Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 26
26 LÆKNAblaðið 2015/101
framleiðir við eðlilegar aðstæður, en í sjúkum slagæðum er fram-
leiðslan skert og nýting köfnunarefnisoxíðs í ójafnvægi.9
Langvirk nítröt (mónónítrat, dínítrat) koma í veg fyrir blóð-
þurrð á sama hátt og þau stuttverkandi. Þrátt fyrir ótvíræð áhrif
á einkenni hefur ekki tekist að sýna fram á að nítroglýserín bæti
horfur kransæðasjúklinga, ef undan eru skildir sjúklingar með
hjartabilun. Nýlega hafa verið vangaveltur um það hvort notkun
langvirkra nítrata kunni að skaða starfsemi æðaþelsins.10 Alþjóð-
legar leiðbeiningar mæla þó enn hiklaust með notkun nítróglý-
serínlyfja við kransæðasjúkdómi.6,8
β-blokkar
Notkun β-blokka er grundvallarmeðferð í kransæðasjúkdómi,
ekki síst fyrir veikustu sjúklingana sem nýlega hafa fengið hjarta-
drep eða hafa einkenni hjartabilunar.6,11 Helstu áhrif β-blokka er
að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting. Við þetta minnka
súrefniskröfur hjartans og um leið líkur á blóðþurrðareinkennum.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á notagildi β-blokka til að fyrir-
byggja blóðþurrðareinkenni og bæta horfur sjúklinga eftir hjarta-
drep, hvikula hjartaöng og hjartabilun.12-14
Kalsíumblokkar
Aðallega er um tvenns konar lyf að ræða í þessum lyfjaflokki.
Annars vegar eru lyf af flokki díhýdrópýridína eins og amlódipín,
felódípin og nifedipín. Þau koma í veg fyrir blóðþurrð með því
að auka súrefnisframboð með beinni víkkun kransæða, en einnig
minnka þau súrefniskröfur með því að lækka blóðþrýsting.6 Í
nýjustu leiðbeiningum evrópsku hjartalæknasamtakanna, ESC, er
vakin athygli á fjölmörgum rannsóknum sem sýna sambærilegan
árangur af notkun díhýdrópýridína og β-blokka í langvinnum
kransæðasjúkdómi, og jafnvel minni aukaverkanir.15,16 Verampa-
míl er af öðrum meginflokki kalsíumblokka. Auk þess að víkka
æðar hægir verampamíl á hjartslætti og dregur úr samdráttar-
krafti hjartans og hefur því svipuð áhrif og β-blokkar á eftirspurn
eftir súrefni. Það nýtist því sem varalyf fyrir β-blokka hjá sjúk-
lingum með kransæðasjúkdóm. Hugsanlega hefur verampamíl
verið vannýtt því nýleg samanburðarrannsókn sýndi fram á svip-
aðan árangur af verapamíli og metaprólóli í meðferð á hjartaöng.17
Diltíasem er þriðji flokkur kalsíumblokka og hefur blönduð áhrif
hinna tveggja flokka kalsíumblokka.18
Ný lyf við hjartaöng
Nokkur ný lyf geta komið til álita við meðferð á hjartaöng. Þessi
lyf eru komin á markað víða erlendis og hafa fengið jákvæða
umfjöllun í nýjustu klínísku leiðbeiningum.6 Ivabradine hægir á
hjartslætti, en gagnstætt β-blokkum og kalsíumblokkum hefur
það engin áhrif á samdráttarkraft hjartans. Það verkar á jónagöng
í sínushnútnum og kemur sérstaklega til álita í meðferð ef β-blokk-
ar þolast ekki eða skila ófullnægjandi árangri.19 Lyfið nicorandil
örvar guanylate cyclasa og víkkar æðar á líkan hátt og nítröt. Auk
þess veldur það æðavíkkun í gegnum áhrif á K-jónagöng og Ca-
dælur í vöðvafrumum.20 Nicorandil lofar góðu en klínískt nota-
gildi þess hefur lítið verið rannsakað. Trimetazidine dregur úr
blóðþurrðareinkennum í gegnum áhrif á efnaskipti í hjartavöðv-
anum. Það hefur svipuð áhrif á hjartaöng og própranólól í lágum
skömmtum.21 Trimetazidine hefur þó ekki enn verið rannsakað í
stórum slembirannsóknum.6 Ranolazine er nýtt lyf sem minnkar
natríumháð kalsíumstreymi inn í hjartavöðvann í blóðþurrð og
hefur þannig jákvæð áhrif á slökun og súrefnisþörf. Lyfið kemur
helst að notum í stöðugri hjartaöng. Vegna lítilla áhrifa á hjart-
sláttarhraða og blóðþrýsting hentar lyfið sjúklingum með hægan
hjartslátt og/eða lágþrýsting. Sýnt hefur verið fram á að brjóst-
verkjaköstum fækkar en hvorki lækkaða dánartíðni eða fækkun
hjartaáfalla.22
Lyf sem hindra eða snúa við framvindu æðakölkunar
Með tilkomu HMG-CoA-redúktasa blokka, svokallaðra statína,
urðu straumhvörf í meðferð og forvörnum kransæðasjúkdóms.23
HMG-CoA-redúktasinn er lykilensím í myndun kólesteróls. Þegar
virkni þess er hindruð dregur úr eigin kólesterólframleiðslu
frumna og tjáning LDL-viðtaka á frumuyfirborðinu eykst.5 Meira
er því tekið upp af LDL úr blóði þannig að styrkur þess í blóði
lækkar. Þótt flestar frumur í líkamanum tjái LDL-viðtaka munar
langmest um lifrina sem framleiðir fjölmörg efni sem eiga upp-
Mynd 1. Teikning sem sýnir hvernig statín geta breytt óstöðugri æðaskellu í stöðuga. Endurgerð: Guðbjartur Kristófersson.
Y f i R l i T
Eðlilegt æðaþel
Stór fitukjarni
Óstöðug fiturík
æðaskella
Stöðug fiturík
æðaskella
Lítill fitukjarni
Þykk bandvefshetta,
lítil hætta á rofiÞunn bandvefshetta,
hætta á rofiSár á æðaþeli –
starfsemi trufluð
Mikill fjöldi
bólgufrumna