Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Síða 51

Læknablaðið - 01.01.2015, Síða 51
LÆKNAblaðið 2015/101 51 U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R „Við fengum mjög margar tillögur og mun fleiri en við gátum tekið inn í dagskrána. Það er auðvitað mikið ánægjuefni og sýnir hversu mikilvægir Læknadagarnir eru í hugum lækna,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson framkvæmda- stjóri Fræðslustofnunar lækna. Árshátíð lR í Hörpu 24. janúar Veislustjóri: Brynja Valdís Hljómsveit: Blues Brothers Skemmtiatriði: Gissur Páll Gissurarson slysstað. Vinnubúðir um fyrstu viðbrögð hafa verið haldnar áður og þátttaka ávallt mjög góð enda mikilvægt öllum læknum að viðhalda þjálfun og þekkingu á þessu sviði,“ segir Gunnar. Hádegisfundir eru alla daga og þátt- takendur verða að skrá sig fyrirfram. „Þeir sem skrá sig fá hádegismat og því mikil- vægt að skrá sig ef fólk ætlar að borða í hádeginu. Morgunverðarfundir, sumir hádegisfundir og nokkrir síðdegisfundir í boði lyfjafyrirtækja verða einnig haldnir en eru skýrt afmarkaðir í dagskránni. Jafnframt er áfram glæsilegt sýningar- og samkomusvæði og ég hvet þátttakendur til að fá sér þar kaffibolla og ræða málin. Stuðningur lyfjafyrirtækja er hluti af ástæðunni fyrir því að tekist hefur að halda þátttökugjöldum lágum en jafn- framt er mikilvægt að hann fylgi skýrum reglum. Þessum stuðningi eru settar skýrar skorður, annars vegar af UEMS og svo eftir reglum Frumtaka um samskipti lækna og lyfjaframleiðenda sem eru sniðn- ar eftir Evrópureglum. Þetta fyrirkomulag er í góðri sátt við okkar stuðningsaðila og er Vistor áfram aðalstyrktaraðili Lækna- daga.“ Mikil þörf á samstöðu lækna Gunnar hvetur lækna til að mæta á Læknadaga. Þó að aðsókn hafi verið vaxandi er ljóst að margir eiga erfitt með að koma vegna anna í vinnu. „Ég biðla því til lækna að reyna að haga sinni vinnu þannig að sem flestir komist, til dæmis með því að hlaupa í skarðið fyrir hver annan.“ Kjarabarátta og barátta fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins er læknum hugleikin þessa dagana og því mikilvægt að læknar komi saman og ræði málin. Á fimmtudeginum milli klukkan 16-18 heldur Læknafélag Íslands fund um kjara- mál lækna. „Tímasetningin var valin svo að þeir sem eru ekki skráðir á Læknadaga eða komast ekki vegna vinnu geti mætt. Ég vonast eftir góðri þátttöku en stefnt er að því að honum verði líka streymt um netið.” Þó það sé mikilvægt að fræðast og ræða mál líðandi stundar er ekki síður nauðsynlegt að skemmta sér saman. Spek- ingaglíman er á sínum stað á föstudeg- inum. Þar mun Kristján Guðmundsson og hans gengi leggja ýmsar misþungar spurningar og þrautir fyrir keppendur. „Þetta er ómissandi hluti af Læknadög- unum og setur tóninn fyrir árshátíðina á laugardagskvöldið,“ segir Gunnar. „Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að Arna Guðmundsdóttir og félagar í stjórn LR ætli að hafa mikið við í ár, búið er að ráða viðburðastjóra sem hefur bókað öll atriði eins og veislustjórn, skemmtiatriði og hljómsveit. Það má búast við frábærri árshátíð í ár og mikilvægt að allir sem geta taki frá 24. janúar og mæti. Árshá- tíðin og Læknadagar eru mikilvægir þættir í að viðhalda góðum anda og sam- stöðu meðal lækna, sem er einmitt mikil þörf á núna,“ segir Gunnar og hlakkar greinilega til.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.