Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 13 og aldurshópar voru skoðaðir sér, kom í ljós að tengsl búsetu við líkamsþyngdarstuðul voru bundin við konur ≥46 ára. Í heildina voru 39% minni líkur á að konur á höfuðborgarsvæðinu væru með líkamsþyngdarstuðul ≥25 (OR=0,61; 95% 0,39 til 0,94) og hlutfallið breyttist lítið eftir að leiðrétt var fyrir menntun. Tafla IV sýnir líkur á að flokkast með líkamsþyngdarstuðul ≥25 kg/m2 eftir menntun. Enginn marktækur munur var á þátttakend- um með háskólamenntun borið saman við grunnskólamenntun, hvorki meðal kvenna né karla í yngri eða eldri aldurshópi eftir að leiðrétt var fyrir mögulegum truflandi þáttum. Líkurnar breytt- ust lítið eða ekki eftir að einnig var leiðrétt fyrir búsetu. Aftur á móti reyndust minni líkur á að konur með háskólamenntun flokkuðust með líkamsþyngdarstuðul ≥ 25 kg/m2 samanborið við konur með grunnskólamenntun, áður en leiðrétt var fyrir aldri, reykingum, hreyfingu og alkóhólneyslu. Tafla V sýnir að karlar innan höfuðborgarsvæðis borðuðu marktækt minna af mjólk og mjólkurvörum, nýmjólk, kexi og kökum, kjöti, kartöflum og smjöri og drukku minna kaffi en karl- ar utan höfuðborgarsvæðis. Þeir borðuðu meira af grænmeti og pasta, notuðu frekar jurtaolíur eða smjörlíki og drukku meira af vatni og kolsýrðu vatni, hreinum ávaxtasafa og borðvíni en karlar utan höfuðborgarsvæðis. Hjá konum var munurinn milli búsetu- svæðanna svipaður og hjá körlum nema að ekki var marktækur munur á mjókurneyslu, smjöri, smjörlíki eða grænmeti. Umræða Þessi rannsókn styður að hluta til þær niðurstöður fyrri íslenskra rannsókna að konur búsettar innan höfuðborgarsvæðis séu að jafnaði með lægri líkamsþyngdarstuðul og líklegri til að flokkast í kjörþyngd en þær sem búa utan höfuðborgarsvæðis.11,15 Munur- inn reyndist hins vegar eingöngu ná til kvenna í aldurshópnum 46-80 ára en enginn marktækur munur var meðal yngri kvenna. Eins reyndist enginn marktækur munur á líkamsþyngdarstuðli karla eftir búsetu. Hingað til hefur ekkert verið birt um líkams- þyngd íslenskra karla eftir búsetu en niðurstöður landskönnunar á mataræði árið 1990 bentu til þess að líkamsþyngdarstuðull karla í dreifbýli væri þá hærri en á höfuðborgarsvæði (óbirtar niður- stöður). Erlendar rannsóknir hafa sýnt tengsl milli búsetu og líkams- þyngdar, ofþyngdar og offitu.5,16 Því hefur verið haldið fram að skýr munur á holdafari milli búsetusvæða geti verið vísbending um ójöfnuð milli íbúa eftir búsetu.5,17 Ólík matarmenning, mál- tíðamynstur, innkaupavenjur og mismunandi aðgengi að heilsu- samlegum mat getur átt þátt í ólíku holdafari fólks eftir búsetu. Í þessari rannsókn er minni munur á holdafari ungra kvenna eftir búsetu en í rannsókninni sem framkvæmd var árið 2004 og getur það verið vísbending um að aðstöðu- og menningarmunur milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar hafi minnkað. Í þeirri rann- sókn voru 36,6% kvenna á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18-45 ára yfir kjörþyngd en núna er hlutfallið 40,8% og hlutfallið utan höfuðborgarsvæðis var 50% en er núna 43,4%.11 Hærra hlutfall fólks var með háskólapróf á höfuðborgarsvæð- inu en utan þess, en ólíkt mörgum fyrri rannsóknum, erlendum sem innlendum, fundust lítil tengsl milli ofþyngdar og mennt- unar í þessari rannsókn, hvort heldur var meðal karla eða kvenna. Í norrænni vöktun á mataræði, hreyfingu og holdafari sem unnin var á sama tíma, reyndust fleiri flokkast með offitu, það er líkams- þyngdarstuðul ≥30, meðal fólks með grunnskólamenntun borið saman við háskólamenntun.18 Til að skoða tengsl menntunar og R a n n S Ó k n Tafla II. Meðallíkamsþyngdarstuðull og hlutfall kvenna og karla 18-80 ára með líkamsþyngdarstuðul (LÞS) ≥25. Innan höfuðborgarsvæðis Utan höfuðborgarsvæðis n LÞS meðaltal (sf)1 % LÞS >25 n LÞS meðaltal (sf) % LÞS >25 p-gildi2 p-gildi3 Konur 18-45 ára 186 25,3 (5,0) 41,8 124 25,7 (4,8) 43,4 0,50 0,77 Karlar 18-45 ára 198 26,4 (3,8) 55,6 107 26,6 (4,3) 56,5 0,62 0,88 Konur >46 ára 208 25,7 (4,8) 47,9 138 28,4 (4,0) 60,1 0,007 0,03 Karlar >46 ára 182 27,9 (4,2) 73,1 128 27,2 (4,7) 78,6 0,37 0,26 1(sf) staðalfrávik, 2T-próf, 3kí-kvaðrat próf Tafla III. Líkindahlutfall að einstaklingar búsettir innan höfuðborgarsvæðis séu með líkamsþyngdarstuðul >25 borið saman við fólk utan svæðis. n Óleiðrétt oR (95% CI)1 Líkan A2 oR (95% CI) Líkan B3 oR (95% CI) Allir 18-80 ára 742 0,78(0,63;0,98) 0,78(0,62;0,99) 0,78(0,62;0,99) Konur 18-80 ára 325 0,76(0,55;1,03) 0,74(0,54;1,01) 0,76(0,55;1,04) Karlar 18-80 ára 417 0,80(0,57;1,13) 0,82(0,58;1,17) 0,79(0,54;1,10) Allir 18-45 ára 308 0,98(0,71;1,35) 0,94(0,68;1,31) 0,96(0,68;1,34) Konur 18-45 ára 137 0,93(0,60;1,47) 0,95(0,60;1,51) 0,97(0,61;1,56) Karlar 18-45 ára 171 0,96(0,60;1,55) 0,86(0,52;1,42) 0,84(0,50;1,41) Allir >46 ára 434 0,65(0,47;0,89) 0,64(0,46;0,89) 0,66(0,47;0,92) Konur >46 ára 188 0,61(0,40;0,94) 0,61(0,39;0,94) 0,64(0,41;1,00) Karlar >46 ára 246 0,74(0,44;1,25) 0,73(0,43;1,24) 0,76(0,44;1,34) 1Líkindahlutfall, CI:öryggisbil. 2Leiðrétt fyrir aldri, hreyfingu, reykingum, alkóhólneyslu. 3Leiðrétt fyrir menntun auk sömu þátta og í A. Tafla IV. Líkindahlutfall að konur og karlar með háskólamenntun séu með líkamsþyngdarstuðul >25 borið saman við fólk með grunnskólamenntun. n Óleiðrétt oR (95% CI)1 Líkan A2 oR (95% CI) Líkan B3 oR (95% CI) Konur 18-80 ára 325 0,70(0,48;1,01) 0,80(0,54;1,19) 0,88(0,59;1,33) Konur 18-45 ára 137 0,97(0,55;1,71) 0,71(0,37;1,39) 0,76(0,38;1,51) Konur >46 ára 188 0,61(0,37;1,00) 0,75(0,42;1,33) 0,84(0,47;1,50) Karlar 18-80 ára 417 1,46(0,91;2,33) 1,28(0,77;2,13) 1,25(0,72;2,16) Karlar 18-45 ára 171 2,08(1,10;3,96) 1,24(0,59;2,63) 1,15(0,52;2,53) Karlar >46 ára 246 0,79(0,36;1,70) 0,72(0,32;1,64) 0,71(0,29;1,80) 1Líkindahlutfall, CI:öryggisbil 2Leiðrétt fyrir aldri, hreyfingu, reykingum, alkóhólneyslu. 3Leiðrétt fyrir búsetu auk sömu þátta og í A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.