuðul kvenna og karla Hrafnhildur Guðjónsdóttir1 næringarfræðingur, Þórhallur I. Halldórsson1,2 faraldsfræðingur, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2 næringarfræðingur, Inga Þórsdóttir1,2 næringarfræðingur, Hólmfríður Þorgeirsdóttir3 næringarfræðingur, Laufey Steingrímsdóttir1,2næringarfræðingur 1Matvæla- og næringar- fræðideild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í næringarfræði, Land- spítala & Háskóla Íslands, 3Embætti landlæknis. E = orka Fyrirspurnir: Laufey Steingrímsdóttir laufey@hi.is R a n n S Ó k n Strattera er nú samþykkt til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. 7. Wehmeier et al. Child Adolesc Phsychiatry Mental Health 2009; 3(1): 5. – Eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-7 – Tekið einu sinni á dag1 – Staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Stöðug stjórn á einkennum beinir athyglinni frá ADHD Strattera LIL141201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.