Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 20
20 LÆKNAblaðið 2015/101 ákvörðuðu umfang æxlisins sem var vel afmarkað í hægri nös og kinnholu, en með aðstoð staðsetningartækni (intraoperative CT navigation) var það fjarlægt um nös. Enn var bati hraður og var sjúklingur einkennalaus fram á sumar 2011, en þá tók við tímabil endurkomu æxlis og aðgerða fram til apríl 2012, er segulómun sýndi að vöxtur æxlis var svo ná- lægt augntótt að burtnám með holsjáraðgerð var talið ómögulegt. Þá var sjúklingur sendur í sérhæft miðaða (stereotactic) prótónu- geislun í júlí 2012 til Columbia háskólasjúkrahússins í New York. Geislunin tók um þrjár vikur og við útskrift var sjúklingur talinn læknaður. Hann var einkennalaus fram í desember 2012 er hann greindist með endurkomu æxlis í hægri nös. Myndgreining sýndi umfangs- meiri útbreiðslu æxlis en áður, vöxt inn í augntótt og að hluta inn í fremri kúpugróf. Fengin var ráðgjöf frá sömu aðilum í New York og voru þeir tilbúnir að gera viðameiri opna aðgerð til burtnáms á æxli en áður var framkvæmd holsjáraðgerð til minnkunar á um- fangi æxlis. Aðgerðin var framkvæmd í New York í febrúar 2013, en þá var hluti ennisbeins með aðliggjandi heilabasti fjarlægt, svo og mestur hluti af beinumgjörð augntóttar, en hægra auga hlíft. Gekk aðgerð vel og náði sjúklingur sér óvenju fljótt eftir aðgerðina sem talin var læknandi, enda sýndu frystiskurðir í aðgerð fríar skurðbrúnir. Vefjagreining æxlisins reyndist vera vöðvabandvefsfrumuæxli með bólgufrumuíferð. Mánuði eftir heimkomu var endurkoma æxlis aftur staðfest og var æxlisvöxturinn hraður og hafði nánast brotið sér leið út um nös og augnkrók. Beitt var holsjáraðgerð til minnkunar á umfangi æxlis og var æxlisvefur settur í frumurækt á rannsóknastofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Eftir þá aðgerð var haft samband við meinafræðideild Massachusetts General Hos pital í Boston varðandi ósamræmi í vefjagreiningu æxlisins. Þeir sneru fyrri greiningu sinni og staðfestu að vefjagerð æxlisins væri í raun vöðvabandvefsfrumuæxli með bólgufrumu- íferð. Einnig var meðferðaraðilum erlendis gert viðvart og þeir lýstu sig reiðubúna til enn frekari aðgerða. Mynd 1. Þrívíddaruppbygging æxlis og höfuðkúpu í tölvuforritinu Mimics. Æxlið merkt bleikt. a-c) Höfuðkúpa gegnsæ og séð að framan og frá hægri hlið. d) Höfuðkúpa ógegnsæ og séð að aftan. e) Tölvusneiðmyndir í frontal, axial og coronal plani og 3d uppbygging ógegnsærrar höfuðkúpu og æxlis. Mynd Hannes Halldórsson. Mynd 2. H&E litun á vefjabitum úr fyrstu aðgerð. Við smásjárskoðun sést ríkulegur æxlisvefur þar sem sést myxoid stroma með ílöngum spólulaga frumum, þessar frumur hafa lítinn ávalan kjarna. Sumsstaðar er vefurinn nokkuð frumuríkur en ekki sést atypia í æxlisfrumum. Ekki sést greinilegt æðanet í æxli. Í æxlisvef sást íferð bólgufrumna, það er ríkulegt af histiocytum en einnig eitilfrumur og plasmafrumur. Myndirnar eru í 10x, 20x og 40x stækkun. S J ú k R a T i l f E l l i a b c e d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.