Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 48
48 LÆKNAblaðið 2015/101 U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R „Í hnotskurn erum við að endursemja nálgun alls heilbrigðisstarfsfólks að umönnun sjúklinga,“ segir Jason Stein sem var sérstakur gestur á lyflæknaþingi á dögunum og flutti athyglisvert erindi um breytingar í vinnu- og verkferlum sjúkradeilda. „Við þurfum að spyrja okkur hvers vegna við erum ekki að koma upplýsingum nægilega vel á milli starfsmanna við óbreyttar aðstæður og eftir því sem hrað- inn eykst verður þetta að vandamáli sem æ erfiðara er að yfirstíga,“ segir Stein og kveður þetta að nokkru leyti afturhvarf til þess tíma á sjúkrahúsum er sjúklingar fengu persónulegri meðferð. „Með síaukn- um kröfum um hraða hefur sjúklingurinn orðið útundan í vissum skilningi og þetta er viðleitni til að snúa þeirri þróun við en jafnframt höfum við nýtt okkur nýjustu aðferðir í breytinga- og verkefnastjórnun til að standast kröfur nútímans um sjúkra- húsrekstur,“ segir Stein. Hann segir aðferðina ótvírætt hafa skilað árangri. Morgunfundur með þátttöku allra Jason Stein er yfirlæknir á lyflækninga- deild Emory-háskólasjúkrahússins í Atlanta í Bandaríkjunum og er jafnframt yfirmaður gæðamála á því stóra sjúkra- húsi. Hann hefur skipulagt og haft umsjón með skipulagsbreytingum á fjölda sjúkra- húsdeilda víðsvegar um Bandaríkin og Ástralíu. „Ef við berum saman hina hefðbundnu meðferð og þetta módel, lítur hinn dæmi- gerði morgunn á sjúkrahúsdeild þannig út að starfsmenn eru að sinna sjúklingi hver af öðrum, án þess að eiga skipuleg samskipti sín á milli, og samskipti þeirra við sjúklinginn eru tilviljanakennd og eiga sér ekki stað samtímis. Okkar módel byggir á því að allir starfsmenn sem sinna Með því að hægja á okkur aukast afköstin – frá málþingi á lyflæknaþingi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson nordic Specialist Course in Palliative Medicine 2015-2017 lokadagur umsókna – 15.03.2015 Samnorrænt sérfræðinám lækna í líknarmeðferð Lífið, samtök um líknarmeðferð á Íslandi hefur í samvinnu við norræn sérfræðifélög líknarlækna staðið fyrir sérfræðinámi í líknarmeðferð fyrir lækna frá og með haustinu 2003. Námið er einungis ætlað þeim sem hafa lokið sérnámi í læknisfræði. Sjöunda námskeiðið hefst haustið 2015. Námið er tveggja ára fræðilegt nám sem skipt er upp í sex 5 daga námskeið: 1. Introduction to palliative medicine and to course projects. Symptom management in palliative care. Þrándheimur, 21. – 25. september 2015. 2. The imminently dying. Audit in palliative care. Helsinki, 25. - 29. janúar 2016. 3. Communication I. Ethics. Teamwork. Malmö, 11. - 15. maí 2016. 4. Decision making in palliative medicine. Emergencies in palliative medicine. Complementary and alternative treatments. organisation of palliative care in the Nordic countries. Teaching. Follow up on course projects. Bergen, 26. - 30. september 2016. 5. Communication II. Pain. Follow up on course projects. Kaupmannahöfn, 23. - 27. janúar 2017. 6. Management and organisation. Palliative care in non-malignant diseases. Presentation of research projects. Examination and evaluation. Stokkhólmur, 24. - 28. apríl 2017. Námskeiðunum fylgja heimaverkefni, þátttakendur þurfa að skila afmörkuðu rannsóknarverkefni og skriflegt próf er í lokin. Kennt er á ensku. Tveir Íslendingar eiga þátttökurétt. Sjá nánar á vefsíðu: www.nscpm.org Námskeiðskostnaður er alls 4800 evrur, auk húsnæðis og fæðis. Áhugasamir hafi samband við Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar Land- spítala í Kópavogi, sem gefur allar frekari upplýsingar, sendir út umsóknareyðublöð og er tilbúin að aðstoða við styrkumsóknir. Sími: 543 6337/ 825 5018, netfang: valgersi@landspitali.is Líknarlækningar eru viðkennd sérfræðigrein í Bretlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og Finnlandi, í nokkrum Austur-Evrópulöndum og í Asíu. Þær eru viðurkenndar sem undirsérgrein í Noregi og Danmörku og verða það í Svíþjóð 2015. Námskeiðið spannar þá fræðilegu þekkingu sem krafist er fyrir viðurkenningu líknarlækninga sem undirsérgreinar á Norðurlöndum. Sótt hefur verið til velferðarráðuneytisins um viðurkenningu líknarlækninga sem undirsérgreinar á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.